Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Jakob Bjarnar skrifar 17. nóvember 2015 09:30 Að mati forsetans eru meðlimir Íslamska ríkisins mesta ógn frá því nasistarnir voru og hétu. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir fulla ástæðu til þess að við Íslendingar vöknum til vitundar um vandann sem fylgir öfgafullri íslamstrú; sá mesti frá tímum nasista. Og sá vandi verður ekki leystur með barnalegri einfeldni og einhverjum aðgerðum á sviði umburðarlyndis og félagslegra umbóta. Tilefnið er vitaskuld atburðirnir í París sem forsetinn segir marka þáttaskil.Íslömsk öfgaöfl sækja fram á ÍslandiForsetinn var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun og var býsna afdráttarlaus í tali. Þar upplýsti Ólafur Ragnar Grímsson um að hann hefði komist að því á fundi með fulltrúum erlends ríkis fyrir nokkru að ríki sem vill rækta öfgakennt íslam vildi skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. Væntanlega er Ólafur Ragnar þar að tala um Saudi Arabíu.Forsetinn segir að nú þurfi víðtækari samstöðu en áður hafi sést til að leggja vígamenn Íslamska ríkisins.Vísir/afp„Vissulega þurfum við að hafa áhyggjur. Vonandi tekst okkur að varðveita hið friðsæla opna lýðræðislega samfélag sem hefur verið aðalsmerki okkar, þar sem almenningur sem og ráðamenn ganga um götur frjálsir menn án nokkurs eftirlits eða varðsveita. Það hefur verið eitt af því sem við erum stolt af að geta sýnt heiminum að það er hægt, að búa slíku opnu frjálsu lýðræðislega þjóðfélagi,“ sagði Ólafur Ragnar meðal annars. „En við verðum að átta okkur á því, á raunsæislegan hátt, að við erum ekki eyland í þessari veröld. Og þegar við fréttum af því, eins og ég gerði á fundi með fulltrúum erlends ríkis fyrir nokkru síðan, að ríki sem fóstrað hefur öfgakennt islam og þær sveitir sem hafa lagt til atlögu gegn vestrænni siðmenningu hefur ákveðið að hafa afskipti af trúarbrögðum á Íslandi, er það auðvitað merki um að við erum ekki eyland í þessari veröld. Og það eru ýmis önnur dæmi sem sýna okkur það að við getum ekki rætt þessi mál á þann hátt að þetta sé vandi einhverra annarra. Þessi ákvörðun erlends ríkis að fara að skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi á sama hátt og það hefur gert vítt og breytt um veröldina, fjármagnað skóla þar sem öfgakennt islam er ræktað, og ungir karlmenn aldir upp í þeim viðhorfum, er það áminning til okkar Íslendinga að við verðum að hefja nýja umræðu. Um leið og við eigum ekki að fara fordæma flóttamenn og hlaupa frá samfélagi fjölmenningar og umburðalyndis eigum við ekki heldur að lifa í barnalegri einfeldni um það að með einhverjum aðgerðum á sviði umburðalyndis og félagslegum umbóta sé hægt að taka á þessum vanda.“„Ég veit að þetta eru stór orð en þetta er veruleikinn“Mesta ógn frá því nasistarnir voru og hétuÓlafur Ragnar talaði frá London en hann er á heimleið eftir opinbera heimsókn til Víetnam og Singapore auk þess sem hann heimsótti einnig Kóreu. Hann sagði að aldrei hefði verið raunhæft að öll G20 ríkin, sem funduðu í Tyrklandi fyrir skemmstu, myndu ná að mynda eina heild gegn þessari ógn sem stafar frá öfgakenndum hópum þeim sem vilja kenna sig við islam. En Frakkar ásamt Bandaríkjamönnum og Rússum hafi myndað framvarðaveit. „Þessi þrjú ríki verði kjarninn í þessari baráttu og ég tel að það séu rétt viðbrögð sem gefi von um að menn snúi bökum saman, eins og ég sagði um daginn, þrátt fyrir ágreining og átök vegna vandamála í öðrum heimshlutum, vegna þess að hið öfgafulla róttæka islam, sem hikar ekki við að drepa venjulegt fólk til að koma á hinu íslamska ríki vítt og breitt um heiminn, er mesta ógn sem við höfum séð við hið siðmenntaða samfélag sem við höfum séð síðan nasisminn reyndi í heimstyrjöldinni síðari að brjóta þá siðmenningu á bak aftur.Varasamt að saka fólk um öfgarForsetinn kom einnig inná umræðuna sem slíka og varaði menn við því kalla aðra öfgamenn: „Ég veit að þetta eru stór orð en þetta er veruleikinn,“ segði Ólafur Ragnar varðandi umæli sín um nasismann. „Og mikilvægt fyrir okkur á Íslandi, í umræðunni heima að við skiljum þetta og við förum ekki að saka hvert annað um öfgva eða æsingar eða óeðlieg sjónarmið. Þetta er gersamlega ný staða sem allir þurfa að ræða á rólegan og yfirvegaðan hátt og átta sig á því að þetta eru þáttaskil og við megum ekki fara að úthrópa hvert annað í þessari umræðu heldur sýna hvert öðru skilning og hlusta á þau sjónarmið sem hver og einn kann að hafa. Þó okkur finnist kannski sumt af því vera frekar öfgakennt.“Múslimar eru ekki hryðjuverkamenn voru skilaboð þessara mótmælenda í Barselóna eftir árásirnar í Frakklandi.Öfgafull islamstrú vill útrýma vestrænni siðmenninguÓlafur Ragnar sagði að ákveðið andvaraleysi hafi verið uppi gagnvart þessari miklu ógn sem að steðjar: „Ég held að bæði hjá þessum stóru þjóðum, eins og reyndar hjá okkur á Íslandi, þá höfum við varla viljað trúa því að það væri orðin til öflug sveit vígamönnum sem vildi miskunnarlaust drepa venjulegt fólk, hlífa engum í þágu málstaðar sem á sér mjög djúpar sögulegar rætur í öfgafullri íslamstrú, í hinni róttæku útgáfu af þeirri trú sem vissulega er merkileg og stunduð á friðsaman hátt af milljónum og hundruðum milljóna manna vítt og breitt um veröldina, er ákveðinn angi þeirrar trúar sem á sér sérstaklega rætur á ákveðnum svæðum Miðausturlanda, sem vill stofna íslamskt ríki, ekki bara fyrir sjálfan sig heldur útrýma þeirri siðmenningu sem við höfum í hávegum,“ segir forseti Ísland. Og þetta gera þeir á þann hátt að fórna hverjum sem er, þeir líka ýta til hliðar mannréttindum, þeir virða ekki réttindi kvenna, eða jafnréttindi einstaklinga, málfrelsi, trúfrelsi eða nokkuð það annað sem er grundvallaratriði í okkar samfélögum. „Og það hefur tekið okkur tíma að átta okkur á því að þetta væri raunveruleiki. Það sem ISIS hefur fyrst og fremst gert gert á undanförnum misserum er að við erum smátt og smátt að átta okkur á því að það verður að taka á þessum vanda með allt öðrum vinnubrögðum og víðtækari samstöðu en við höfum séð til þessa.“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf Ragnar Grímsson í meðfylgjandi hljóðskrá hér neðar. Hryðjuverk í París Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir fulla ástæðu til þess að við Íslendingar vöknum til vitundar um vandann sem fylgir öfgafullri íslamstrú; sá mesti frá tímum nasista. Og sá vandi verður ekki leystur með barnalegri einfeldni og einhverjum aðgerðum á sviði umburðarlyndis og félagslegra umbóta. Tilefnið er vitaskuld atburðirnir í París sem forsetinn segir marka þáttaskil.Íslömsk öfgaöfl sækja fram á ÍslandiForsetinn var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun og var býsna afdráttarlaus í tali. Þar upplýsti Ólafur Ragnar Grímsson um að hann hefði komist að því á fundi með fulltrúum erlends ríkis fyrir nokkru að ríki sem vill rækta öfgakennt íslam vildi skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. Væntanlega er Ólafur Ragnar þar að tala um Saudi Arabíu.Forsetinn segir að nú þurfi víðtækari samstöðu en áður hafi sést til að leggja vígamenn Íslamska ríkisins.Vísir/afp„Vissulega þurfum við að hafa áhyggjur. Vonandi tekst okkur að varðveita hið friðsæla opna lýðræðislega samfélag sem hefur verið aðalsmerki okkar, þar sem almenningur sem og ráðamenn ganga um götur frjálsir menn án nokkurs eftirlits eða varðsveita. Það hefur verið eitt af því sem við erum stolt af að geta sýnt heiminum að það er hægt, að búa slíku opnu frjálsu lýðræðislega þjóðfélagi,“ sagði Ólafur Ragnar meðal annars. „En við verðum að átta okkur á því, á raunsæislegan hátt, að við erum ekki eyland í þessari veröld. Og þegar við fréttum af því, eins og ég gerði á fundi með fulltrúum erlends ríkis fyrir nokkru síðan, að ríki sem fóstrað hefur öfgakennt islam og þær sveitir sem hafa lagt til atlögu gegn vestrænni siðmenningu hefur ákveðið að hafa afskipti af trúarbrögðum á Íslandi, er það auðvitað merki um að við erum ekki eyland í þessari veröld. Og það eru ýmis önnur dæmi sem sýna okkur það að við getum ekki rætt þessi mál á þann hátt að þetta sé vandi einhverra annarra. Þessi ákvörðun erlends ríkis að fara að skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi á sama hátt og það hefur gert vítt og breytt um veröldina, fjármagnað skóla þar sem öfgakennt islam er ræktað, og ungir karlmenn aldir upp í þeim viðhorfum, er það áminning til okkar Íslendinga að við verðum að hefja nýja umræðu. Um leið og við eigum ekki að fara fordæma flóttamenn og hlaupa frá samfélagi fjölmenningar og umburðalyndis eigum við ekki heldur að lifa í barnalegri einfeldni um það að með einhverjum aðgerðum á sviði umburðalyndis og félagslegum umbóta sé hægt að taka á þessum vanda.