Innlent

Virkum í athugasemdum veitt „sakaruppgjöf“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eggert Skúlason, annar af tveimur ritstjórum DV.
Eggert Skúlason, annar af tveimur ritstjórum DV. Vísir/GVA
Áramótaheit DV lýtur að því að vanda sig aðeins meira. Þetta kemur fram í leiðara ritstjórans Eggerts Skúlasonar í blaði dagsins. Leiðarinn ber titilinn „Tímamót - DV fer sínar eigin leiðir.“

Eggert segir að DV verði áfram frjálst og óháð blað og netmiðill sama þótt úrtöluraddir netheima „tröllist á öðru“. Þá verði teknar upp nýjar reglur varðandi athugasemdakerfið á DV.is, strangari reglur, í þeim tilgangi að bæta orðræðuna.

„Athugasemdakerfi DV hefur oftar en ekki verið skotspónn þeirra sem telja að umræðan á netinu sé fyrir neðan allar hellur og oft og tíðum ótæk. Auðvitað er það svo að oft er umræðan í þessu kerfi góð og jafnvel málefnaleg.“

Í tengslum við nýjar reglur verður þeim sem bannaðir hafa verið í athugasemdakerfinu leyft að reyna sig á nýjan leik.

„Um leið og reglurnar hafa verið kynntar ætlum við að veita þeim „sakaruppgjöf“ sem bannaðir hafa verið í athugasemdakerfinu, fram til þessa. Með því sitja allir við sama borð og geta tjáð sig og vita þá af nýjum reglum.“


Tengdar fréttir

Framsóknartengsl „helbert kjaftæði“

Eggert Skúlason svarar gagnrýni Jóhanns Páls Jóhannssyni og útskýrir hvers vegna fréttaskýring um Framsóknarflokkinn var færð í flokkinn "Skrýtið“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×