Ódýrara að beina sjúklingum til Danmerkur Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 3. janúar 2015 11:15 Áætlaður kostnaður við ferðir sjúklinga í jáeindaskanna í Danmörku árið 2014 er 36 milljónir króna. Árið áður var hann 17 milljónir. Frá þessu greinir Helgi Guðbergsson, yfirtryggingalæknir hjá Sjúkratryggingum Íslands. Helgi segir Sjúkratryggingar vera með hagstæðan samning við danska ríkisspítalann. Samningurinn sé það hagstæður að það sé ódýrara að beina sjúklingum til Danmerkur en að kaupa jáeindaskanna til landsins. Samningurinn gerir ekki ráð fyrir því að það sé greitt fyrir fylgdarmann nema í allra erfiðustu tilfellunum. Hulda Hjálmarsdóttir, varaformaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem veikist af krabbameini segir æskilegra að meðferðin fari fram hér á landi fyrst ekki er greitt fyrir fylgdarmann. Sjúklingum þyki ferðalögin verulega erfið. „Jáeindaskanni er ekki til hér á Íslandi. Fólk er þá sent til Danmerkur þegar þörf er á. Stundum er fólk mjög veikt þegar það fer út og iðulega er ekki greitt fyrir fylgdarmann nema eitthvað mikið komi til. Þótt að þú standir í báðar fæturnar þá þýðir það ekki að þú sért reiðubúinn að fara í svona ferð. Þú ert að berjast við lífshættulegan sjúkdóm og það er erfitt að fara einn í svoleiðis ferð.“ Óhagræði og aukaálag fyrir sjúklinga Helgi tekur fram að kostnaðurinn við þessar ferðir og rannsóknir eigi eftir að halda áfram að hækka.Hann tekur undir sjónarmið Huldu um að það sé mikið óhagræði í því fyrir sjúklinga og meðferðaraðila að þurfa að senda alla utan og aukaálag á sjúklingana. Trúlega séu þessar rannsóknir ekki gerðar eins oft og æskilegt væri og færri sendir í þær en æskilegt er. Helgi segir ennfremur alltaf erfitt að meta hvað sé hagkvæmt og hvað ekki. Það væri klárlega ódýrara fyrir allflesta að fara að ferða sinna í leigubílum en að eiga bíl svo dæmi sé tekið.Kostnaður krabbameinssjúkra hefur aukist mjög undanfarin misseri að sögn Huldu og hún skynjar streitu hjá ungu fólki með krabbamein vegna þess. „Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi í dag. Við erum með sjúkratryggingar en það þarf iðulega að taka upp budduna. Jú þú færð afsláttarkort, en þetta kostar alltaf. Greiðslubyrði sjúklinga er orðin meiri en áður, segir Hulda en hún og félagar hennar í stuðningsfélaginu Krafti hafa tekið saman nokkur dæmi um kostnað krabbameinsveikra sem hafa greinst á síðasta og þar síðasta ári. Dæmi um kostnað krabbameinssjúkra tekin saman af Krafti: Íslenskur karlmaður á sextugsaldri greindist með lungnakrabba í Svíþjóð árið 2011.Kostnaður við krabbameinsmeðferð síðan þá: o kr. Íslensk kona, 38 ára einstæð móðir þriggja barna, öryrki. Greindist í júlí á síðasta ári með sjaldgæfa tegund krabbameins.Hefur greitt 250 þúsund krónur í kostnað þrátt fyrir öryrkjaafsláttarkort. 31 árs karlmaður greindist með krabbamein í eitlum árið 2011 í Frakklandi. Skurðaðgerð, lyfjameðferð og eftirfylgni síðan þá.Kostnaður við krabbameinsmeðferð síðan þá 0 kr. 27 ára íslenskur karlmaður í sambúð greindist fyrir tveimur árum. Hefur þurft að ganga í gegnum stífa eftirmeðferð síðan þá.Kostnaður; um 1.500.000 síðan við greiningu. Íslensk kona á fertugsaldri greindist með krabbamein í móðurlífi árið 2010 í Danmörku. Konan fékk viðeigandi meðferð ásamt sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfun.Kostnaður fyrir viðkomandi: 0 kr. Gift, þriggja barna móðir á Íslandi greindist í mars sl.Kostnaður síðan þá: 206. 361 krSkanninn. