Memento verður endurgerð Birgir Olgeirsson skrifar 17. nóvember 2015 09:54 Guy Pearce og Joe Pontaliano í hlutverkum sínum í Memento. Vísir/IMDb Bandaríska kvikmyndaverið AMBI Pictures ætlar að fjármagna og framleiða endurgerð af kvikmyndinni Memento. Myndin er jafnan álitin sem ein af bestu kvikmyndum síðasta áratugar og eru margir kvikmyndaunnendur gapandi hissa yfir þessum fréttum. Leikstjórinn Christopher Nolan sló í gegn með henni þegar hún kom út árið 2000 en Memento segir frá manni, leikinn af Guy Pearce, sem býr ekki yfir skammtímaminni og leitar að morðingja eiginkonu sinnar. Nolan sagði suma hluta sögu myndarinnar í öfugri tímaröð á meðan aðrir þættir hennar voru í réttri tímaröð. Nolan og bróðir hans voru tilnefndir til Óskarsverðlaun fyrir handrit myndarinnar og var hún einnig tilnefnd fyrir bestu klippinguna. Myndin á sér því stóran sess í hjörtu margra sem eiga erfitt með að skilja hvað réttlætir endurgerð þessarar myndar. Myndin er nýleg, þótti afar vel heppnuð og virðist í fyrstu vera óðs manns æði að ætla sér að fylgja eftir velgengni Nolans með því að segja þessa sögu aftur. Andrea Iervolino og Monika Bacardi standa að baki AMBI Pictures en fyrirtækið eignaðist nýlega kvikmyndasafn Exclusive Media Group og þar með endurgerðaréttinn að myndum á borð við Memento, Cruel Intentions, Donnie Darko, Rush og Sliding Doors, ásamt öðrum. Í yfirlýsingu um málið sagði Bacardi að Memento væri meistaraverk sem skyldi eftir spurningar í hugum áhorfenda, bæði á meðan áhorfi stendur og löngu eftir að því er lokið. „Sem sýnir hvað hún er virkilega framúrskarandi. Ætlun okkar er að fylgja eftir þeirri sýn sem Christopher Nolan hafði á þessa sögu og segja þessa sögu á jafn ögrandi og eftirminnilegan hátt,“ sagði Bacardi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaverið AMBI Pictures ætlar að fjármagna og framleiða endurgerð af kvikmyndinni Memento. Myndin er jafnan álitin sem ein af bestu kvikmyndum síðasta áratugar og eru margir kvikmyndaunnendur gapandi hissa yfir þessum fréttum. Leikstjórinn Christopher Nolan sló í gegn með henni þegar hún kom út árið 2000 en Memento segir frá manni, leikinn af Guy Pearce, sem býr ekki yfir skammtímaminni og leitar að morðingja eiginkonu sinnar. Nolan sagði suma hluta sögu myndarinnar í öfugri tímaröð á meðan aðrir þættir hennar voru í réttri tímaröð. Nolan og bróðir hans voru tilnefndir til Óskarsverðlaun fyrir handrit myndarinnar og var hún einnig tilnefnd fyrir bestu klippinguna. Myndin á sér því stóran sess í hjörtu margra sem eiga erfitt með að skilja hvað réttlætir endurgerð þessarar myndar. Myndin er nýleg, þótti afar vel heppnuð og virðist í fyrstu vera óðs manns æði að ætla sér að fylgja eftir velgengni Nolans með því að segja þessa sögu aftur. Andrea Iervolino og Monika Bacardi standa að baki AMBI Pictures en fyrirtækið eignaðist nýlega kvikmyndasafn Exclusive Media Group og þar með endurgerðaréttinn að myndum á borð við Memento, Cruel Intentions, Donnie Darko, Rush og Sliding Doors, ásamt öðrum. Í yfirlýsingu um málið sagði Bacardi að Memento væri meistaraverk sem skyldi eftir spurningar í hugum áhorfenda, bæði á meðan áhorfi stendur og löngu eftir að því er lokið. „Sem sýnir hvað hún er virkilega framúrskarandi. Ætlun okkar er að fylgja eftir þeirri sýn sem Christopher Nolan hafði á þessa sögu og segja þessa sögu á jafn ögrandi og eftirminnilegan hátt,“ sagði Bacardi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira