Þau taka þátt í Eurovision Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2015 14:15 Daníel, Bjarni Hall, Björn Jörundur, Friðrik Dór, María Björk og Regína Ósk eru meðal þeirra sem taka þátt í undankeppninni í ár. vísir Í dag var tilkynnt hvaða tólf lög hafa verið valin í undankeppni Eurovision 2015 hér á landi. Nöfn þeirra höfunda og flytjenda sem keppa til sigurs voru opinberuð á blaðamannafundi í Útvarpshúsinu. Þátttakendur voru viðstaddir fundinn. Tvær undankeppnir fara fram í beinni útsendingu frá Háskólabíói laugardagana 31. janúar og 7. febrúar. Sex lög keppa hvort kvöld. Úrslitin fara síðan fram laugardaginn 14. febrúar, einnig í beinni útsendingu frá Háskólabíói. Vinningslagið verður framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Vín í Austurríki dagana 19., 21. og 23. maí 2015. Alls bárust 258 lög í keppnina. Lögin sem valin voru til keppninnar í ár eru afar fjölbreytt í tónlistarstíl. Höfundar og flytjendur eru sumir hverjir margreyndir en aðrir hafa ekki áður komið við sögu Söngvakeppninnar. Yngsti höfundurinn er aðeins 16 ára. Kynnar keppninnar í ár eru þær Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Guðrún Dís Emilsdóttir og Salka Sól Eyfeld.Söngvakeppnin 2015Lögin, höfundar og flytjendur:1. Aldrei of seint Lag: María Björk Sverrisdóttir, Marcus Frenell og Sarah Reede Texti: María Björk Sverrisdóttir og Regína Ósk Óskarsdóttir Flytjandi: Regína Ósk2. Ást eitt augnablik Lag og texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson Flytjandi: Stefanía Svavarsdóttir Stefanía tók þátt í keppninni 2013 þar sem hún söng lagið „Til þín“ ásamt Jógvan Hansen.3. Brotið gler Lag og texti: Axel Árnason og Bjarni Lárus Hall Flytjandi: Bjarni Lárus Hall Bjarni Lárus er söngvarinn í Jeff Who, en hann er að taka þátt í fyrsta sinn.4. Fjaðrir Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir og Guðfinnur Sveinsson Flytjandi: SUNDAY (Hildur Kristín Stefánsdóttir, Guðfinnur Sveinsson, Vignir Rafn Hilmarsson og Helga Kristín Ingólfsdóttir) Hildur Kristín er söngkona í hljómsveitinni Rökkurró og er að keppa í Söngvakeppninni í fyrsta sinn. Er þó vön að syngja út um allan heim, söng meðal annars íslenska þjóðsönginn í Japan.5. Fyrir alla Lag: Daníel Óliver Sveinsson og Jimmy Åkerfors Texti: Daníel Óliver Sveinsson og Einar Ágúst Víðisson Flytjandi: CADEM (Daníel Óliver ásamt Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson) Daníel Óliver býr í Svíþjóð og er á samningi hjá Viktoria Ekeberg (https://victoriaekeberg.com/) Hann kemur fram með tveim sænskum söngkonum og dönsurum,6. Í kvöld Lag og texti: Elín Sif Halldórsdóttir Flytjandi: Elín Sif Halldórsdóttir Elín Sif er á fyrsta ári í MH og er að stíga sín fyrstu skref í tónsmíðum. Hún hefur tekið þátt í nokkrum höfundakeppnum og sigraði keppnina núna í haust í MH.7. Í síðasta skipti Lag: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og, Sæþór Kristjánsson Texti: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson, Sæþór Kristjánsson og Friðrik Dór Jónsson Flytjandi: Friðrik Dór Strákarnir í Stop Wait Go tóku þátt í fyrra með lagið „Dönsum burtu blús“, en núna eru þeir með tvö lög í keppninni. Friðrik Dór ætti að vera öllum kunnur, þó svo að þetta sé í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í Söngvakeppninni.8. Lítil skref Lag og texti: Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson Flytjandi: María Ólafsdóttir María hefur unnið þó nokkuð með Stop Wait Go, en einnig tekið þátt í fjölmörgum söngleikjum þegar hún var í Versló og í söngskemmtunum.9. Milljón augnablik Lagi: Karl Olgeir Olgeirsson Texti: Karl Olgeir Olgeirsson og Haukur Heiðar Hauksson Flytjandi: Haukur Heiðar Hauksson Karl Olgeirsson hefur tekið þátt nokkrum sinnum áður, en átti lagið „lífið kviknar á ný“ sem lenti í öðru sæti í fyrra. Núna hefur hann fengið til liðs við sig engan annan en Hauk Heiðar Hauksson, söngvarann í Diktu, en þetta verður í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í Söngvakeppninni.10. Myrkrið hljótt Lag: Arnar Ástráðsson Texti: Erna Hrönn Ólafsdóttir Flytjandi: Erna Hrönn Ólafsdóttir Bæði Arnar og Erna Hrönn hafa tekið þátt áður, bæði saman og í sitthvoru lagi. Þetta er þó í fyrsta sinn sem Erna Hrönn tekur þátt sem höfundur.11. Piltur og stúlka Lag og texti: Björn Þór Sigbjörnsson, Tómas Hermannsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson Flytjendur: Björn og félagar (Björn Jörundur Friðbjörnsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Hafrún Kolbeinsdóttir og Pétur Örn Guðmundsson. Björn Jörundur er flestum kunnur, en er þó að keppa í fyrsta sinn í Söngvakeppninni.12. Þú leitar líka að mér Lag: Ásta Björg Björgvinsdóttir Texti: Bergrún Íris Sævarsdóttir Flytjandi: HINEMOA (Ásta Björg Björgvinsdóttir, Rakel Pálsdóttir, Sindri Magnússon, Kristófer Nökkvi Sigurðarson, Gísli Páll Karlsson og Regína Lilja Magnúsdóttir) Höfundarnir áttu lagið „Eftir eitt lag“ sem Greta Mjöll flutti í keppninni í fyrra. Eurovision Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
Í dag var tilkynnt hvaða tólf lög hafa verið valin í undankeppni Eurovision 2015 hér á landi. Nöfn þeirra höfunda og flytjenda sem keppa til sigurs voru opinberuð á blaðamannafundi í Útvarpshúsinu. Þátttakendur voru viðstaddir fundinn. Tvær undankeppnir fara fram í beinni útsendingu frá Háskólabíói laugardagana 31. janúar og 7. febrúar. Sex lög keppa hvort kvöld. Úrslitin fara síðan fram laugardaginn 14. febrúar, einnig í beinni útsendingu frá Háskólabíói. Vinningslagið verður framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Vín í Austurríki dagana 19., 21. og 23. maí 2015. Alls bárust 258 lög í keppnina. Lögin sem valin voru til keppninnar í ár eru afar fjölbreytt í tónlistarstíl. Höfundar og flytjendur eru sumir hverjir margreyndir en aðrir hafa ekki áður komið við sögu Söngvakeppninnar. Yngsti höfundurinn er aðeins 16 ára. Kynnar keppninnar í ár eru þær Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Guðrún Dís Emilsdóttir og Salka Sól Eyfeld.Söngvakeppnin 2015Lögin, höfundar og flytjendur:1. Aldrei of seint Lag: María Björk Sverrisdóttir, Marcus Frenell og Sarah Reede Texti: María Björk Sverrisdóttir og Regína Ósk Óskarsdóttir Flytjandi: Regína Ósk2. Ást eitt augnablik Lag og texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson Flytjandi: Stefanía Svavarsdóttir Stefanía tók þátt í keppninni 2013 þar sem hún söng lagið „Til þín“ ásamt Jógvan Hansen.3. Brotið gler Lag og texti: Axel Árnason og Bjarni Lárus Hall Flytjandi: Bjarni Lárus Hall Bjarni Lárus er söngvarinn í Jeff Who, en hann er að taka þátt í fyrsta sinn.4. Fjaðrir Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir og Guðfinnur Sveinsson Flytjandi: SUNDAY (Hildur Kristín Stefánsdóttir, Guðfinnur Sveinsson, Vignir Rafn Hilmarsson og Helga Kristín Ingólfsdóttir) Hildur Kristín er söngkona í hljómsveitinni Rökkurró og er að keppa í Söngvakeppninni í fyrsta sinn. Er þó vön að syngja út um allan heim, söng meðal annars íslenska þjóðsönginn í Japan.5. Fyrir alla Lag: Daníel Óliver Sveinsson og Jimmy Åkerfors Texti: Daníel Óliver Sveinsson og Einar Ágúst Víðisson Flytjandi: CADEM (Daníel Óliver ásamt Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson) Daníel Óliver býr í Svíþjóð og er á samningi hjá Viktoria Ekeberg (https://victoriaekeberg.com/) Hann kemur fram með tveim sænskum söngkonum og dönsurum,6. Í kvöld Lag og texti: Elín Sif Halldórsdóttir Flytjandi: Elín Sif Halldórsdóttir Elín Sif er á fyrsta ári í MH og er að stíga sín fyrstu skref í tónsmíðum. Hún hefur tekið þátt í nokkrum höfundakeppnum og sigraði keppnina núna í haust í MH.7. Í síðasta skipti Lag: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og, Sæþór Kristjánsson Texti: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson, Sæþór Kristjánsson og Friðrik Dór Jónsson Flytjandi: Friðrik Dór Strákarnir í Stop Wait Go tóku þátt í fyrra með lagið „Dönsum burtu blús“, en núna eru þeir með tvö lög í keppninni. Friðrik Dór ætti að vera öllum kunnur, þó svo að þetta sé í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í Söngvakeppninni.8. Lítil skref Lag og texti: Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson Flytjandi: María Ólafsdóttir María hefur unnið þó nokkuð með Stop Wait Go, en einnig tekið þátt í fjölmörgum söngleikjum þegar hún var í Versló og í söngskemmtunum.9. Milljón augnablik Lagi: Karl Olgeir Olgeirsson Texti: Karl Olgeir Olgeirsson og Haukur Heiðar Hauksson Flytjandi: Haukur Heiðar Hauksson Karl Olgeirsson hefur tekið þátt nokkrum sinnum áður, en átti lagið „lífið kviknar á ný“ sem lenti í öðru sæti í fyrra. Núna hefur hann fengið til liðs við sig engan annan en Hauk Heiðar Hauksson, söngvarann í Diktu, en þetta verður í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í Söngvakeppninni.10. Myrkrið hljótt Lag: Arnar Ástráðsson Texti: Erna Hrönn Ólafsdóttir Flytjandi: Erna Hrönn Ólafsdóttir Bæði Arnar og Erna Hrönn hafa tekið þátt áður, bæði saman og í sitthvoru lagi. Þetta er þó í fyrsta sinn sem Erna Hrönn tekur þátt sem höfundur.11. Piltur og stúlka Lag og texti: Björn Þór Sigbjörnsson, Tómas Hermannsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson Flytjendur: Björn og félagar (Björn Jörundur Friðbjörnsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Hafrún Kolbeinsdóttir og Pétur Örn Guðmundsson. Björn Jörundur er flestum kunnur, en er þó að keppa í fyrsta sinn í Söngvakeppninni.12. Þú leitar líka að mér Lag: Ásta Björg Björgvinsdóttir Texti: Bergrún Íris Sævarsdóttir Flytjandi: HINEMOA (Ásta Björg Björgvinsdóttir, Rakel Pálsdóttir, Sindri Magnússon, Kristófer Nökkvi Sigurðarson, Gísli Páll Karlsson og Regína Lilja Magnúsdóttir) Höfundarnir áttu lagið „Eftir eitt lag“ sem Greta Mjöll flutti í keppninni í fyrra.
Eurovision Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“