Innlent

Erfitt að stemma stigu við magakveisu á Landspítala

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Bráð magapest af völdum nóróveiru veldur usla á Landspítalanum og bætist ofan á vandræði vegna læknaverkfalls. Loka þurfti krabbameinsdeild spítalans um tíma og setja sjúklinga í einangrun vegna sýkingarinnar. Tólf eru veikir á Landakoti en það er sú deild sem harðast varð úti í dag.

Um níutíu prósent sjúklinga á Landspítalanum þurfa að deila salerni með öðrum og 75 prósent eru með öðrum sjúklingum í herbergi. Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans segir þetta bjóða bjóða hættunni heim þegar upp komi skæðir smitsjúkdómar eins og Nóró-veiran sem nú herjar á spítalann. Spítalinn hefur yfir fáum einangrunarherbergjum að ráða og getur því síður lokað fyrir nýsmit.

Sýkingar af völdum Nóró-veiru koma upp á hverju ári en í ár hefur veiran verið sérlega skæð og skapað álag, bæði vegna sjúklinga sem veikjast sem og starfsfólks og fólks sem leitar á bráðamóttöku með sýkingu. Veiran er bráðsmitandi og getur borist manna á milli með andrúmsloftinu eða snertingu, einnig er algengt að hún berist með mat eða menguðu drykkjarvatni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×