Lífið

Ísland í beinni á Snapchat á morgun

Bjarki Ármannsson skrifar
Myndefni frá íslenskum notendum mun fá að njóta sín um alla heimsbyggðina á morgun.
Myndefni frá íslenskum notendum mun fá að njóta sín um alla heimsbyggðina á morgun. Vísir
Myndefni frá íslenskum notendum Snapchat mun fá að njóta sín um alla heimsbyggðina á morgun, í það minnsta ef marka má skilaboð á íslensku sem birtast á skjám notenda í kvöld.

„Takið eftir: Ísland er í beinni á morgun,“ segir í skilaboðunum.

Snapchat velur reglulega einhvern stað í heiminum til að sýna frá beint. Í dag má til dæmis skoða myndefni frá Jamaíku og Balí. Notendur á þeim stað geta þá sent inn myndir eða myndskeið af sér og vinum og Snapchat teymið velur þau sem rata í streymið. (e. Live feed)

Þar sem talið er að Snapchat notendur um heim allan telji alls um 200 milljónir er þetta kjörið tækifæri fyrir framhleypna Íslendinga að senda inn skemmtilegar myndir af sér og reyna við heimsfrægðina.

Nánar um hvernig má taka þátt hér


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×