Handbolti

Síðasti séns gegn Svíum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron stýrir landsliðinu á æfingu.
Aron stýrir landsliðinu á æfingu. vísir/stefán
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari mun skera æfingahópinn niður um þrjá menn eftir Svíaleikinn á föstudag.

„Eins og staðan er í dag erum við að horfa á að taka sautján leikmenn með til Katar," segir Aron en hann má vera með sextán menn í hópnum og einn leikmaður verður þá að sitja upp í stúku á meðan.

Heimilt er að gera tvær breytingar á leikmannahópnum meðan á mótinu stendur.

„Ég mun leyfa svona fjórum leikmönnum sem eru vanir að spila mikið að hvíla gegn Svíum. Aðrir leikmenn fá þá tækifæri í þeim leik. Meiningin er að standa eftir með sautján manna hóp eftir Svíaleikinn."

Það er því síðasta tækifæri fyrir leikmenn að sanna sig í Svíaleiknum og munu strákarnir sem fá tækifæri í þeim leik líklega ekki gefa neitt eftir enda mikið undir.

Aron þjálfari vill heldur ekki sýna alla ásana sína í þeim leik enda mætir Ísland liði Svía í fyrsta leik sínum á HM í Katar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×