Innlent

Víða snjóþekja á vegum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björgunarsveitir til aðstoðar á heiðinni.
Björgunarsveitir til aðstoðar á heiðinni. vísir/vilhelm
Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum en snjóþekja, hálka eða hálkublettir á flestum vegum á Suðurlandi. Þó er þæfingur í Grafningnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Snjóþekja og hálka er bæði á Vesturlandi og Vestfjörðum og verið er að hreinsa vegi. Í augnablikið er þæfingur á Bröttubrekku en þungfært á Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði.

Snjóþekja er á vegum í Vestur-Húnavatnssýslu en annars er víða nokkur hálka á Norðurlandi. Greiðfært er frá Húsavík með ströndinni til Vopnafjarðar.

Á Austurlandi er víða nokkur hálka, einkum á fjallvegum og inn til landsins. Það er hálka eða hálkublettir á köflum með suðausturströndinni en snjóþekja í Öræfum og vestan þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×