Strætóbílstjórar vilja vera áfram á Hlemmi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. september 2015 22:00 Flestum rekstraraðilum á Hlemmi verður gert að yfirgefa húsið vegna endurskipulagningar. Strætóbílstjórar hafa verið með kaffistofu á Hlemmi í tugi ára, en þeir eru ósáttir við breytingarnar og segjast engar upplýsingar fá um framhaldið.Húsið á Hlemmi var tekið í notkun árið 1978 eftir uppdrætti Gunnars Hanssonar og var á þeim tíma stærsta opinbera rými sem almenningur hafði óhindraðan aðgang að. Hlemmur tengdi úthverfin við miðbæ Reykjavíkur og með tilkomu hans má segja að Reykjavík hafi loks stigið skrefið frá því að vera þorp yfir í að vera borg og varð strax vinsæll samkomustaður ungmenna. Á árunum í kringum 1980 varð til hugtakið Hlemmari sem átti við um unglinga sem héngu á Hlemmi. Þá hefur þar alla tíð mátt finna einstalinga sem lifa utan við og á jaðri samfélagsins. En Hlemmi eins og við þekkjum hann í dag verður lokað eftir sex vikur og rekstraraðilum í húsinu gert að hætta starfsemi sinni.Sjoppan á Hlemmi hefur verið þar í tuttugu og eitt ár en nú hefur starfsfólki þar verið sagt upp. Strætóbílstjórar eru stór hluti viðskiptavina en þeir eru einnig með aðstöðu á Hlemmi. Ólafur Björn Heimisson strætóbílstjóri segir þá ekki vita hvar þeir geti tekið kaffipásur þegar Strætó hættir starfsemi sinni þar.„Ég veit það ekki, kannski bara úti í vagni. Þeir gáfu okkur einu sinni jólagjöf hjá Strætó. Það var svona brúsi og taska fyrir glas og öllu saman. Kannski maður fari að nota það. Það er bara eins með okkur eins og farþegana, við vitum allt síðast,“ segir hann. Strætóbílstjórar hafi engar upplýsingar fengið um afdrif sín þegar Hlemmur lokar og segjast ósattir við að hætta eigi starfseminni þar. „Ég sé bara engan tilgang í því. Þetta er sentrallinn hérna og hér er fólkið,“ segir Ólafur Björn. Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Flestum rekstraraðilum á Hlemmi verður gert að yfirgefa húsið vegna endurskipulagningar. Strætóbílstjórar hafa verið með kaffistofu á Hlemmi í tugi ára, en þeir eru ósáttir við breytingarnar og segjast engar upplýsingar fá um framhaldið.Húsið á Hlemmi var tekið í notkun árið 1978 eftir uppdrætti Gunnars Hanssonar og var á þeim tíma stærsta opinbera rými sem almenningur hafði óhindraðan aðgang að. Hlemmur tengdi úthverfin við miðbæ Reykjavíkur og með tilkomu hans má segja að Reykjavík hafi loks stigið skrefið frá því að vera þorp yfir í að vera borg og varð strax vinsæll samkomustaður ungmenna. Á árunum í kringum 1980 varð til hugtakið Hlemmari sem átti við um unglinga sem héngu á Hlemmi. Þá hefur þar alla tíð mátt finna einstalinga sem lifa utan við og á jaðri samfélagsins. En Hlemmi eins og við þekkjum hann í dag verður lokað eftir sex vikur og rekstraraðilum í húsinu gert að hætta starfsemi sinni.Sjoppan á Hlemmi hefur verið þar í tuttugu og eitt ár en nú hefur starfsfólki þar verið sagt upp. Strætóbílstjórar eru stór hluti viðskiptavina en þeir eru einnig með aðstöðu á Hlemmi. Ólafur Björn Heimisson strætóbílstjóri segir þá ekki vita hvar þeir geti tekið kaffipásur þegar Strætó hættir starfsemi sinni þar.„Ég veit það ekki, kannski bara úti í vagni. Þeir gáfu okkur einu sinni jólagjöf hjá Strætó. Það var svona brúsi og taska fyrir glas og öllu saman. Kannski maður fari að nota það. Það er bara eins með okkur eins og farþegana, við vitum allt síðast,“ segir hann. Strætóbílstjórar hafi engar upplýsingar fengið um afdrif sín þegar Hlemmur lokar og segjast ósattir við að hætta eigi starfseminni þar. „Ég sé bara engan tilgang í því. Þetta er sentrallinn hérna og hér er fólkið,“ segir Ólafur Björn.
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira