Fótbolti

Podolski mættur til Ítalíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Podolski við komuna til Ítalíu. Frekar hress stuðningsmaður með honum á myndinni.
Podolski við komuna til Ítalíu. Frekar hress stuðningsmaður með honum á myndinni. Vísir/Getty
Lukas Podolski, framherji Arsenal, er við það að ganga í raðir Inter Milan á láni frá Arsenal út tímabilið. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Þessi 29 ára gamli þýski landsliðsmaður hefur átt í vandræðum með að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Arsenal á þessu tímabili og hefur hugsað sér til hreyfings.

Inter bauð í Podolski í síðustu viku, en eins og Vísir greindi frá í gær þá var það tilboð farsakennt að mati Arsene Wenger, stjóra Arsenal.

Í morgun er svo talið að Podolski hafi gengist undir læknisskoðun, en hann lenti á Ítalíu í gær þar sem stuðningsmenn Inter voru mættir til að taka á móti honum.

Hent var treflum um háls hans, en talið er að hann gangi í raðir Inter fyrr en síðar.

Podolski er þriðji leikjahæsti leikmaður í sögu Þýskalands og einnig sá þriðji markahæsti. Hann var hluti af liðinu sem varð heimsmeistari í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×