Innlent

Snjó festir á vegum með tilheyrandi hálku

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Um vestanvert landið verða krapahryðjurnar að éljum og snjó festir á vegum á láglendi með tilheyrandi hálku í hita nærri frostmarki. Eins síðar meir austur með suðurströndinni. Í fyrramálið verður víða SV-stormur og blint í éljunum, sérstaklega á fjallvegunum.

Færð og aðstæður

Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði en snjóþekja og éljagangur í Þrengslum en snjóþekja og snjókoma á Sandskeiði. Hálka, hálkublettir eða krapi er á öðrum leiðum á Suðurlandi þó er Hringvegurinn greiðfær frá Hveragerði að Vík.

Það er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á  Vesturlandi. Þæfingsærð og skafrenningur er á Bröttubrekku en hálka og éljagangur á Holtavörðuheiði.  Ófært er á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er hálka eða krapi á flestum leiðum og einhver éljagangur. Flughált er í Ísafjarðardjúpi. Þæfingsfærð og snjókoma er á Steingrímsfjarðarheiði og þæfingsfærð og skafrenningur á Þröskuldum.

Á Norðurlandi vestra er hálka og hálkublettir. Norðaustanlands er hálka eða hálkublettir en þar er einnig víða orðið greiðfært, einkum við ströndina. Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði.

Það er hálka eða hálkublettir og sumstaðar snjókoma á vegum á Austurlandi Hálkublettir eru á suðausturströndinni.

Veðurvefur Vísis






Fleiri fréttir

Sjá meira


×