Í verkfall stefnir eftir páska Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. mars 2015 07:00 Verkfallsvörður fyrir ekki alls löngu. Mikið ber á milli í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Viðræðum var slitið í fyrradag og stefnir í átök. Fréttablaðið/GVA Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins (SGS) kjósa um mögulegar verkfallsaðgerðir í rafrænum kosningum fyrir páska, segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Heimild til að boða aðgerðir segir hann liggja fyrir eftir árangurslausan samningafund hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag. Björn segir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun verði sameiginleg hjá öllum sextán félögunum sem að SGS standa. „Þetta á því að verða búið fyrir páska og svo verður boðað til verkfalls og það verður þá einhvern tímann eftir páska.“ „Þetta var svolítið snubbótt. Þeir neituðu bara að ræða við okkur um okkar kröfur,“ segir Björn um fund samninganefndar SGS við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins (SA) hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS.Mynd/Eining-Iðja„Við höfum talað um að lægsti taxti færi í 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Við erum tilbúin til að ræða hlutfallslega styttri samning, en markmiðið er að ná þessum tölum innan þriggja ára.“ Félagið hefði hins vegar verið til í að ræða aðrar tölur, mögulega 50 þúsund króna hækkun, í samningi sem þá næði kannski til eins og hálfs árs. SA hafi hins vegar bara hafnað kröfugerð sambandsins og þar standi málið. Í tilkynningu á vef SA er SGS sagt hafa hafnað stöðugleika og nálgun SA um að „halda áfram að byggja upp kaupmátt launa á grundvelli verðstöðugleika“. Í stað þess sé nálgun SGS að krefjast tuga prósenta launahækkana sem leiða muni til mikillar verðbólgu á skömmum tíma og stökkbreyta verðtryggðum skuldum heimila og fyrirtækja, hækka vexti og fella gengi krónunnar. Björn segir SGS ekkert gera með fullyrðingar SA. „Við erum með 0,8 prósenta verðbólgu og kaupmáttaraukningu á sama tíma og fullt af hópum hafa fengið fínar launahækkanir.“ Björn segir einkennilegt að sumir geti hækkað og aðrir ekki. „Ég man ekki eftir því að rætt væri um að þjóðfélagið færi á hliðina ef læknar fengju kauphækkun. En svo er alltaf sami söngurinn ef fólkið sem er með taxta upp 200 þúsund krónur ætlar að fara fram á kauphækkun, 100 þúsund kall á þremur árum. Þá er eins og allir séu að flýja skerið.“ Björn spyr hvar sé ábyrgð þeirra hópa sem fengið hafi hækkanir umfram þau markmið sem lagt var upp með í kjarasamningum í fyrra. „Á almennt verkafólk bara að sitja eftir og lofa hinum að leika sér?“ Í nýrri grein sem Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í Peningastefnunefnd Seðlabankans, skrifar í efnahagsritið Vísbendingu, segir hann ríkið þurfa að koma að samningum á almennum markaði með einhverjum hætti takist ekki að lægja öldur á vinnumarkaði. Björn segir ekkert hafa verið rætt við stjórnvöld í tengslum við nýja samninga. Það hafi verið venjan á árum áður, en núna hafi menn engan áhuga á því. „Ríkisstjórnin lofaði ýmsu síðast og er búin að svíkja það þannig að menn hafa bara engan áhuga á að tala við stjórnvöld sem ekki standa við það sem þau lofa.“ Samþykktu viðræðuslitin einrómaÁ vef Starfsgreinasambandsins kemur fram að fulltrúar allra 16 aðildarfélaga sambandsins sem það fari með samningsumboð fyrir hafi einróma samþykkt viðræðuslit við Samtök atvinnulífsins. Félögin eru: AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira
Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins (SGS) kjósa um mögulegar verkfallsaðgerðir í rafrænum kosningum fyrir páska, segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Heimild til að boða aðgerðir segir hann liggja fyrir eftir árangurslausan samningafund hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag. Björn segir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun verði sameiginleg hjá öllum sextán félögunum sem að SGS standa. „Þetta á því að verða búið fyrir páska og svo verður boðað til verkfalls og það verður þá einhvern tímann eftir páska.“ „Þetta var svolítið snubbótt. Þeir neituðu bara að ræða við okkur um okkar kröfur,“ segir Björn um fund samninganefndar SGS við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins (SA) hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS.Mynd/Eining-Iðja„Við höfum talað um að lægsti taxti færi í 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Við erum tilbúin til að ræða hlutfallslega styttri samning, en markmiðið er að ná þessum tölum innan þriggja ára.“ Félagið hefði hins vegar verið til í að ræða aðrar tölur, mögulega 50 þúsund króna hækkun, í samningi sem þá næði kannski til eins og hálfs árs. SA hafi hins vegar bara hafnað kröfugerð sambandsins og þar standi málið. Í tilkynningu á vef SA er SGS sagt hafa hafnað stöðugleika og nálgun SA um að „halda áfram að byggja upp kaupmátt launa á grundvelli verðstöðugleika“. Í stað þess sé nálgun SGS að krefjast tuga prósenta launahækkana sem leiða muni til mikillar verðbólgu á skömmum tíma og stökkbreyta verðtryggðum skuldum heimila og fyrirtækja, hækka vexti og fella gengi krónunnar. Björn segir SGS ekkert gera með fullyrðingar SA. „Við erum með 0,8 prósenta verðbólgu og kaupmáttaraukningu á sama tíma og fullt af hópum hafa fengið fínar launahækkanir.“ Björn segir einkennilegt að sumir geti hækkað og aðrir ekki. „Ég man ekki eftir því að rætt væri um að þjóðfélagið færi á hliðina ef læknar fengju kauphækkun. En svo er alltaf sami söngurinn ef fólkið sem er með taxta upp 200 þúsund krónur ætlar að fara fram á kauphækkun, 100 þúsund kall á þremur árum. Þá er eins og allir séu að flýja skerið.“ Björn spyr hvar sé ábyrgð þeirra hópa sem fengið hafi hækkanir umfram þau markmið sem lagt var upp með í kjarasamningum í fyrra. „Á almennt verkafólk bara að sitja eftir og lofa hinum að leika sér?“ Í nýrri grein sem Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í Peningastefnunefnd Seðlabankans, skrifar í efnahagsritið Vísbendingu, segir hann ríkið þurfa að koma að samningum á almennum markaði með einhverjum hætti takist ekki að lægja öldur á vinnumarkaði. Björn segir ekkert hafa verið rætt við stjórnvöld í tengslum við nýja samninga. Það hafi verið venjan á árum áður, en núna hafi menn engan áhuga á því. „Ríkisstjórnin lofaði ýmsu síðast og er búin að svíkja það þannig að menn hafa bara engan áhuga á að tala við stjórnvöld sem ekki standa við það sem þau lofa.“ Samþykktu viðræðuslitin einrómaÁ vef Starfsgreinasambandsins kemur fram að fulltrúar allra 16 aðildarfélaga sambandsins sem það fari með samningsumboð fyrir hafi einróma samþykkt viðræðuslit við Samtök atvinnulífsins. Félögin eru: AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira