Lífið

Af hverju prumpum við oftar í flugvélum?

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Maginn þenst út í flugi.
Maginn þenst út í flugi. Vísir/Getty
Danski prófessorinn Jacob Rosenberg hefur mikið velt því fyrir sér af hverju meðalmaðurinn prumpar oftar í flugvélum en á jörðu niðri. Áhugi hans á málinu kviknaði þegar hann átti flug til Nýja-Sjálands og fannst maginn sinn hafa stækkað á meðan hann var um borð flugvélarinnar.

Þegar hann leit á tóma vatnsflösku sem hann var með í tösku sinni sá hann að hún hafði þanist út. Hinn lági loftþrýstingur um borð gerði það að verkum. Og hann telur að maginn hefði sér eins, þenjist út um borð.

„Síðan þá hef ég pælt mikið í því af hverju fólk prumpar oftar í flugi. Munurinn er mikill,“ segir hann í samtali við BBC og heldur áfram:

„Þegar maður ræðir við fólk rennur upp fyrir manni að allir kannast við þetta vandamál, allir hafa fundið vonda lykt um borð í flugvélum.“

Rosenberg segir einfalda eðlisfræði liggja að baki aukins vindgangs í flugi. „Loftþrýstingurinn lækkar og loftið veldur þess að svæðið sem það er á þenst út.“

Rosenberg segir að meðalmaðurinn prumpi tíu sinnum á sólarhring. Fólk leysir vind vegna þess að það gleypir loft og vegna þess að líkaminn brýtur niður ómelta fæðu. Fæðutegundir eru mis vindlosandi. Fæða sem er trefjarík, er með miklum sykri, eða sterkjuríkar valda vindgangi. Meðal maðurinn losar einn og hálfan lítra af lofti á dag í formi vindgangs og ropa.  Í flugi verður þessi eini og hálfi lítri að fá 30% meira pláss og þess vegna þenst magi fólks út í flugi.

Rosenberg mælir ekki með því að fólk haldi í sér prumpi, sér í lagi eldra fólk.

Til þess að bregðast við þessu hafa flugvélaframleiðendur gripið til þess að hafa nota kol í loftsíur sínar. Kol draga í sig mikla lykt og geta því dregið úr þeirri lykt sem fylgir vindgangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×