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Áætlaður kostnaður við ferðir sjúklinga í jáeindaskanna í Danmörku árið 2014 er 36 milljónir króna. Árið áður var hann 17 milljónir. Frá þessu greinir Helgi Guðbergsson, yfirtryggingalæknir hjá Sjúkratryggingum Íslands. Helgi segir Sjúkratryggingar vera með hagstæðan samning við danska ríkisspítalann. Samningurinn sé það hagstæður að það sé ódýrara að beina sjúklingum til Danmerkur en að kaupa jáeindaskanna til landsins. Samningurinn gerir ekki ráð fyrir því að það sé greitt fyrir fylgdarmann nema í allra erfiðustu tilfellunum. Hulda Hjálmarsdóttir, varaformaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem veikist af krabbameini segir æskilegra að meðferðin fari fram hér á landi fyrst ekki er greitt fyrir fylgdarmann. Sjúklingum þyki ferðalögin verulega erfið. „Jáeindaskanni er ekki til hér á Íslandi. Fólk er þá sent til Danmerkur þegar þörf er á. Stundum er fólk mjög veikt þegar það fer út og iðulega er ekki greitt fyrir fylgdarmann nema eitthvað mikið komi til. Þótt að þú standir í báðar fæturnar þá þýðir það ekki að þú sért reiðubúinn að fara í svona ferð. Þú ert að berjast við lífshættulegan sjúkdóm og það er erfitt að fara einn í svoleiðis ferð.“ Óhagræði og aukaálag fyrir sjúklinga Helgi tekur fram að kostnaðurinn við þessar ferðir og rannsóknir eigi eftir að halda áfram að hækka.Hann tekur undir sjónarmið Huldu um að það sé mikið óhagræði í því fyrir sjúklinga og meðferðaraðila að þurfa að senda alla utan og aukaálag á sjúklingana. Trúlega séu þessar rannsóknir ekki gerðar eins oft og æskilegt væri og færri sendir í þær en æskilegt er. Helgi segir ennfremur alltaf erfitt að meta hvað sé hagkvæmt og hvað ekki. Það væri klárlega ódýrara fyrir allflesta að fara að ferða sinna í leigubílum en að eiga bíl svo dæmi sé tekið.Kostnaður krabbameinssjúkra hefur aukist mjög undanfarin misseri að sögn Huldu og hún skynjar streitu hjá ungu fólki með krabbamein vegna þess. „Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi í dag. Við erum með sjúkratryggingar en það þarf iðulega að taka upp budduna. Jú þú færð afsláttarkort, en þetta kostar alltaf. Greiðslubyrði sjúklinga er orðin meiri en áður, segir Hulda en hún og félagar hennar í stuðningsfélaginu Krafti hafa tekið saman nokkur dæmi um kostnað krabbameinsveikra sem hafa greinst á síðasta og þar síðasta ári. Dæmi um kostnað krabbameinssjúkra tekin saman af Krafti: Íslenskur karlmaður á sextugsaldri greindist með lungnakrabba í Svíþjóð árið 2011.Kostnaður við krabbameinsmeðferð síðan þá: o kr. Íslensk kona, 38 ára einstæð móðir þriggja barna, öryrki. Greindist í júlí á síðasta ári með sjaldgæfa tegund krabbameins.Hefur greitt 250 þúsund krónur í kostnað þrátt fyrir öryrkjaafsláttarkort. 31 árs karlmaður greindist með krabbamein í eitlum árið 2011 í Frakklandi. Skurðaðgerð, lyfjameðferð og eftirfylgni síðan þá.Kostnaður við krabbameinsmeðferð síðan þá 0 kr. 27 ára íslenskur karlmaður í sambúð greindist fyrir tveimur árum. Hefur þurft að ganga í gegnum stífa eftirmeðferð síðan þá.Kostnaður; um 1.500.000 síðan við greiningu. Íslensk kona á fertugsaldri greindist með krabbamein í móðurlífi árið 2010 í Danmörku. Konan fékk viðeigandi meðferð ásamt sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfun.Kostnaður fyrir viðkomandi: 0 kr. Gift, þriggja barna móðir á Íslandi greindist í mars sl.Kostnaður síðan þá: 206. 361 krSkanninn.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira