Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. janúar 2015 19:00 Garðar Sigurvaldason, flugstjóri á sjúkraflugvél Mýflugs. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanáttinni, sem ríkti á flugvellinum. Það er ekki oft sem við sjáum flugvélarnar koma í aðflugi yfir Norðurmýri til lendingar á minnstu flugbrautinni, á flugmannamáli heitir hún 06/24. Fokker-vél Flugfélags Íslands var að koma frá Egilsstöðum með 47 farþega um borð en lendinguna má sjá hér í frétt Stöðvar 2. Það var reyndar allt ófært hjá Flugfélaginu fram til klukkan hálfellefu í morgun en eftir það var hægt að fljúga, með hjálp brautarinnar.Fokker-vél Flugfélags Íslands lendir á litlu neyðarbrautinni í dag, braut 24.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstjórinn í Egilsstaðafluginu, Ragnar Arnarson, sagði eftir lendingu að það hafi verið eini kosturinn að nota braut 24 við þessar aðstæður, vindurinn hafi verið 36 hnútar og nánast þvert á braut 19, lengstu brautina. „Annars væri bara ófært. Við værum þá sennilega annaðhvort í Keflavík eða flugið bara stopp,“ sagði Ragnar. Það reyndar lægði inn á milli og þá gripu flugmenn lengstu brautina, norður/suður, en svo hvessti aftur og þá var það aftur litla brautin, einnig nefnd neyðarbrautin. Borgaryfirvöld vildu að þessari flugbraut yrði lokað fyrir rúmu ári, um þarsíðustu áramót. Hún er hins vegar enn í notkun, óvíst er raunar hve lengi, en í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá sjúkraflugvél nýta hana til flugtaks.Sjúkraflugvél Mýflugs að aka í flugtaksstöðu á neyðarbrautinni í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta var vél frá Mýflugi og dagurinn annasamur í sjúkrafluginu, að sögn flugstjórans, Garðars Sigurvaldasonar. Fyrsta sjúkraflugið var með tvo sjúklinga frá Egilsstöðum, sem reyndar voru að koma frá sjúkrahúsinu á Norðfirði. Þegar viðtalið var tekið voru Garðar og áhöfn hans að leggja í flug til Húsavíkur að sækja sjúkling sem fara átti í hjartaþræðingu í Reykjavík. Síðan var áformað að sækja sjúkling til Hornafjarðar, sem einnig þurfti að fara til Reykjavíkur. Eftir það biðu tveir sjúklingar til að komast heim til sín til Vestmannaeyja úr Reykjavík. Loks var fyrirhugað að fljúga til Akureyrar.Ragnar Arnarson, flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstjórarnir sjá báðir þörf fyrir litlu brautina. „Tvímælalaust. Hún virkar sem neyðarbraut þegar hægt er að fljúga inn á hana og veðrið er þannig,“ sagði Garðar. „Þetta er nauðsynlegt upp á þessa daga sem við erum með þessa suðvestanátt að gera, til þess að hægt sé að fljúga, þá tel ég hana algerlega nauðsynlega,“ sagði Ragnar. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanáttinni, sem ríkti á flugvellinum. Það er ekki oft sem við sjáum flugvélarnar koma í aðflugi yfir Norðurmýri til lendingar á minnstu flugbrautinni, á flugmannamáli heitir hún 06/24. Fokker-vél Flugfélags Íslands var að koma frá Egilsstöðum með 47 farþega um borð en lendinguna má sjá hér í frétt Stöðvar 2. Það var reyndar allt ófært hjá Flugfélaginu fram til klukkan hálfellefu í morgun en eftir það var hægt að fljúga, með hjálp brautarinnar.Fokker-vél Flugfélags Íslands lendir á litlu neyðarbrautinni í dag, braut 24.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstjórinn í Egilsstaðafluginu, Ragnar Arnarson, sagði eftir lendingu að það hafi verið eini kosturinn að nota braut 24 við þessar aðstæður, vindurinn hafi verið 36 hnútar og nánast þvert á braut 19, lengstu brautina. „Annars væri bara ófært. Við værum þá sennilega annaðhvort í Keflavík eða flugið bara stopp,“ sagði Ragnar. Það reyndar lægði inn á milli og þá gripu flugmenn lengstu brautina, norður/suður, en svo hvessti aftur og þá var það aftur litla brautin, einnig nefnd neyðarbrautin. Borgaryfirvöld vildu að þessari flugbraut yrði lokað fyrir rúmu ári, um þarsíðustu áramót. Hún er hins vegar enn í notkun, óvíst er raunar hve lengi, en í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá sjúkraflugvél nýta hana til flugtaks.Sjúkraflugvél Mýflugs að aka í flugtaksstöðu á neyðarbrautinni í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta var vél frá Mýflugi og dagurinn annasamur í sjúkrafluginu, að sögn flugstjórans, Garðars Sigurvaldasonar. Fyrsta sjúkraflugið var með tvo sjúklinga frá Egilsstöðum, sem reyndar voru að koma frá sjúkrahúsinu á Norðfirði. Þegar viðtalið var tekið voru Garðar og áhöfn hans að leggja í flug til Húsavíkur að sækja sjúkling sem fara átti í hjartaþræðingu í Reykjavík. Síðan var áformað að sækja sjúkling til Hornafjarðar, sem einnig þurfti að fara til Reykjavíkur. Eftir það biðu tveir sjúklingar til að komast heim til sín til Vestmannaeyja úr Reykjavík. Loks var fyrirhugað að fljúga til Akureyrar.Ragnar Arnarson, flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstjórarnir sjá báðir þörf fyrir litlu brautina. „Tvímælalaust. Hún virkar sem neyðarbraut þegar hægt er að fljúga inn á hana og veðrið er þannig,“ sagði Garðar. „Þetta er nauðsynlegt upp á þessa daga sem við erum með þessa suðvestanátt að gera, til þess að hægt sé að fljúga, þá tel ég hana algerlega nauðsynlega,“ sagði Ragnar.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira