Lífið

Dádýr hefndi sín á 72 ára veiðimanni

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Getty
Kvenkyns dádýr hefndi sín á 72 ára veiðimanni og réðst á hann eftir að veiðimaðurinn skaut dádýrið með örvum, en hann var vopnaður lásboga.

Atvikið átti sér stað í Wisconsin í Bandaríkjunum. Veiðimaðurinn skaut dádýrið á föstudeginum og ætlaði að vitja veiðifengsins á föstudagskvöldið síðastliðið. Þá beið dýrið eftir honum og réðst á hann.

Maðurinn var færður á spítala, eftir að dýrið sparkaði í höfuð hans, en ekki er vitað um afdrif mannsins að svo stöddu. Dýið slapp úr átökunum.

Það er mjög óalgengt að dádýr ráðist á mannfólk, en þau geta verið grimm á mökunartímabilum, þá sér í lagi karldýrin. Nokkur þekkt atvik af árásum dádýra á menn voru tekin saman í umfjöllun Washington Post. Þar voru rifjuð upp atvik í Kaliforníu-fylki árið 2005, þegar nokkur dádýr réðust á gæludýr og fólk. Talið var að árásirnar væru tilkomnar vegna þess að dýrin væru orðin aðþrengd í sínum híbýlum og að stofninn væri orðinn of stór fyrir landsvæðið sem dýrin bjuggu á.

Í suðurhluta Illinois-fylkis varð það þekkt að kvenkyns dádýr réðust á fólk til þess að vernda afkvæmi sín. Árið 2006 ákvað nemandi eins skóla að fara í mál við skólayfirvöld vegna þess að dádýr réðst á hann þar, hann taldi skólann ekki hafa gert nægilega mikið til þess að koma í veg fyrir árásina.

Líklega er þó þekktasta árás dádýr veiðimanns sú sem átti sér stað árið 2008, þegar karlkyns dýr réðst á Lynn Chestnut, veiðimann. Sá ætlaði sér að búa til flott veiðimyndband og spreyjaði þvagi úr kvenkyns dádýri til þess að laða karldýrin að sér. Það fór ekki vel; eitt karldýrið réðst hreinlega á hann.

Chestnut viðurkenndi í samtali við Animal Planet að það ætti ekki að spreyja  kvenkyns þvagi á sig og sagðist hafa reitt karldýrin til reiði með því. Atvikið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×