Tónlist

Ljótu hálfvitarnir senda frá sér nýtt lag

Birgir Olgeirsson skrifar
Ljótu hálfvitarnir
Ljótu hálfvitarnir Hafþór Stefánsson.
Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir hefur sent frá sér lagið Hosiló sem er af væntanlegri plötu sveitarinnar. Nýverið lögðu Ljótu hálfvitarnir undir sig Hrísey í Eyjafirði í hálfan mánuð til að semja, æfa og taka upp nýja plötu í slagtogi við upptökustjórann Flex Árnason.

Þetta verður fimmta plata drengjanna sem er væntanlega á árinu enda á aðeins eftir að leggja lokahönd á þessa plötu eftir dvölina í Hrísey.

Lagið Hosiló var gert aðgengilegt á myndbandavefnum YouTube fyrr í dag en um er að ræða textamyndband sem svipmyndum frá dvölinni í Hrísey. Þá er einnig hægt að hala laginu niður án endurgjalds með því að smella á þennan hlekk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.