Tilbúin að fyrirgefa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. janúar 2015 23:54 „Þau munu örugglega koma til mín einn daginn, þó það sé ekki fyrr en eftir tíu ár, og segja fyrirgefðu og ég er alveg tilbúin að taka við afsökunarbeiðninni. Maður verður að geta fyrirgefið líka. Ég veit að þeim líður líka illa og þau þurfa aðstoð og þess vegna er ég tilbúin til að fyrirgefa þeim.“ Þetta sagði hin fjórtán ára gamla Snædís Birta Ásgeirsdóttir, sem lögð hefur verið í grimmilegt einelti í fimm ár, í Íslandi í dag í kvöld. Saga hennar hefur vakið mikla athygli en hún opinberaði hana fyrst við Pressuna. Snædís hefur þrívegis skipt um skóla vegna eineltisins en sagan endurtekur sig ítrekað.„Allir að segja mér að drepa mig“ Eineltið fer að stórum hluta fram á internetinu og meðal annars í gegnum síðu sem kallast ask.fm og er afar vinsæl á meðal unglinga. Síðan virkar þannig að fólk skráir sig inn og þá geta aðrir innskráðir sent spurningar, undir nafni eða ekki. Fólk ræður því svo hvort það svari spurningunum eða sleppi því. Allt er þetta opið og geta allir fylgst með því sem þarna fer fram. „Ég var að fá fullt. Allir að segja mér að drepa mig og segja mér að ég sé svaka ljót og feit og fleira,“ sagði Snædís en síðuna opnaði hún eftir að hún heyrði að flestir samnemendur hennar væru inni á síðunni. Þá hafði hún verið nýbúin að skipta um skóla og þorði ekki að segja foreldrum sínum frá. Þeir hefðu haft nægar áhyggjur af henni. „Þau verða auðvitað leið og reið og ég ákvað að segja þeim ekki því þetta tekur á þau. Ég ákvað að hafa þetta bara hjá mér og reyna að vinna úr þessu sjálf en þetta var bara orðið svo mikið. Það var ekki hægt að fela þetta.“Foreldrar verði að vera raunsæir Eftir að internetið kom til sögunnar hefur einelti færst mikið í aukanna og orðið grófara. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir foreldra þurfa að fylgjast betur með börnunum sínum og þora að segja nei. Þeir þurfi að vera raunsæir. „Foreldrar trúa engu slæmu upp á börnin sín og mér finnst að við þurfum að vera raunsæ. Ég segi mjög oft við foreldra „rétt upp hönd ef þið luguð einhvern tímann að foreldrum ykkar“. Ég gerði það. [...] Við þurfum að fylgjast miklu betur með hvað þau eru að gera á netinu og tala um þetta við þau,“ sagði Vanda. Snædís Birta ætlar að taka einn dag í einu og vinna í sjálfri sér. Hestarnir hennar hafa hjálpað henni í gegnum erfiðleikana og hefur hún leitað á sjálfstyrkingarnámskeið sér til aðstoðar. En hverju ráðleggur hún þeim sem lenda í ofbeldi? „Segja frá. Það er mjög mikilvægt. Það er svo erfitt að vera með þetta einn, manni líður bara illa og maður getur ekki verið með eitthvað svona stórt einn og manni líður alltaf verr og verr. Það verður að segja frá, það er mikilvægast,“ segir Snædís. Hægt er að sjá viðtalið við Snædísi, móður hennar Drífu Viðarsdóttur, og Vöndu í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Vilja opna umræðuna um einelti á netinu Halldóra Guðjónsdóttir, leikkona og hótelstjóri, gerði stuttmynd um einelti með hópi unglinga. 6. janúar 2015 09:30 14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur lengi verið lögð í einelti og fer það að stórum hluta fram á internetinu. 