Innlent

Hálka eða snjóþekja mjög víða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Hálkublettir eru á Reykjanesbraut en hálka og éljagangur austur yfir Hellisheiði og í Þrengslum en þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Hálka eða snjóþekja er annars mjög víða á Suður- og Suðvesturlandi.

Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum er þæfingur á fjallvegum og hluta til í Ísafjarðardjúpi annars er snjóþekja eða hálka á láglendi.

Á Norðurlandi vestra er hálka eða hálkublettir en mjög víða er orðið greiðfært. Norðaustanlands eru hálkublettir á köflum en þar er einnig víða orðið greiðfært, einkum við ströndina.

Það er hálka á vegum á Austurlandi en snjóþekja á Suðausturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×