Erlent

Lak dómsdagsmyndbandi CNN

Atli Ísleifsson skrifar
Í innslaginu má sjá hersveit flytja sálminn „Hærra, minn Guð, til þín“.
Í innslaginu má sjá hersveit flytja sálminn „Hærra, minn Guð, til þín“.
Fyrrum starfsnemi á sjónvarpsstöðinni CNN hefur lekið myndbandi á netið sem hann segir sjónvarpsstöðina munu sýna við endalok heimsins. CNN hefur ekki staðfest fréttirnar.

Í innslaginu má sjá hersveit flytja sálminn „Hærra, minn Guð, til þín“, sálminn sem hljómsveitin á skipinu Titanic er sögð hafa spilað þegar skipið sökk.

„Við hefjum útsendingu þann 1. júní og munum halda áfram allt til loka heimsins. Þegar að því kemur munum við spila „Hærra, minn Guð, til þín” áður en við hættum útsendingu,“ sagði Ted Turner, stofnandi CNN, árið 1980 þegar stöðin var hleypt af stokkunum, á þeim tíma þegar kalda stríðið stóð yfir.

Michael Ballaban var starfsnemi á sjónvarpsstöðinni árið 2009 og segist hafa heyrt um myndbandið á þeim tíma. Dagblaðið Telegraph segir að hann hafi haft uppi á myndskeiðinu í myndasafni sjónvarpsstöðvarinnar.

Turner hefur enn ekki tjáð sig um upplyýsingarnar. Á þeim tíma sem hann lét orðin falla árið 1980 stóð kalda stríðið yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×