5. janúar 2015 10:23 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Þau munu örugglega koma til mín einn daginn, þó það sé ekki fyrr en eftir tíu ár, og segja fyrirgefðu og ég er alveg tilbúin að taka við afsökunarbeiðninni. Maður verður að geta fyrirgefið líka. Ég veit að þeim líður líka illa og þau þurfa aðstoð og þess vegna er ég tilbúin til að fyrirgefa þeim.“ Þetta sagði hin fjórtán ára gamla Snædís Birta Ásgeirsdóttir, sem lögð hefur verið í grimmilegt einelti í fimm ár, í Íslandi í dag í kvöld. Saga hennar hefur vakið mikla athygli en hún opinberaði hana fyrst við Pressuna. Snædís hefur þrívegis skipt um skóla vegna eineltisins en sagan endurtekur sig ítrekað.„Allir að segja mér að drepa mig“ Eineltið fer að stórum hluta fram á internetinu og meðal annars í gegnum síðu sem kallast ask.fm og er afar vinsæl á meðal unglinga. Síðan virkar þannig að fólk skráir sig inn og þá geta aðrir innskráðir sent spurningar, undir nafni eða ekki. Fólk ræður því svo hvort það svari spurningunum eða sleppi því. Allt er þetta opið og geta allir fylgst með því sem þarna fer fram. „Ég var að fá fullt. Allir að segja mér að drepa mig og segja mér að ég sé svaka ljót og feit og fleira,“ sagði Snædís en síðuna opnaði hún eftir að hún heyrði að flestir samnemendur hennar væru inni á síðunni. Þá hafði hún verið nýbúin að skipta um skóla og þorði ekki að segja foreldrum sínum frá. Þeir hefðu haft nægar áhyggjur af henni. „Þau verða auðvitað leið og reið og ég ákvað að segja þeim ekki því þetta tekur á þau. Ég ákvað að hafa þetta bara hjá mér og reyna að vinna úr þessu sjálf en þetta var bara orðið svo mikið. Það var ekki hægt að fela þetta.“Foreldrar verði að vera raunsæir Eftir að internetið kom til sögunnar hefur einelti færst mikið í aukanna og orðið grófara. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir foreldra þurfa að fylgjast betur með börnunum sínum og þora að segja nei. Þeir þurfi að vera raunsæir. „Foreldrar trúa engu slæmu upp á börnin sín og mér finnst að við þurfum að vera raunsæ. Ég segi mjög oft við foreldra „rétt upp hönd ef þið luguð einhvern tímann að foreldrum ykkar“. Ég gerði það. [...] Við þurfum að fylgjast miklu betur með hvað þau eru að gera á netinu og tala um þetta við þau,“ sagði Vanda. Snædís Birta ætlar að taka einn dag í einu og vinna í sjálfri sér. Hestarnir hennar hafa hjálpað henni í gegnum erfiðleikana og hefur hún leitað á sjálfstyrkingarnámskeið sér til aðstoðar. En hverju ráðleggur hún þeim sem lenda í ofbeldi? „Segja frá. Það er mjög mikilvægt. Það er svo erfitt að vera með þetta einn, manni líður bara illa og maður getur ekki verið með eitthvað svona stórt einn og manni líður alltaf verr og verr. Það verður að segja frá, það er mikilvægast,“ segir Snædís. Hægt er að sjá viðtalið við Snædísi, móður hennar Drífu Viðarsdóttur, og Vöndu í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Vilja opna umræðuna um einelti á netinu Halldóra Guðjónsdóttir, leikkona og hótelstjóri, gerði stuttmynd um einelti með hópi unglinga. 6. janúar 2015 09:30 14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur lengi verið lögð í einelti og fer það að stórum hluta fram á internetinu. 5. janúar 2015 10:23 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Vilja opna umræðuna um einelti á netinu Halldóra Guðjónsdóttir, leikkona og hótelstjóri, gerði stuttmynd um einelti með hópi unglinga. 6. janúar 2015 09:30
14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur lengi verið lögð í einelti og fer það að stórum hluta fram á internetinu. 5. janúar 2015 10:23