„Ekki hvarflar að mér að gera Albaníu að fyrirmyndarlandi varðandi heilbrigðisþjónustu“ ingvar haraldsson skrifar 5. janúar 2015 22:01 Ásdís Halla Bragadóttir er talsmaður meira valfrelsi í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. vísir/pjetur Ásdís Halla Bragadóttir, framkvæmdastjóri Sinnum, segist hafa verið að benda á fáránleika þess að í Albaníu, landi sem Íslendingar hefðu ekki haft áhuga á að bera sig saman við, væri hægt að velja um fæðingarþjónustu þegar hún sagði að Albanía væri „ljósárum á undan í samkeppni í heilbrigðisþjónustu.“ Ásdís Halla lét ummælin falla á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í apríl síðastliðnum. Á fundinum bætti Ásdís Halla við að í Albaníu gætu foreldrar valið milli hefðbundins pakka, silfurpakka og gullpakka fyrir fæðingu barna. Á Íslandi væri hinsvegar einungis boðið upp á ríkispakkann. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason gerði ummælin að umtalsefni í pistli á Eyjunni og benti á að ungbarandauði hér á landi væri mun meiri í Albaníu en hér á landi. Á Íslandi látast 2 af 1000 innan við eins árs gömlum börnum en sambærileg tala í Albaníu væri 13 af 1000 fæddum börnum. „Ekki hvarflar að mér að gera Albaníu að fyrirmyndarlandi varðandi heilbrigðisþjónustu frekar en margt annað en hægt að samgleðjast þessari þjóð, sem farið hefur í gegnum miklar hremmingar, að margt hefur þar þróast til betri vegar,“ segir Ásdís Halla í færslu á Facebook þar sem hún bendir á að ungbarnadauði í Albaníu hafi verið þrisvar sinnum meiri við hrun kommúnismans um 1989. „Enn er hann margfaldur á við Ísland sem getur státað af því að vera með næstlægsta ungbarnadauða í heimi. Einungis Singapore er ofar á listanum en heilbrigðiskerfið þar þykir eitt hið skilvirkasta í heimi og einkarekstur þar er umtalsverður,“ segir hún.Var að benda á mikilvægi valfrelsisÞá segist Ásdís Halla hafa verið að benda á mikilvægi valfrelsis á sviði velferðarmála. Í Garðabæ gætu foreldrar valið leik- og grunnskóla fyrir börn sín og þeim fylgi fjármagn, óháð því hvort skólinn væri einka- eða ríkisrekinn. „Það þýðir að efnaminni börn geta líka valið einkaskóla eins og Hjallastefnuna en ekki bara börn þeirra efnameiri. Því miður er það þannig í öðrum sveitarfélögum, þar sem valfrelsi hefur ekki verið innleitt, að ef barn velur einkaskóla eins og Hjallastefnuna þá þarf það að greiða fyrir þjónustuna. Það takmarkar valfrelsi hinna efnaminni og stuðlar að stéttskiptingu þar sem einungis hinir efnameiri geta valið það sem þeir telja börnunum sínum best. Hvergi á Íslandi eru foreldrar ánægðari með leikskólana og grunnskólana en í Garðabæ en heilbrigð samkeppni á milli þeirra ýtir undir metnað og einstaklingsmiðaða þjónustu,“ segir hún. Ásdís Halla segir að sama skapi geti aukið valfrelsi á ákveðnum sviðum í heilbrigðisþjónustu ýtt undir gæði og bætta þjónustu. „Valfrelsi á þó ekki alls staðar við svo sem varðandi brýnustu og mikilvægustu þjónustu Landspítalans sem er og verður hjartað í íslenskri heilbrigðisþjónustu og þarf að njóta aukins stuðnings til þess að gegna mikilvægu hlutverki sínu.“Segir Egil sammála sérÁsdís Halla virðist raunar telja að Egill Helgason séu sammála en Egill segir í pistli sínum:,,Einkarekstur hefur alltaf verið stundaður í heilbrigðisþjónustu á Íslandi og einatt gefist ágætlega. Í þeim tilvikum er hið opinbera greiðandi þjónustunnar þannig að ekki er misskipting hvað varðar aðgang.” Hún bætir við að efla eigi þessa gerð einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu. „Mín skoðun er sú að við eigum að halda áfram að byggja á þessari reynslu í einkarekstri sem Egill vísar til, tryggja jafnan aðgang borgaranna í gegnum greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga og auka fjölbreytni og gæði íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Það tryggir ekki bara betri þjónustu við sjúklingana heldur gefur heilbrigðisstarfsfólki aukið val um starfsvettvang og eykur líkur á því að það kjósi að búa áfram á Íslandi,“ segir Ásdís Halla. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira
Ásdís Halla Bragadóttir, framkvæmdastjóri Sinnum, segist hafa verið að benda á fáránleika þess að í Albaníu, landi sem Íslendingar hefðu ekki haft áhuga á að bera sig saman við, væri hægt að velja um fæðingarþjónustu þegar hún sagði að Albanía væri „ljósárum á undan í samkeppni í heilbrigðisþjónustu.“ Ásdís Halla lét ummælin falla á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í apríl síðastliðnum. Á fundinum bætti Ásdís Halla við að í Albaníu gætu foreldrar valið milli hefðbundins pakka, silfurpakka og gullpakka fyrir fæðingu barna. Á Íslandi væri hinsvegar einungis boðið upp á ríkispakkann. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason gerði ummælin að umtalsefni í pistli á Eyjunni og benti á að ungbarandauði hér á landi væri mun meiri í Albaníu en hér á landi. Á Íslandi látast 2 af 1000 innan við eins árs gömlum börnum en sambærileg tala í Albaníu væri 13 af 1000 fæddum börnum. „Ekki hvarflar að mér að gera Albaníu að fyrirmyndarlandi varðandi heilbrigðisþjónustu frekar en margt annað en hægt að samgleðjast þessari þjóð, sem farið hefur í gegnum miklar hremmingar, að margt hefur þar þróast til betri vegar,“ segir Ásdís Halla í færslu á Facebook þar sem hún bendir á að ungbarnadauði í Albaníu hafi verið þrisvar sinnum meiri við hrun kommúnismans um 1989. „Enn er hann margfaldur á við Ísland sem getur státað af því að vera með næstlægsta ungbarnadauða í heimi. Einungis Singapore er ofar á listanum en heilbrigðiskerfið þar þykir eitt hið skilvirkasta í heimi og einkarekstur þar er umtalsverður,“ segir hún.Var að benda á mikilvægi valfrelsisÞá segist Ásdís Halla hafa verið að benda á mikilvægi valfrelsis á sviði velferðarmála. Í Garðabæ gætu foreldrar valið leik- og grunnskóla fyrir börn sín og þeim fylgi fjármagn, óháð því hvort skólinn væri einka- eða ríkisrekinn. „Það þýðir að efnaminni börn geta líka valið einkaskóla eins og Hjallastefnuna en ekki bara börn þeirra efnameiri. Því miður er það þannig í öðrum sveitarfélögum, þar sem valfrelsi hefur ekki verið innleitt, að ef barn velur einkaskóla eins og Hjallastefnuna þá þarf það að greiða fyrir þjónustuna. Það takmarkar valfrelsi hinna efnaminni og stuðlar að stéttskiptingu þar sem einungis hinir efnameiri geta valið það sem þeir telja börnunum sínum best. Hvergi á Íslandi eru foreldrar ánægðari með leikskólana og grunnskólana en í Garðabæ en heilbrigð samkeppni á milli þeirra ýtir undir metnað og einstaklingsmiðaða þjónustu,“ segir hún. Ásdís Halla segir að sama skapi geti aukið valfrelsi á ákveðnum sviðum í heilbrigðisþjónustu ýtt undir gæði og bætta þjónustu. „Valfrelsi á þó ekki alls staðar við svo sem varðandi brýnustu og mikilvægustu þjónustu Landspítalans sem er og verður hjartað í íslenskri heilbrigðisþjónustu og þarf að njóta aukins stuðnings til þess að gegna mikilvægu hlutverki sínu.“Segir Egil sammála sérÁsdís Halla virðist raunar telja að Egill Helgason séu sammála en Egill segir í pistli sínum:,,Einkarekstur hefur alltaf verið stundaður í heilbrigðisþjónustu á Íslandi og einatt gefist ágætlega. Í þeim tilvikum er hið opinbera greiðandi þjónustunnar þannig að ekki er misskipting hvað varðar aðgang.” Hún bætir við að efla eigi þessa gerð einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu. „Mín skoðun er sú að við eigum að halda áfram að byggja á þessari reynslu í einkarekstri sem Egill vísar til, tryggja jafnan aðgang borgaranna í gegnum greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga og auka fjölbreytni og gæði íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Það tryggir ekki bara betri þjónustu við sjúklingana heldur gefur heilbrigðisstarfsfólki aukið val um starfsvettvang og eykur líkur á því að það kjósi að búa áfram á Íslandi,“ segir Ásdís Halla.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira