Aron má ekki nota grímu á HM | Landsliðsþjálfarinn enn vongóður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. janúar 2015 13:00 Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Daníel Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði að hann væri enn vongóður um að Aron Pálmarsson taki þátt í undirbúningi íslenska landsliðsins á HM í Katar. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í dag í tilefni af æfingaleikjum Íslands gegn Þýskalandi á sunnudag og mánudag. Ráðist var á Aron í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð við augnbrún og brákað kinnbein. Afar ólíklegt er að hann verði í leikjunum gegn Þýskalandi en landsliðsþjálfarinn er þó vongóður um að hann geti tekið þátt í undirbúningi íslenska liðsins eftir það.Fylgst var með blaðamannafundinum í beinni textalýsingu sem má lesa hér fyrir neðan.13.55: Aron er nánar spurður út í meiðsli Arons Pálmarssonar: Þær bólgur sem voru í kringum augað hafa minnkað. Það er smá horn þar sem skurðurinn er en hann kom við augnbrúnina. Það er mikilvægt að hann fari ekki of snemma af stað svo skurðurinn opnist ekki. Eins og hann segir sjálfur þá er hann betri dag frá degi. Það eru enn vonir bundnar við að hann geti tekið þátt í æfingaleikjunum í næstu viku. Það er ekki búið að afskrifa hann fyrir þá. Aron staðfestir að nafni sinn megi ekki spila með grímu á HM í Katar: Ef hann fær grímu verður það fyrst og fremst til að nota á æfingum. En ég er samt vongóður um að hann verði klár en hann verður þá að vera sjálfur tilbúinn til þess [að spila] og þora. Hann kemur á æfingu seinni partinn í dag og hreyfir sig. Það er vonandi að hann geti aukið við sig á næstu dögum og tekið vonandi þátt í leiknum á þriðjudag.13.52: Dagur spurður hvort að honum hafi verið létt þegar Ísland komst inn: Já, viðurkenni það. En svo þegar engin sjónvarpssamningur var á borðinu við Þýskaland sló það aðeins á samsæriskenningar. Sýnir hvernig þessi sirkus hefur verið í aðdraganda þessa móts.13.51: Aron fer yfir áherslur Íslands í leiknum. Það er klassískt - varnarleikur, hraðaupphlaup, sóknarleikur og svo framvegis. Segir svo frá næstu leikjum. Ekkert opinbert markmið fyrir HM í Katar. "Okkur dreymir þó um að eiga áfram möguleika um að komast á Ólympíuleikana í Ríó."13.51: Aron Kristjánsson um Aron P: Það er dagamunur á honum, er að skána en litlar líkur á að hann verði með í leikjunum gegn Þýskalandi.13.50: Dagur: Ekkert opinbert markmið. Við skulum sjá hvernig við stöndum eftir undirbúningsleikina.13.48: Dagur tekur til máls. "Við erum spenntir fyrir því að sjá hvernig þetta kemur út. Það er langt síðan við spiluðum síðast og smá breytingar og meiðsli í hópnum. Nokkur spurningamerki sem við fáum vonandi svör við. En í fyrsta lagi er ég spenntur fyrir því að sjá hvernig menn koma út - sérstaklega þeir ungu leikmenn sem eru í hópnum." Hann segir svo að eftir þessa leiki verður farið aftur til Þýskalands og spilað tvo æfingaleiki gegn Tékklandi.13.45: Þá fá menn sér loksins sæti við háborðið og fundurinn getur hafist.13.43: Enn er beðið eftir að fundurinn verði fullmannaður. Það eru samt allir hressir - engin hætta á öðru. Grindvíkingurinn Pálína Gunnlaugsdóttir er hérna líka, líklega þó sem starfsmaður í bankanum. Efast um að hún muni hafa afskipti af fundinum. Hér er líka Andri Stefan Guðrúnarson, fyrrum Haukamaður.13.36: Þetta er merkilegt. Fundurinn er í raun í anddyri höfuðstöðva Arionsbanka og hér á svölunum fyrir ofan hafa safnast saman dágóður hópur starfsmanna sem er að fylgjast með öllu saman. Skemmtilegt.13.34: Sverre Jakobsson kominn og mun sitja fyrir svörum blaðamanna líkt og þeir Aron, Dagur og Snorri Steinn. Það er reyndar von á Guðjóni Val líka sem er væntanlega á leiðinni.13.29: Góð stemning í hópnum. Einar Þorvarðar og Aron Kristjáns komnir og þá getur þetta farið að hefjast. Mikið spjallað og létt yfir mönnum.13.24: Formaðurinn mættur og Snorri Steinn með krílin sín. Gaupi kominn og gaman að hafa feðgana hér. Fleiri fjölmiðlar mættir og allt að gerast. Og þá er labbað inn með veitingarnar, sem okkur þykir ekki verra. Sýnist að það sé boðið upp á fyrirtaksvefjur.13.18: Enn allt með kyrrum kjörum. Róbert Gíslason, sem er allt í öllu hjá HSÍ, er kominn í hús og þá er þetta allt á réttri leið.13.10: Vísir er kominn á sinn stað á fundinum, fyrstur allra. Dagur Sigurðsson er þó mættur og heilsar upp á blaðamenn. Skemmtilegt að fá Dag á fundinn. Handbolti Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði að hann væri enn vongóður um að Aron Pálmarsson taki þátt í undirbúningi íslenska landsliðsins á HM í Katar. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í dag í tilefni af æfingaleikjum Íslands gegn Þýskalandi á sunnudag og mánudag. Ráðist var á Aron í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð við augnbrún og brákað kinnbein. Afar ólíklegt er að hann verði í leikjunum gegn Þýskalandi en landsliðsþjálfarinn er þó vongóður um að hann geti tekið þátt í undirbúningi íslenska liðsins eftir það.Fylgst var með blaðamannafundinum í beinni textalýsingu sem má lesa hér fyrir neðan.13.55: Aron er nánar spurður út í meiðsli Arons Pálmarssonar: Þær bólgur sem voru í kringum augað hafa minnkað. Það er smá horn þar sem skurðurinn er en hann kom við augnbrúnina. Það er mikilvægt að hann fari ekki of snemma af stað svo skurðurinn opnist ekki. Eins og hann segir sjálfur þá er hann betri dag frá degi. Það eru enn vonir bundnar við að hann geti tekið þátt í æfingaleikjunum í næstu viku. Það er ekki búið að afskrifa hann fyrir þá. Aron staðfestir að nafni sinn megi ekki spila með grímu á HM í Katar: Ef hann fær grímu verður það fyrst og fremst til að nota á æfingum. En ég er samt vongóður um að hann verði klár en hann verður þá að vera sjálfur tilbúinn til þess [að spila] og þora. Hann kemur á æfingu seinni partinn í dag og hreyfir sig. Það er vonandi að hann geti aukið við sig á næstu dögum og tekið vonandi þátt í leiknum á þriðjudag.13.52: Dagur spurður hvort að honum hafi verið létt þegar Ísland komst inn: Já, viðurkenni það. En svo þegar engin sjónvarpssamningur var á borðinu við Þýskaland sló það aðeins á samsæriskenningar. Sýnir hvernig þessi sirkus hefur verið í aðdraganda þessa móts.13.51: Aron fer yfir áherslur Íslands í leiknum. Það er klassískt - varnarleikur, hraðaupphlaup, sóknarleikur og svo framvegis. Segir svo frá næstu leikjum. Ekkert opinbert markmið fyrir HM í Katar. "Okkur dreymir þó um að eiga áfram möguleika um að komast á Ólympíuleikana í Ríó."13.51: Aron Kristjánsson um Aron P: Það er dagamunur á honum, er að skána en litlar líkur á að hann verði með í leikjunum gegn Þýskalandi.13.50: Dagur: Ekkert opinbert markmið. Við skulum sjá hvernig við stöndum eftir undirbúningsleikina.13.48: Dagur tekur til máls. "Við erum spenntir fyrir því að sjá hvernig þetta kemur út. Það er langt síðan við spiluðum síðast og smá breytingar og meiðsli í hópnum. Nokkur spurningamerki sem við fáum vonandi svör við. En í fyrsta lagi er ég spenntur fyrir því að sjá hvernig menn koma út - sérstaklega þeir ungu leikmenn sem eru í hópnum." Hann segir svo að eftir þessa leiki verður farið aftur til Þýskalands og spilað tvo æfingaleiki gegn Tékklandi.13.45: Þá fá menn sér loksins sæti við háborðið og fundurinn getur hafist.13.43: Enn er beðið eftir að fundurinn verði fullmannaður. Það eru samt allir hressir - engin hætta á öðru. Grindvíkingurinn Pálína Gunnlaugsdóttir er hérna líka, líklega þó sem starfsmaður í bankanum. Efast um að hún muni hafa afskipti af fundinum. Hér er líka Andri Stefan Guðrúnarson, fyrrum Haukamaður.13.36: Þetta er merkilegt. Fundurinn er í raun í anddyri höfuðstöðva Arionsbanka og hér á svölunum fyrir ofan hafa safnast saman dágóður hópur starfsmanna sem er að fylgjast með öllu saman. Skemmtilegt.13.34: Sverre Jakobsson kominn og mun sitja fyrir svörum blaðamanna líkt og þeir Aron, Dagur og Snorri Steinn. Það er reyndar von á Guðjóni Val líka sem er væntanlega á leiðinni.13.29: Góð stemning í hópnum. Einar Þorvarðar og Aron Kristjáns komnir og þá getur þetta farið að hefjast. Mikið spjallað og létt yfir mönnum.13.24: Formaðurinn mættur og Snorri Steinn með krílin sín. Gaupi kominn og gaman að hafa feðgana hér. Fleiri fjölmiðlar mættir og allt að gerast. Og þá er labbað inn með veitingarnar, sem okkur þykir ekki verra. Sýnist að það sé boðið upp á fyrirtaksvefjur.13.18: Enn allt með kyrrum kjörum. Róbert Gíslason, sem er allt í öllu hjá HSÍ, er kominn í hús og þá er þetta allt á réttri leið.13.10: Vísir er kominn á sinn stað á fundinum, fyrstur allra. Dagur Sigurðsson er þó mættur og heilsar upp á blaðamenn. Skemmtilegt að fá Dag á fundinn.
Handbolti Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira