Erlent

Óttast að tvö þúsund hafi látist í árásum Boko Haram í vikunni

Atli Ísleifsson skrifar
Illa hefur gengið að stöðva framgang hryðjuverkasamtakanna Boko Haram.
Illa hefur gengið að stöðva framgang hryðjuverkasamtakanna Boko Haram. Vísir/AFP
Óttast er að allt að tvö þúsund manns hafi látist í árásum hryðjuverkasamtakanna Boko Haram á bæinn Baga í norð-austur Nígeríu.

Heimildarmaður breska ríkisútvarpsins segir að liðsmenn Boko Haram hafi brennt niður stærstan hluta bæjarins Baga fyrr í dag, en þeir náði herstöð við nærri bænum á sitt vald um síðustu helgi.

Borgin Baga er staðsett í norð-austurhluta Nígeríu, nærri landamærunum Tsjad.

Liðsmenn Boko Haram hófu árásir sínar í landinu árið 2009 en markið samtakanna er að koma á íslömsku ríki. Liðsmenn samtakanna hafa náð valdi á fjölda borga og bæja í norðausturhluta Nígeríu síðasta árið.

Musa Alhaji Bukar, talsmaður yfirvalda, segir í samtali við BBC að fólk sem hafi flúið bæinn sem sé nú „varla til staðar“ eftir árásina. Íbúar Baga hafa verið um 10 þúsund talsins. „Bærinn hefur verið brenndur,“ segir Bukar.

Í frétt BBC kemur fram að þeim sem flúðu hafi ekki tekist að grafa hina látnu og lík lágu nú eigs og hráviði á götum bæjarins. Bukar segir að Boko Haram ráði nú yfir Baga og sextán nálægum bæjum.

Stjórnarhermenn flúðu herstöðina í Baga á laugardaginn eftir áhlaup liðsmanna Boko Haram. Sameiginlegt herlið Nígeríu, Tsjad og Níger hafðist að í herstöðinni.

Þúsundir hafa flúið Baga síðustu daga og hafa margir leitað til Maiduguri, höfuðborgar Borno-héraðs, og aðrir til nágrannaríkisins Tsjad. Fjöldi fólks er sagt hafa drukknað þegar þeir reyndu að komast yfir Tsjad-vatn á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×