Aðeins 8 Bugatti Veyron eftir Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 14:15 Bugatti Veyron á bílasýningu í Tokyo. Það eru næstum 10 ár síðan Bugatti kynnti ofurbílinn Veyron og hefur hann nú selst í 442 eintökum. Það þýðir að aðeins eru eftir 8 slíkir bílar hjá Bugatti, en frá upphafi var gefið upp að aðeins yrðu framleiddir 300 bílar bílar, en sú tala breyttist í 450 bíla með tilkomu Veyron Grand Sport árið 2008. Ef taldar eru vikurnar frá kynningu bílsins kemur í ljós að svo til einn Bugatti Veyron hefur selst á viku hverri frá upphafi. Það þýðir að eftir um það bil 8 vikur verða þeir allir uppseldir. Þessir bílar eru sannarlega einstakir og hafa þótt verkfræðileg snilld, enda hefur hann sett mörg hraðametin. Hann á enn hraðamet meðal fjöldaframleiddra bíla, 431 km/klst og það tekur hann aðeins 2,2 sekúndur að ná 100 km hraða. Fyrir Bugatti Veyron Super Sport þarf að greiða skildinginn, en í Bretlandi kostar hann 379 milljónir króna. Bugatti vinnur nú að arftaka Veyron og hefur hann fengið nafnið Chiron og á að skarta 1.500 hestöflum, en Bugatti Veyron Sport er 1.200 hestöfl. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent
Það eru næstum 10 ár síðan Bugatti kynnti ofurbílinn Veyron og hefur hann nú selst í 442 eintökum. Það þýðir að aðeins eru eftir 8 slíkir bílar hjá Bugatti, en frá upphafi var gefið upp að aðeins yrðu framleiddir 300 bílar bílar, en sú tala breyttist í 450 bíla með tilkomu Veyron Grand Sport árið 2008. Ef taldar eru vikurnar frá kynningu bílsins kemur í ljós að svo til einn Bugatti Veyron hefur selst á viku hverri frá upphafi. Það þýðir að eftir um það bil 8 vikur verða þeir allir uppseldir. Þessir bílar eru sannarlega einstakir og hafa þótt verkfræðileg snilld, enda hefur hann sett mörg hraðametin. Hann á enn hraðamet meðal fjöldaframleiddra bíla, 431 km/klst og það tekur hann aðeins 2,2 sekúndur að ná 100 km hraða. Fyrir Bugatti Veyron Super Sport þarf að greiða skildinginn, en í Bretlandi kostar hann 379 milljónir króna. Bugatti vinnur nú að arftaka Veyron og hefur hann fengið nafnið Chiron og á að skarta 1.500 hestöflum, en Bugatti Veyron Sport er 1.200 hestöfl.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent