Sprenging í Bergstaðastræti: „Toppframleiðandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. janúar 2015 15:34 "Þarna er kakan gölluð þegar verið er að skjóta henni upp,“ segir framkvæmdastjóri KR-flugelda um málið. „Okkar tryggingafélag er að skoða málið,“ segir Lúðvík Georgsson, framkvæmdastjóri KR-flugelda, sem flutti inn flugeldaköku sem sprakk með miklum látum í Bergstaðastræti um áramótin. Rætt var við Guðmund Aðalsteinsson, íbúa í Bergstaðastræti, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sem keypti þessa flugeldaköku. Á henni var tendrað skömmu fyrir miðnætti á gamlárskvöldi og reyndist hún vel í byrjun en sprakk síðan með þeim afleiðingum að Guðmundur skarst á andliti, tvö börn fengu skrámur og tjón varð á nærliggjandi húsum og bílum. „Niðurstaðan er sú að þarna er gölluð kaka sem springur eftir nokkur skot. Flugeldar eru ansi mikil handavinna, það er bara með öll mannanna verk að það geta reynst gallagripir sama hvað menn gera hlutina vel og þarna er kakan gölluð þegar verið er að skjóta henni upp,“ segir Lúðvík við Vísi um málið en hann segir KR-flugelda með ábyrgðartryggingu á flugeldunum sem eru fluttir inn.Lúðvík Georgsson með KR-flugelda.Vísir/Páll BergmannLúðvík setti sig í samband við íbúana í Bergstaðastræti sem munu vera í sambandi við tryggingafélagið sitt og tryggingafélag KR-flugelda. Hann segir mestu máli skipta að sýna aðgát við meðferð flugelda. Farið sé til að mynda fram á að menn séu í að minnsta kosti 25 metra fjarlægð frá þessum flugeldakökum eftir að tendrað hefur verið á þeim. Þá standi einnig á kökunni að hún sé eingöngu til notkunar utan húss og á stórum og opnum svæðum. „Aðalatriðið er að þarna urðu ekki alvarleg meiðsl, það er stóra málið,“ segir Lúðvík. Þessi kaka var flutt inn frá Kína og ætlar Lúðvík að vera í sambandi við framleiðandann vegna þessa atviks. „Það er ekkert sem ég geri í dag eða á morgun, ég hitti hann eftir nokkrar vikur og þá mun ég fara yfir þetta með honum. Við höfum verslað við þennan framleiðanda í 30 ár og hann hefur verið afskaplega traustur. Var meðal annars leiðandi í því að innleiða vestrænar aðferðir við flugeldaframleiðslu í Kína á sínum tíma. Flugeldarnir bötnuðu alveg geysilega, þetta er toppframleiðandi, það er ekki annað hægt að segja.“ Tengdar fréttir Fimm rúður brotnuðu og ljósakróna losnaði Öflug sprengja á Bergstaðastræti. 1. janúar 2015 09:17 Gölluð Tívolíbomba skapar stórhættu við Bergstaðastræti Flugeldar lýstu upp himininn yfir miðborg Reykjavíkur og þeir sem fylgdust með flugeldunum hjá Hallgrímskirkju höfðu á orði að sjaldan hefði meira verið sprengt. 1. janúar 2015 18:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
„Okkar tryggingafélag er að skoða málið,“ segir Lúðvík Georgsson, framkvæmdastjóri KR-flugelda, sem flutti inn flugeldaköku sem sprakk með miklum látum í Bergstaðastræti um áramótin. Rætt var við Guðmund Aðalsteinsson, íbúa í Bergstaðastræti, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sem keypti þessa flugeldaköku. Á henni var tendrað skömmu fyrir miðnætti á gamlárskvöldi og reyndist hún vel í byrjun en sprakk síðan með þeim afleiðingum að Guðmundur skarst á andliti, tvö börn fengu skrámur og tjón varð á nærliggjandi húsum og bílum. „Niðurstaðan er sú að þarna er gölluð kaka sem springur eftir nokkur skot. Flugeldar eru ansi mikil handavinna, það er bara með öll mannanna verk að það geta reynst gallagripir sama hvað menn gera hlutina vel og þarna er kakan gölluð þegar verið er að skjóta henni upp,“ segir Lúðvík við Vísi um málið en hann segir KR-flugelda með ábyrgðartryggingu á flugeldunum sem eru fluttir inn.Lúðvík Georgsson með KR-flugelda.Vísir/Páll BergmannLúðvík setti sig í samband við íbúana í Bergstaðastræti sem munu vera í sambandi við tryggingafélagið sitt og tryggingafélag KR-flugelda. Hann segir mestu máli skipta að sýna aðgát við meðferð flugelda. Farið sé til að mynda fram á að menn séu í að minnsta kosti 25 metra fjarlægð frá þessum flugeldakökum eftir að tendrað hefur verið á þeim. Þá standi einnig á kökunni að hún sé eingöngu til notkunar utan húss og á stórum og opnum svæðum. „Aðalatriðið er að þarna urðu ekki alvarleg meiðsl, það er stóra málið,“ segir Lúðvík. Þessi kaka var flutt inn frá Kína og ætlar Lúðvík að vera í sambandi við framleiðandann vegna þessa atviks. „Það er ekkert sem ég geri í dag eða á morgun, ég hitti hann eftir nokkrar vikur og þá mun ég fara yfir þetta með honum. Við höfum verslað við þennan framleiðanda í 30 ár og hann hefur verið afskaplega traustur. Var meðal annars leiðandi í því að innleiða vestrænar aðferðir við flugeldaframleiðslu í Kína á sínum tíma. Flugeldarnir bötnuðu alveg geysilega, þetta er toppframleiðandi, það er ekki annað hægt að segja.“
Tengdar fréttir Fimm rúður brotnuðu og ljósakróna losnaði Öflug sprengja á Bergstaðastræti. 1. janúar 2015 09:17 Gölluð Tívolíbomba skapar stórhættu við Bergstaðastræti Flugeldar lýstu upp himininn yfir miðborg Reykjavíkur og þeir sem fylgdust með flugeldunum hjá Hallgrímskirkju höfðu á orði að sjaldan hefði meira verið sprengt. 1. janúar 2015 18:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Gölluð Tívolíbomba skapar stórhættu við Bergstaðastræti Flugeldar lýstu upp himininn yfir miðborg Reykjavíkur og þeir sem fylgdust með flugeldunum hjá Hallgrímskirkju höfðu á orði að sjaldan hefði meira verið sprengt. 1. janúar 2015 18:30