Bílaframleiðendur innkölluðu 60 milljónir bíla í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 12:30 Miklar innkallanir voru vegna gallaðra öryggispúða frá framleiðandanum Takata í Japan. Aldrei fyrr hafa bílaframleiðendur innkallað eins marga bíla á einu ári vegna galla eins og í fyrra. Alls nema innkallanir 60,5 milljónum bíla. Fyrra met var 30,8 milljónir bíla árið 2004. Fáir búast við því að þetta met í fyrra verði slegið í bráð. Afar víðtækir gallar í ræsibúnaði bíla frá General Motors og gallaðir öryggispúðar sem japanski framleiðandinn Takata seldi fjölmörgum bílaframleiðendum eiga stóran þátt í þessu metári innkallana. Sífellt harðari sektir sem lagðar hafa verið á bílframleiðendur sem bíða með að innkalla gallaða bíla sína hefur að auki haft þessi áhrif og tók hver framleiðandinn af öðrum þá ákvörðun í fyrra að innkalla bíla sína áður en að sektum eða slysum kæmi. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent
Aldrei fyrr hafa bílaframleiðendur innkallað eins marga bíla á einu ári vegna galla eins og í fyrra. Alls nema innkallanir 60,5 milljónum bíla. Fyrra met var 30,8 milljónir bíla árið 2004. Fáir búast við því að þetta met í fyrra verði slegið í bráð. Afar víðtækir gallar í ræsibúnaði bíla frá General Motors og gallaðir öryggispúðar sem japanski framleiðandinn Takata seldi fjölmörgum bílaframleiðendum eiga stóran þátt í þessu metári innkallana. Sífellt harðari sektir sem lagðar hafa verið á bílframleiðendur sem bíða með að innkalla gallaða bíla sína hefur að auki haft þessi áhrif og tók hver framleiðandinn af öðrum þá ákvörðun í fyrra að innkalla bíla sína áður en að sektum eða slysum kæmi.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent