Erlent

Le Pen vill taka upp dauðarefsingu í Frakklandi á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Marine Le Pen, leiðtogi Front National.
Marine Le Pen, leiðtogi Front National. Vísir/AFP
Marine Le Pen, leiðtogi Front National, vill að Frakkar fái tækifæri til að kjósa um hvort taka beri upp dauðarefsingu að nýju í landinu. Sjálf segist hún á þeirri skoðun að möguleiki á dauðarefsingu eigi að vera til staðar.

Forsetakosningar fara fram í landinu árið 2017 og segist Le Pen ætla að tryggja að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram, verði hún kjörin forseti. Front National hefur barist hart gegn auknum fjölda innflytjenda til Frakklands síðustu ár.

Ummæli Le Pen koma í kjölfar hryðjuverkaárásar tveggja manna á ritstjórnarskrifstofu tímaritsins Charlie Hebdo í gær. Tólf manns létust og ellefu særðust í árásinni.

Dauðadefsing var afnumin í Frakklandi árið 1981.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×