Fimm leiðir til að bæta daginn sigga dögg skrifar 12. mars 2015 16:30 Vísir/Skjáskot Það þarf ekki mikið til að lífga upp á daginn og hressa líkamann við. Þessi fimm ráð eru kjörin til að halda þér við efnið og huga að heilsunni.1. Fáðu þér vatn. Það hafa verið nefndar allskyns tölur yfir það hversu mikið af vatni fólk á að drekka en fólk er ólíkt svo vatnsþörf þess er það líka. Ef þú finnur fyrir svengd þá gæti það vera vökvaskortur og ef þú drekkur kaffi þá getur verið gott að drekka stórt vatnsglas fyrir hvern kaffibolla sem þú drekkur því kaffi er vatnslosandi.2. Borðaðu meira af ávöxtum og grænmeti. Fáðu þér meira salat með matnum í hádeginu og jafnvel auktu við fjölbreytnina. Bíttu í epli seinnipartinn eða rúsínur í stað þess að fá þér kexköku. Það eru öll litlu skrefin sem skipta máli þegar kemur að því að færa sig yfir í heilsusamlegra mataræði.3. Stattu upp. Það hefur töluvert verið fjallað um hversu skaðleg kyrrseta getur verið svo stattu reglulega upp. Fylltu á vatnsglasið þitt, fáðu þér ferskt loft eða hringdu í vin og spjallaðu smá. Hvað sem þú gerir hreyfðu þig með reglulegu millibili yfir daginn.4. Andaðu. Þegar við sitjum mikið þá öndum við öðruvísi og grynnra og því er gott að muna eftir því að anda djúpt ofan í maga nokkrum sinnum og sleppa. Ekki er verra að lygna aftur augunum og huga að önduninni og gera það tíu sinnum einu sinni á klukkustund.5. Brostu. Það hefur jákvæð áhrif á líkamann að brosa því það sendir hamingjuhormón um líkamann svo brostu. Temdu þér að bjóða fólki góðan daginn brosandi og þakka fyrir þig brosandi. Þegar þetta verður þér tamt þá ferðu að gera þetta áreynslulaust. Svo fer það fólki líka svo vel að brosa og það er smitandi og oftast er það endurgjaldið með öðru brosi. Heilsa Tengdar fréttir Er kyrrseta skaðleg? Þú hefur oft heyrt að hreyfing sé nauðsynleg en getur langtíma kyrrseta verið skaðleg? 10. mars 2015 11:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Það þarf ekki mikið til að lífga upp á daginn og hressa líkamann við. Þessi fimm ráð eru kjörin til að halda þér við efnið og huga að heilsunni.1. Fáðu þér vatn. Það hafa verið nefndar allskyns tölur yfir það hversu mikið af vatni fólk á að drekka en fólk er ólíkt svo vatnsþörf þess er það líka. Ef þú finnur fyrir svengd þá gæti það vera vökvaskortur og ef þú drekkur kaffi þá getur verið gott að drekka stórt vatnsglas fyrir hvern kaffibolla sem þú drekkur því kaffi er vatnslosandi.2. Borðaðu meira af ávöxtum og grænmeti. Fáðu þér meira salat með matnum í hádeginu og jafnvel auktu við fjölbreytnina. Bíttu í epli seinnipartinn eða rúsínur í stað þess að fá þér kexköku. Það eru öll litlu skrefin sem skipta máli þegar kemur að því að færa sig yfir í heilsusamlegra mataræði.3. Stattu upp. Það hefur töluvert verið fjallað um hversu skaðleg kyrrseta getur verið svo stattu reglulega upp. Fylltu á vatnsglasið þitt, fáðu þér ferskt loft eða hringdu í vin og spjallaðu smá. Hvað sem þú gerir hreyfðu þig með reglulegu millibili yfir daginn.4. Andaðu. Þegar við sitjum mikið þá öndum við öðruvísi og grynnra og því er gott að muna eftir því að anda djúpt ofan í maga nokkrum sinnum og sleppa. Ekki er verra að lygna aftur augunum og huga að önduninni og gera það tíu sinnum einu sinni á klukkustund.5. Brostu. Það hefur jákvæð áhrif á líkamann að brosa því það sendir hamingjuhormón um líkamann svo brostu. Temdu þér að bjóða fólki góðan daginn brosandi og þakka fyrir þig brosandi. Þegar þetta verður þér tamt þá ferðu að gera þetta áreynslulaust. Svo fer það fólki líka svo vel að brosa og það er smitandi og oftast er það endurgjaldið með öðru brosi.
Heilsa Tengdar fréttir Er kyrrseta skaðleg? Þú hefur oft heyrt að hreyfing sé nauðsynleg en getur langtíma kyrrseta verið skaðleg? 10. mars 2015 11:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Er kyrrseta skaðleg? Þú hefur oft heyrt að hreyfing sé nauðsynleg en getur langtíma kyrrseta verið skaðleg? 10. mars 2015 11:00