Ódýrara að beina sjúklingum til Danmerkur Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 3. janúar 2015 11:15 Áætlaður kostnaður við ferðir sjúklinga í jáeindaskanna í Danmörku árið 2014 er 36 milljónir króna. Árið áður var hann 17 milljónir. Frá þessu greinir Helgi Guðbergsson, yfirtryggingalæknir hjá Sjúkratryggingum Íslands. Helgi segir Sjúkratryggingar vera með hagstæðan samning við danska ríkisspítalann. Samningurinn sé það hagstæður að það sé ódýrara að beina sjúklingum til Danmerkur en að kaupa jáeindaskanna til landsins. Samningurinn gerir ekki ráð fyrir því að það sé greitt fyrir fylgdarmann nema í allra erfiðustu tilfellunum. Hulda Hjálmarsdóttir, varaformaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem veikist af krabbameini segir æskilegra að meðferðin fari fram hér á landi fyrst ekki er greitt fyrir fylgdarmann. Sjúklingum þyki ferðalögin verulega erfið. „Jáeindaskanni er ekki til hér á Íslandi. Fólk er þá sent til Danmerkur þegar þörf er á. Stundum er fólk mjög veikt þegar það fer út og iðulega er ekki greitt fyrir fylgdarmann nema eitthvað mikið komi til. Þótt að þú standir í báðar fæturnar þá þýðir það ekki að þú sért reiðubúinn að fara í svona ferð. Þú ert að berjast við lífshættulegan sjúkdóm og það er erfitt að fara einn í svoleiðis ferð.“ Óhagræði og aukaálag fyrir sjúklinga Helgi tekur fram að kostnaðurinn við þessar ferðir og rannsóknir eigi eftir að halda áfram að hækka.Hann tekur undir sjónarmið Huldu um að það sé mikið óhagræði í því fyrir sjúklinga og meðferðaraðila að þurfa að senda alla utan og aukaálag á sjúklingana. Trúlega séu þessar rannsóknir ekki gerðar eins oft og æskilegt væri og færri sendir í þær en æskilegt er. Helgi segir ennfremur alltaf erfitt að meta hvað sé hagkvæmt og hvað ekki. Það væri klárlega ódýrara fyrir allflesta að fara að ferða sinna í leigubílum en að eiga bíl svo dæmi sé tekið.Kostnaður krabbameinssjúkra hefur aukist mjög undanfarin misseri að sögn Huldu og hún skynjar streitu hjá ungu fólki með krabbamein vegna þess. „Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi í dag. Við erum með sjúkratryggingar en það þarf iðulega að taka upp budduna. Jú þú færð afsláttarkort, en þetta kostar alltaf. Greiðslubyrði sjúklinga er orðin meiri en áður, segir Hulda en hún og félagar hennar í stuðningsfélaginu Krafti hafa tekið saman nokkur dæmi um kostnað krabbameinsveikra sem hafa greinst á síðasta og þar síðasta ári. Dæmi um kostnað krabbameinssjúkra tekin saman af Krafti: Íslenskur karlmaður á sextugsaldri greindist með lungnakrabba í Svíþjóð árið 2011.Kostnaður við krabbameinsmeðferð síðan þá: o kr. Íslensk kona, 38 ára einstæð móðir þriggja barna, öryrki. Greindist í júlí á síðasta ári með sjaldgæfa tegund krabbameins.Hefur greitt 250 þúsund krónur í kostnað þrátt fyrir öryrkjaafsláttarkort. 31 árs karlmaður greindist með krabbamein í eitlum árið 2011 í Frakklandi. Skurðaðgerð, lyfjameðferð og eftirfylgni síðan þá.Kostnaður við krabbameinsmeðferð síðan þá 0 kr. 27 ára íslenskur karlmaður í sambúð greindist fyrir tveimur árum. Hefur þurft að ganga í gegnum stífa eftirmeðferð síðan þá.Kostnaður; um 1.500.000 síðan við greiningu. Íslensk kona á fertugsaldri greindist með krabbamein í móðurlífi árið 2010 í Danmörku. Konan fékk viðeigandi meðferð ásamt sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfun.Kostnaður fyrir viðkomandi: 0 kr. Gift, þriggja barna móðir á Íslandi greindist í mars sl.Kostnaður síðan þá: 206. 361 krSkanninn. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Áætlaður kostnaður við ferðir sjúklinga í jáeindaskanna í Danmörku árið 2014 er 36 milljónir króna. Árið áður var hann 17 milljónir. Frá þessu greinir Helgi Guðbergsson, yfirtryggingalæknir hjá Sjúkratryggingum Íslands. Helgi segir Sjúkratryggingar vera með hagstæðan samning við danska ríkisspítalann. Samningurinn sé það hagstæður að það sé ódýrara að beina sjúklingum til Danmerkur en að kaupa jáeindaskanna til landsins. Samningurinn gerir ekki ráð fyrir því að það sé greitt fyrir fylgdarmann nema í allra erfiðustu tilfellunum. Hulda Hjálmarsdóttir, varaformaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem veikist af krabbameini segir æskilegra að meðferðin fari fram hér á landi fyrst ekki er greitt fyrir fylgdarmann. Sjúklingum þyki ferðalögin verulega erfið. „Jáeindaskanni er ekki til hér á Íslandi. Fólk er þá sent til Danmerkur þegar þörf er á. Stundum er fólk mjög veikt þegar það fer út og iðulega er ekki greitt fyrir fylgdarmann nema eitthvað mikið komi til. Þótt að þú standir í báðar fæturnar þá þýðir það ekki að þú sért reiðubúinn að fara í svona ferð. Þú ert að berjast við lífshættulegan sjúkdóm og það er erfitt að fara einn í svoleiðis ferð.“ Óhagræði og aukaálag fyrir sjúklinga Helgi tekur fram að kostnaðurinn við þessar ferðir og rannsóknir eigi eftir að halda áfram að hækka.Hann tekur undir sjónarmið Huldu um að það sé mikið óhagræði í því fyrir sjúklinga og meðferðaraðila að þurfa að senda alla utan og aukaálag á sjúklingana. Trúlega séu þessar rannsóknir ekki gerðar eins oft og æskilegt væri og færri sendir í þær en æskilegt er. Helgi segir ennfremur alltaf erfitt að meta hvað sé hagkvæmt og hvað ekki. Það væri klárlega ódýrara fyrir allflesta að fara að ferða sinna í leigubílum en að eiga bíl svo dæmi sé tekið.Kostnaður krabbameinssjúkra hefur aukist mjög undanfarin misseri að sögn Huldu og hún skynjar streitu hjá ungu fólki með krabbamein vegna þess. „Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi í dag. Við erum með sjúkratryggingar en það þarf iðulega að taka upp budduna. Jú þú færð afsláttarkort, en þetta kostar alltaf. Greiðslubyrði sjúklinga er orðin meiri en áður, segir Hulda en hún og félagar hennar í stuðningsfélaginu Krafti hafa tekið saman nokkur dæmi um kostnað krabbameinsveikra sem hafa greinst á síðasta og þar síðasta ári. Dæmi um kostnað krabbameinssjúkra tekin saman af Krafti: Íslenskur karlmaður á sextugsaldri greindist með lungnakrabba í Svíþjóð árið 2011.Kostnaður við krabbameinsmeðferð síðan þá: o kr. Íslensk kona, 38 ára einstæð móðir þriggja barna, öryrki. Greindist í júlí á síðasta ári með sjaldgæfa tegund krabbameins.Hefur greitt 250 þúsund krónur í kostnað þrátt fyrir öryrkjaafsláttarkort. 31 árs karlmaður greindist með krabbamein í eitlum árið 2011 í Frakklandi. Skurðaðgerð, lyfjameðferð og eftirfylgni síðan þá.Kostnaður við krabbameinsmeðferð síðan þá 0 kr. 27 ára íslenskur karlmaður í sambúð greindist fyrir tveimur árum. Hefur þurft að ganga í gegnum stífa eftirmeðferð síðan þá.Kostnaður; um 1.500.000 síðan við greiningu. Íslensk kona á fertugsaldri greindist með krabbamein í móðurlífi árið 2010 í Danmörku. Konan fékk viðeigandi meðferð ásamt sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfun.Kostnaður fyrir viðkomandi: 0 kr. Gift, þriggja barna móðir á Íslandi greindist í mars sl.Kostnaður síðan þá: 206. 361 krSkanninn.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira