Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2015 15:59 Halldór Baldursson efast um að til sé það land sem flaggi skopmyndum jafn mikið og Frakkland. Vísir/GVA „Ég er í hálfgerði sjokki Ég er enn að melta þetta. Að einhver skuli ráðast með svona svívirðilegum hætti á sjálft málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd, skopmyndateikningar... Ég er enn að melta þetta,“ segir Halldór Baldursson, skopmyndateiknari Fréttablaðsins, í samtali við Vísi. „Að einhverjum skuli detta þetta í hug – og ekki í fyrsta sinn þar sem þetta kemur í beinu framhaldi af atburðunum tengdum Jyllands-Posten árið 2005 – og þetta skuli hafa sprungið út í þessu voðaverki. Ég er enn að melta það, hvernig það geti gerst,“ segir Halldór. Halldór segist ekki hafa þekkt persónulega til þessara teiknara sem létust í árásinni. „En þetta eru einhverjir þekktustu teiknararnir í Frakklandi og þarna ríkir mikil hefð fyrir skopmyndatekningum. Ég efast um að til sé land sem flaggi skopmyndum jafn mikið og Frakkland, þar sem hefðin er jafn rík og hvar meiri virðing sé borin fyrir þessum tjáningarmiðli. Það er þá kannski ekki tilviljun að svona tilræði komi einmitt þarna fram. Ég skal ekki segja.“ Halldór segist draga þá ályktun að árásin tengist á einhvern hátt trúarbrögðum og að það sé alveg skýrt í hans huga að trúarbrögð falli undir málaflokk sem má gagnrýna. „Þetta eru samfélagslegar stofnanir og nátengdar pólitík og lífi fólks. Auðvitað eiga skopmyndir að fjalla um trúarbrögð og gagnrýna. Það var eiginlega sorglegt í eftirmála Jyllands Posten-málsins að fólk skyldi ekki standa einhuga á bakvið teiknarana sem þar voru. Við sjáum nú hvað er mikilvægt að standa vörð um tjáningarfrelsið og fá að skopast með hvaða opinbert og samfélagslegt mál sem er.“Ertu sjálfur byrjaður að huga að þeirri mynd sem mun birtast í Fréttablaðinu á morgun?„Já, ég er komin með myndina í kollinn. Við skulum bara bíða og sjá til. Kannski skipti ég um skoðun.“ Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
„Ég er í hálfgerði sjokki Ég er enn að melta þetta. Að einhver skuli ráðast með svona svívirðilegum hætti á sjálft málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd, skopmyndateikningar... Ég er enn að melta þetta,“ segir Halldór Baldursson, skopmyndateiknari Fréttablaðsins, í samtali við Vísi. „Að einhverjum skuli detta þetta í hug – og ekki í fyrsta sinn þar sem þetta kemur í beinu framhaldi af atburðunum tengdum Jyllands-Posten árið 2005 – og þetta skuli hafa sprungið út í þessu voðaverki. Ég er enn að melta það, hvernig það geti gerst,“ segir Halldór. Halldór segist ekki hafa þekkt persónulega til þessara teiknara sem létust í árásinni. „En þetta eru einhverjir þekktustu teiknararnir í Frakklandi og þarna ríkir mikil hefð fyrir skopmyndatekningum. Ég efast um að til sé land sem flaggi skopmyndum jafn mikið og Frakkland, þar sem hefðin er jafn rík og hvar meiri virðing sé borin fyrir þessum tjáningarmiðli. Það er þá kannski ekki tilviljun að svona tilræði komi einmitt þarna fram. Ég skal ekki segja.“ Halldór segist draga þá ályktun að árásin tengist á einhvern hátt trúarbrögðum og að það sé alveg skýrt í hans huga að trúarbrögð falli undir málaflokk sem má gagnrýna. „Þetta eru samfélagslegar stofnanir og nátengdar pólitík og lífi fólks. Auðvitað eiga skopmyndir að fjalla um trúarbrögð og gagnrýna. Það var eiginlega sorglegt í eftirmála Jyllands Posten-málsins að fólk skyldi ekki standa einhuga á bakvið teiknarana sem þar voru. Við sjáum nú hvað er mikilvægt að standa vörð um tjáningarfrelsið og fá að skopast með hvaða opinbert og samfélagslegt mál sem er.“Ertu sjálfur byrjaður að huga að þeirri mynd sem mun birtast í Fréttablaðinu á morgun?„Já, ég er komin með myndina í kollinn. Við skulum bara bíða og sjá til. Kannski skipti ég um skoðun.“
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira