Handbolti

Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Bjarki Már Gunnarsson stendur vaktina í vörninni í kvöld.
Bjarki Már Gunnarsson stendur vaktina í vörninni í kvöld. vísir/ernir
„Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins.

„Leikurinn okkar hrundi í gær en í kvöld náðum við að halda dampi út báða hálfleikana. Við fengum mörg hraðaupphlaup í bakið en vörnin var að halda ágætlega. Markvarslan var góð. Það er lítið hægt að kvarta.“

Bjarki lék ýmist með Vigni Svavarsson eða Sverra Jakobsson sér við hlið í vörninni í kvöld.

„Það er þvílíkt gaman að spila með þessum jöxlum. Maður verður bara að standa og fá áfram sénsinn. Ég ætla mér að vera þarna áfram.

„Það mátti alveg búast við vörninni sterkri. Við höfum aðallega æft varnarleik á æfingum. Sóknarleikurinn á eftir að slípast.

„Það er líka gott hvað markvarslan hefur verið stöðug. Þeir eru að taka bæði skot utan af velli og dauðafæri,“ sagði Bjarki.

Ísland hefur æft 3-2-1 vörn en notaði hana ekkert í kvöld.

„Við fengum í rauninni ekki tækifæri til þess. Við ætluðum að sjá til með að nota hana. Við förum yfir hana úti í staðin. Við höfum farið yfir vinnureglur og byrjað á þessu. Þetta er djörf vörn.

„Það er alltaf gott að geta brotið upp leikinn og fengið andstæðinginn til að slútta snemma. 3-2-1 vörnin er til þess,“ sagði Bjarki Már.


Tengdar fréttir

Alexander: Ég varð reiður í dag

"Ég er ágætur. Ég fékk nokkra daga í frí eftir erfiða fjóra mánuði í Þýskalandi. Ég er í góðu standi,“ sagði Alexander Petersson sem átti aftur góðan leik gegn Þýskalandi í kvöld þó gamlir axlardraugar hafi gert vart við sig í kvöld.

Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld

"Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld.

Aron: Greinilegar framfarir

Landsliðsþjálfarinn ánægður með sigurinn á Þýskalandi og frammistöðu leikmanna Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×