Við ætlum að gera betur og verða eitt af toppliðunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2015 06:00 Thea var valinn í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið í vor. vísir/valli Olís-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar Fylkir sækir Stjörnuna heim. Stjarnan hefur tapað í lokaúrslitum undanfarin þrjú ár og var spáð 3. sætinu í Olís-deildinni í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna sem kynnt var á þriðjudaginn. Fylkiskonum er hins vegar spáð sama sæti og þær enduðu í á síðasta tímabili, því sjöunda. Thea Imani Sturludóttir, örvhent skytta Fylkisliðsins og einn allra efnilegasti leikmaður deildarinnar, segir að Árbæingar stefni á að gera betur í ár. „Okkar markmið er að gera betur en í fyrra. Við höfum bætt okkur á hverju ári og nú er markmiðið að taka næsta skref og verða eitt af toppliðunum,“ sagði Thea og bætti því við að það yrði frábært að ná heimaleikjarétti í úrslitakeppninni, en hann fellur í skaut fjögurra efstu liða deildarinnar. Thea, sem var valin efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar árið 2014, skoraði 115 mörk í 22 deildarleikjum með Fylki á síðasta tímabili og var í kjölfarið valin í A-landsliðið fyrir umspilsleiki gegn Svartfjallalandi og vináttulandsleiki gegn Póllandi. Hún kom að vísu ekki við sögu í þessum leikjum en sagði það hafa verið góða reynslu að fá að æfa með liðinu og vera í kringum það. „Það var mjög gaman að fá að æfa með svona góðum stelpum og sjá hvernig þetta lítur allt saman út,“ sagði Thea sem stefnir á að festa sig í sessi í landsliðinu á næstu árum. Thea er ekki bara öflug handboltakona en hún leggur einnig stund á frjálsar íþróttir og hefur gert í mörg ár: „Ég hef æft frjálsar með FH frá því ég var ung og það hefur gengið vel hingað til,“ sagði Thea sem einbeitir sér þó eingöngu að handboltanum á veturna. En hjálpar grunnurinn í frjálsum henni að einhverju leyti í handboltanum? „Þetta hjálpaði mér mikið í yngri flokkunum að hafa þennan grunn; hafa sprettina, köstin og allt það. Þetta hefur gagnast mér mikið. Olís-deild kvenna Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Olís-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar Fylkir sækir Stjörnuna heim. Stjarnan hefur tapað í lokaúrslitum undanfarin þrjú ár og var spáð 3. sætinu í Olís-deildinni í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna sem kynnt var á þriðjudaginn. Fylkiskonum er hins vegar spáð sama sæti og þær enduðu í á síðasta tímabili, því sjöunda. Thea Imani Sturludóttir, örvhent skytta Fylkisliðsins og einn allra efnilegasti leikmaður deildarinnar, segir að Árbæingar stefni á að gera betur í ár. „Okkar markmið er að gera betur en í fyrra. Við höfum bætt okkur á hverju ári og nú er markmiðið að taka næsta skref og verða eitt af toppliðunum,“ sagði Thea og bætti því við að það yrði frábært að ná heimaleikjarétti í úrslitakeppninni, en hann fellur í skaut fjögurra efstu liða deildarinnar. Thea, sem var valin efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar árið 2014, skoraði 115 mörk í 22 deildarleikjum með Fylki á síðasta tímabili og var í kjölfarið valin í A-landsliðið fyrir umspilsleiki gegn Svartfjallalandi og vináttulandsleiki gegn Póllandi. Hún kom að vísu ekki við sögu í þessum leikjum en sagði það hafa verið góða reynslu að fá að æfa með liðinu og vera í kringum það. „Það var mjög gaman að fá að æfa með svona góðum stelpum og sjá hvernig þetta lítur allt saman út,“ sagði Thea sem stefnir á að festa sig í sessi í landsliðinu á næstu árum. Thea er ekki bara öflug handboltakona en hún leggur einnig stund á frjálsar íþróttir og hefur gert í mörg ár: „Ég hef æft frjálsar með FH frá því ég var ung og það hefur gengið vel hingað til,“ sagði Thea sem einbeitir sér þó eingöngu að handboltanum á veturna. En hjálpar grunnurinn í frjálsum henni að einhverju leyti í handboltanum? „Þetta hjálpaði mér mikið í yngri flokkunum að hafa þennan grunn; hafa sprettina, köstin og allt það. Þetta hefur gagnast mér mikið.
Olís-deild kvenna Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira