Íslenski boltinn

Jörundur Áki safnar gömlum Blikum hjá Fylki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sandra Sif Magnúsdóttir handsalar samninginn.
Sandra Sif Magnúsdóttir handsalar samninginn. Mynd/Fylkir/Einar Ásgeirsson
Jörundur Áki Sveinsson, nýráðinn þjálfari kvennaliðs Fylkis í fótboltanum, hefur verið duglegur að fá til sín leikmenn sem spiluðu með Breiðabliki á sínum tíma.

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir samdi við Fylki í fyrr í vetur og í upphafi ársins hafa þær Berglind Björg Þorvalsdóttir og Sandra Sif Magnúsdóttir báðar skrifað undir samning við Árbæjarliðið.

Sandra Sif Magnúsdóttir er 26 ára gömul og endaði tímabilið hjá FH eftir að hafa yfirgefið Breiðablik um miðjan júlí. Hún hefur spilað 117 leiki í efstu deild þar af 108 þeirra fyrir Breiðablik. Sandra Sif gerði tveggja ára samning.

Berglind Björg Þorvalsdóttir er 22 ára gömul og spilaði með Breiðabliki síðasta sumar. Hún varð bandarískur háskólameistari með Florida State háskólanum í vetur. Berglind hefur skorað 51 mark í 100 leik í efstu deild en 71 af leikjunum hafa verið fyrir Breiðablik.

Jörundur Áki gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum 2000 og 2001. Aðstoðarþjálfari hans er Þóra Björg Helgadóttir sem er uppalin Bliki en spilaði stóran hluta ferils síns í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×