Lífið

Sonur Jackie Chan dæmdur í fangelsi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá feðgana, Jaycee Chan og Jackie Chan.
Hér má sjá feðgana, Jaycee Chan og Jackie Chan.
Jaycee Chan, sonur Jackie Chan, hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi eftir að lögregla gerði 100 grömm af maríjúana upptæk á heimili hans.

Magnið sem var gert upptækt, í leit sem fór fram í ágúst síðastliðnum. var svo mikið að hann var dæmdur fyrir aðild að eiturlyfjaviðskiptum, því talið var sá skammtur sem fannst heima hjá honum væri ekki til einkaneyslu.

Hann hefði getað fengið allt að þriggja ára dóm, en dómarinn tók tillit til þess að hann var með hreina sakaskrá þegar hann var handtekinn.

Skömmu eftir handtöku sonar síns baðst Jackie Chan innilega afsökunnar. „Mér mistókst sem faðir. Ég ber ábyrgðina á þess og biðst afsökunar fyrir hönd Jaycee," sagði hann meðal annars í yfirlýsingu.

Sonur hans sagði við réttarhöldin að hann ætti skilið að fá refsingu. „Ég braut lögin og mér ætti að vera refsað. Þegar ég kem aftur út í samfélagið mun ég aldrei brjóta af mér aftur. Ég vil ekki valda fjölskyldu minni og vinum vonbrigðum aftur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×