Lífið

Íris í Buttercup gerist geimfari

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Íris Kristinsdóttir.
Íris Kristinsdóttir. vísir/valli
Söng- og leikkonan Íris Kristinsdóttir hefur gengið til liðs við grindvísku hljómsveitina Geimfararnir. Hún söng með hljómsveitinni vinsælu Buttercup á árum áður, en hefur undanfarin ár troðið upp sem gestasöngkona hjá Geimförunum.

Á vef Grindavíkurbæjar segir að Íris hafi nýlega sett á sig geimfaraskikkjuna, og að fyrsta „alvöru“ ball hennar með hljómsveitinni verði annan jólum í Salthúsinu.

Hljómsveitin var stofnuð árið 1998 og er skipuð af Dagbjarti Willardssyni söngvara, Sigurbirni Daða Dagbjartssyni söngvara og gítarleikara, Almari Þór Sveinssyni bassaleikara og Jóhanni og Tómasi Gunnarsbræðrum sem leika á hljómborð og gítar, að því er segir á vef Víkurfrétta.



Eflaust kannast einhverjir við lagið Endalausar nætur með Buttercup, sem heyra má hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×