“„Ég veit að þetta eru stór orð en þetta er veruleikinn“Mesta ógn frá því nasistarnir voru og hétuÓlafur Ragnar talaði frá London en hann er á heimleið eftir opinbera heimsókn til Víetnam og Singapore auk þess sem hann heimsótti einnig Kóreu. Hann sagði að aldrei hefði verið raunhæft að öll G20 ríkin, sem funduðu í Tyrklandi fyrir skemmstu, myndu ná að mynda eina heild gegn þessari ógn sem stafar frá öfgakenndum hópum þeim sem vilja kenna sig við islam. En Frakkar ásamt Bandaríkjamönnum og Rússum hafi myndað framvarðaveit. „Þessi þrjú ríki verði kjarninn í þessari baráttu og ég tel að það séu rétt viðbrögð sem gefi von um að menn snúi bökum saman, eins og ég sagði um daginn, þrátt fyrir ágreining og átök vegna vandamála í öðrum heimshlutum, vegna þess að hið öfgafulla róttæka islam, sem hikar ekki við að drepa venjulegt fólk til að koma á hinu íslamska ríki vítt og breitt um heiminn, er mesta ógn sem við höfum séð við hið siðmenntaða samfélag sem við höfum séð síðan nasisminn reyndi í heimstyrjöldinni síðari að brjóta þá siðmenningu á bak aftur.Varasamt að saka fólk um öfgarForsetinn kom einnig inná umræðuna sem slíka og varaði menn við því kalla aðra öfgamenn: „Ég veit að þetta eru stór orð en þetta er veruleikinn,“ segði Ólafur Ragnar varðandi umæli sín um nasismann. „Og mikilvægt fyrir okkur á Íslandi, í umræðunni heima að við skiljum þetta og við förum ekki að saka hvert annað um öfgva eða æsingar eða óeðlieg sjónarmið. Þetta er gersamlega ný staða sem allir þurfa að ræða á rólegan og yfirvegaðan hátt og átta sig á því að þetta eru þáttaskil og við megum ekki fara að úthrópa hvert annað í þessari umræðu heldur sýna hvert öðru skilning og hlusta á þau sjónarmið sem hver og einn kann að hafa. Þó okkur finnist kannski sumt af því vera frekar öfgakennt.“Múslimar eru ekki hryðjuverkamenn voru skilaboð þessara mótmælenda í Barselóna eftir árásirnar í Frakklandi.Öfgafull islamstrú vill útrýma vestrænni siðmenninguÓlafur Ragnar sagði að ákveðið andvaraleysi hafi verið uppi gagnvart þessari miklu ógn sem að steðjar: „Ég held að bæði hjá þessum stóru þjóðum, eins og reyndar hjá okkur á Íslandi, þá höfum við varla viljað trúa því að það væri orðin til öflug sveit vígamönnum sem vildi miskunnarlaust drepa venjulegt fólk, hlífa engum í þágu málstaðar sem á sér mjög djúpar sögulegar rætur í öfgafullri íslamstrú, í hinni róttæku útgáfu af þeirri trú sem vissulega er merkileg og stunduð á friðsaman hátt af milljónum og hundruðum milljóna manna vítt og breitt um veröldina, er ákveðinn angi þeirrar trúar sem á sér sérstaklega rætur á ákveðnum svæðum Miðausturlanda, sem vill stofna íslamskt ríki, ekki bara fyrir sjálfan sig heldur útrýma þeirri siðmenningu sem við höfum í hávegum,“ segir forseti Ísland. Og þetta gera þeir á þann hátt að fórna hverjum sem er, þeir líka ýta til hliðar mannréttindum, þeir virða ekki réttindi kvenna, eða jafnréttindi einstaklinga, málfrelsi, trúfrelsi eða nokkuð það annað sem er grundvallaratriði í okkar samfélögum. „Og það hefur tekið okkur tíma að átta okkur á því að þetta væri raunveruleiki. Það sem ISIS hefur fyrst og fremst gert gert á undanförnum misserum er að við erum smátt og smátt að átta okkur á því að það verður að taka á þessum vanda með allt öðrum vinnubrögðum og víðtækari samstöðu en við höfum séð til þessa.“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf Ragnar Grímsson í meðfylgjandi hljóðskrá hér neðar.
Hryðjuverk í París Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira