Lífið

Mauramaðurinn lítur dagsins ljós

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá Mauramanninn.
Hér má sjá Mauramanninn.
Fyrirtækið Marvel hefur sent frá sér sýnishorn af stiklu úr kvikmyndinni The Ant-Man, sem á að fara í kvikmyndahús í júlí í sumar.



Paul Rudd mun leika Mauramanninn; seinheppinn glæpamann sem fær óvænt þann hæfileika að geta minnkað sig en aukið styrkleika sinn til muna. Michael Douglas mun leika vísindamanninn sem bjó til tæknina til þess að minnka fólk.

Tökum á myndinni lauk í desember en henni er leikstýrt af Peyton Reed, sem leikstýrði myndinni The Break-Up. Áður hafði Edgar Wright, sem gerði Shaun of the Dead, átt að leikstýra myndinni, en hann hætti við og sagði að hann hefði aðra sýn en þeir sem áttu að starfa með honum að gerð myndarinnar.

Lengri stikla er væntanleg á morgun, en búist er við því að þessi mynd muni njóta mikilla vinsælda í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×