Pólitískur ómöguleiki lifir enn góðu lífi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 6. janúar 2015 19:06 vísir/stefán/hörður sveinsson Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segist reikna með því að tillaga um að draga ESB umsóknina formlega til baka verði að veruleika í janúar. Ríkisstjórn og þingflokkar eigi þó eftir að fjalla um málið. Hann segist ekki eiga von á því að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu verði inni í tillögunni um að draga aðildarumsóknina til baka. Þegar slík tillaga kom fram í janúar í fyrra olli það miklum titringi innan Sjálfstæðisflokksins og stjórnarliðar urðu afturreka með tillöguna sem var látin sofna í utanríkismálanefnd. Formaður Sjálfstæðisflokksins hafði þó ítrekað sagt í aðdraganda kosninga að hann teldi að þjóðin ætti að ákveða hvort framhald yrði á viðræðum og undirbúa ætti slíka þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ísland hefur því ennþá stöðu umsóknarríkis þótt hlé hafi verið gert á viðræðunum en nú boðar ríkisstjórnin að ný tillaga sé á leiðinni og Birgir Ármannsson segist telja að þar sé ekki sé gert ráð fyrir aðkomu þjóðarinnar frekar en fyrr. „Það var auðvitað ýmislegt sagt í aðdraganda kosninga en síðan er mynduð ríkisstjórn og hún mótar sér ákveðna stefnu,“ segir Birgir við Stöð 2. „Þegar tillagan kom fram í fyrravetur með tilstyrk beggja stjórnarflokkanna. Menn bentu á að það væri erfitt að koma því við með skynsamlegum hætti að ríkisstjórn væri falið verkefni sem hún væri í raun og veru andvíg. Það væri ákveðinn ómöguleiki í því eins og sagt var og frægt varð. Og það hefur ekkert breyst,“ segir Birgir Ármannsson. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að málið hafi verið Sjálfstæðisflokknum mjög erfitt í fyrra. „Það var víst samkomulag milli stjórnarflokkanna í vor þegar málið dó í nefnd, að það yrði lagt fram aftur á þessu þingi.“ Hún segir að margir telji rétt að ljúka málinu meðan það eru tvö ár í kosningar þar sem það sé enn heitt og umdeilt. Stefanía segir að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi ályktað um að slíta bæri viðræðum en hafa þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt yrði aftur um aðild. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafi hinsvegar skrumskælt þetta og boðað að viðræðum yrði ekki slitið án þjóðaratkvæðagreiðslu. Raunveruleg stefna flokksins hafi því verið mjög loðin í huga hins almenna kjósanda. Hún segir að sjónarmið meirihluta sjálfstæðismanna séu sú að þjóðin græði ekkert á þessum viðræðum. Það séu hinsvegar áhrifamiklir sjálfstæðismenn, meðal annars úr atvinnulífinu sem tali fyrir viðræðum. „En Sjálfstæðisflokkurinn vill auðvitað vera breiðfylking á hægri vængnum vill ekki missa stuðningsmenn. Það er skjálfti í mönnum varðandi þetta mál. Enn hvort það verður jafnmikill jarðskjálfti og í fyrra það skal ósagt látið. Það má vera að vægi þessa málaflokks hafi aðeins minnkað í hugum fólks,“ segir Stefanía Óskarsdóttir. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segist reikna með því að tillaga um að draga ESB umsóknina formlega til baka verði að veruleika í janúar. Ríkisstjórn og þingflokkar eigi þó eftir að fjalla um málið. Hann segist ekki eiga von á því að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu verði inni í tillögunni um að draga aðildarumsóknina til baka. Þegar slík tillaga kom fram í janúar í fyrra olli það miklum titringi innan Sjálfstæðisflokksins og stjórnarliðar urðu afturreka með tillöguna sem var látin sofna í utanríkismálanefnd. Formaður Sjálfstæðisflokksins hafði þó ítrekað sagt í aðdraganda kosninga að hann teldi að þjóðin ætti að ákveða hvort framhald yrði á viðræðum og undirbúa ætti slíka þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ísland hefur því ennþá stöðu umsóknarríkis þótt hlé hafi verið gert á viðræðunum en nú boðar ríkisstjórnin að ný tillaga sé á leiðinni og Birgir Ármannsson segist telja að þar sé ekki sé gert ráð fyrir aðkomu þjóðarinnar frekar en fyrr. „Það var auðvitað ýmislegt sagt í aðdraganda kosninga en síðan er mynduð ríkisstjórn og hún mótar sér ákveðna stefnu,“ segir Birgir við Stöð 2. „Þegar tillagan kom fram í fyrravetur með tilstyrk beggja stjórnarflokkanna. Menn bentu á að það væri erfitt að koma því við með skynsamlegum hætti að ríkisstjórn væri falið verkefni sem hún væri í raun og veru andvíg. Það væri ákveðinn ómöguleiki í því eins og sagt var og frægt varð. Og það hefur ekkert breyst,“ segir Birgir Ármannsson. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að málið hafi verið Sjálfstæðisflokknum mjög erfitt í fyrra. „Það var víst samkomulag milli stjórnarflokkanna í vor þegar málið dó í nefnd, að það yrði lagt fram aftur á þessu þingi.“ Hún segir að margir telji rétt að ljúka málinu meðan það eru tvö ár í kosningar þar sem það sé enn heitt og umdeilt. Stefanía segir að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi ályktað um að slíta bæri viðræðum en hafa þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt yrði aftur um aðild. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafi hinsvegar skrumskælt þetta og boðað að viðræðum yrði ekki slitið án þjóðaratkvæðagreiðslu. Raunveruleg stefna flokksins hafi því verið mjög loðin í huga hins almenna kjósanda. Hún segir að sjónarmið meirihluta sjálfstæðismanna séu sú að þjóðin græði ekkert á þessum viðræðum. Það séu hinsvegar áhrifamiklir sjálfstæðismenn, meðal annars úr atvinnulífinu sem tali fyrir viðræðum. „En Sjálfstæðisflokkurinn vill auðvitað vera breiðfylking á hægri vængnum vill ekki missa stuðningsmenn. Það er skjálfti í mönnum varðandi þetta mál. Enn hvort það verður jafnmikill jarðskjálfti og í fyrra það skal ósagt látið. Það má vera að vægi þessa málaflokks hafi aðeins minnkað í hugum fólks,“ segir Stefanía Óskarsdóttir.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira