Nýárinu fagnað um heim allan Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. janúar 2015 11:56 Mismunandi eru fagnaðarhöldin í heiminum. Fréttablaðið/AP Árið 2014 var kvatt um heim allan í gær á mismunandi máta. Heimsbyggðin tók á móti nýju ári með tónlistaratriðum, flugeldum og dansi.Taylor Swift söng íbúa New York borgar inn í nýja árið í nótt en þar í borg er fjölmennur nýársfögnuður haldinn ár hvert á Times Square. Viðeigandi þykir að Swift hafi verið fengin til að flytja lag enda var hún einn vinsælasti tónlistarmaður heims á árinu 2014. Hún vakti mikla athygli þegar hún lét fjarlægja tónlist sína af Spotify.Vísir/APStórkostlega flugeldasýningu mátti sjá yfir Óperuhúsinu í Sydney þegar nýja árið var boðið velkomið. Þúsundir manna sóttu hátíðarhöldin sem haldin eru árlega við höfnina í Sydney.Vísir/APForseti Sýrlands, Bashar Assad, hitti sýrlensk herlið sem berjast í fremstu víglínu í austurhluta Damaskus. Forsetinn heimsækir herliðin á staðnum ekki oft en varði með þeim gamlárskvöldi í ár á átakasvæðinu þar sem borgarastyrjöld hefur geysað í fjögur ár.Vísir/APKarlmenn klæddir sem konur sjást hér taka þátt í “Viudas del año Viejo” eða hefðinni "Ekkja gamla ársins" í Quito Ekvador. Þar fara karlmenn um göturnar í kvenmannsfötum og dansa og syngja fyrir bílstjóra. Hefðin á einungis við um karlmenn og fá þeir gjarnan klink fyrir uppátækið.Vísir/APFrancis páfi kyssir styttu af Jesúbarninu þar sem hann fagnaði nýja árinu í Sankti Péturs Basilíku í Vatíkaninu í gær. Í messunni var spilaður sálmurinn "Te Deum" samkvæmt hefð og markar hann síðustu opinberu heimsókn páfans á árinu.Vísir/APHér sjást meðlimir Rodriquez fjölskyldunnar í Kúbu elda svín á teini sem er leið flestra Kúbubúa til að kveðja gamla árið. Fréttablaðið/APÞessi einstaka mynd náðist af börnum í Pakistan sem léku sér þegar sólin settist í síðasta sinn á árinu. Börnin fögnuðu nýja árinu ekki með ættbálkum sínum en vegna stríðsátaka á svæðinu höfðu þau orðið viðskila við hópinn. Í staðinn léku þau sér á svæði milli hermanna og öryggissveita. Fréttablaðið/AP Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Árið 2014 var kvatt um heim allan í gær á mismunandi máta. Heimsbyggðin tók á móti nýju ári með tónlistaratriðum, flugeldum og dansi.Taylor Swift söng íbúa New York borgar inn í nýja árið í nótt en þar í borg er fjölmennur nýársfögnuður haldinn ár hvert á Times Square. Viðeigandi þykir að Swift hafi verið fengin til að flytja lag enda var hún einn vinsælasti tónlistarmaður heims á árinu 2014. Hún vakti mikla athygli þegar hún lét fjarlægja tónlist sína af Spotify.Vísir/APStórkostlega flugeldasýningu mátti sjá yfir Óperuhúsinu í Sydney þegar nýja árið var boðið velkomið. Þúsundir manna sóttu hátíðarhöldin sem haldin eru árlega við höfnina í Sydney.Vísir/APForseti Sýrlands, Bashar Assad, hitti sýrlensk herlið sem berjast í fremstu víglínu í austurhluta Damaskus. Forsetinn heimsækir herliðin á staðnum ekki oft en varði með þeim gamlárskvöldi í ár á átakasvæðinu þar sem borgarastyrjöld hefur geysað í fjögur ár.Vísir/APKarlmenn klæddir sem konur sjást hér taka þátt í “Viudas del año Viejo” eða hefðinni "Ekkja gamla ársins" í Quito Ekvador. Þar fara karlmenn um göturnar í kvenmannsfötum og dansa og syngja fyrir bílstjóra. Hefðin á einungis við um karlmenn og fá þeir gjarnan klink fyrir uppátækið.Vísir/APFrancis páfi kyssir styttu af Jesúbarninu þar sem hann fagnaði nýja árinu í Sankti Péturs Basilíku í Vatíkaninu í gær. Í messunni var spilaður sálmurinn "Te Deum" samkvæmt hefð og markar hann síðustu opinberu heimsókn páfans á árinu.Vísir/APHér sjást meðlimir Rodriquez fjölskyldunnar í Kúbu elda svín á teini sem er leið flestra Kúbubúa til að kveðja gamla árið. Fréttablaðið/APÞessi einstaka mynd náðist af börnum í Pakistan sem léku sér þegar sólin settist í síðasta sinn á árinu. Börnin fögnuðu nýja árinu ekki með ættbálkum sínum en vegna stríðsátaka á svæðinu höfðu þau orðið viðskila við hópinn. Í staðinn léku þau sér á svæði milli hermanna og öryggissveita. Fréttablaðið/AP
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira