Aukið samstarf við Arabaríki til að berjast gegn hryðjuverkum Bjarki Ármannsson skrifar 19. janúar 2015 23:43 Federica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB. Vísir/AFP Evrópusambandið (ESB) boðar samvinnuverkefni með múslimaríkjum í kjölfar árásanna á húsnæði tímaritsins Charlie Hebdo í París. Meðal annars er stefnt að því að bæta arabískukunnáttu Evrópubúa. Federica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB, greindi frá þessu í tilkynningu til fjölmiðla í Brussel í dag. Hún gaf þó lítið upp um það hvað nákvæmlega mun felast í aðgerðunum, sem eiga að koma í veg fyrir frekari hryðjuverk með því að auka samvinnu við þau ríki þar sem múslimar eru í meirihluta.BBC greinir frá. Sautján manns létu lífið í tveimur árásunum í París fyrr í mánuðinum en árásarmennirnir tengdust samtökum í Miðausturlöndum. Með voðaverkunum sögðust þeir vera að „hefna“ fyrir skopteikningar Charlie Hebdo af Múhameð, helsta spámanni íslamstrúar.Sjá einnig: Reyna að fá eintök af Charlie Hebdo í Eymundsson Mogherini sagði að verkefnum yrði hrint af stað á næstunni í samstarfi við Tyrkland, Egyptaland, Jemen, Alsír og Persaflóaríkin til að auka upplýsingaflæði milli landa og leggja enn frekari áherslu á að koma í veg fyrir fjárveitingar til hryðjuverkasamtaka. „Ég vil bæta úr samskiptum okkar við arabískumælandi fólk nú þegar, bæði innan ESB og utan,“ sagði hún um tungumálaframtakið fyrirhugaða. „Við þurfum að auka færni okkar í að tala og skrifa arabísku og að hlusta á þau skilaboð sem berast úr arabísku samfélagi.“ Tengdar fréttir Skopmyndir af Múhameð spámanni í næsta tölublaði Charlie Hebdo Charlie Hebdo kemur út næsta miðvikudag í að minnsta kosti milljón eintökum. 12. janúar 2015 14:46 Amedy Coulibaly segist vera á vegum Íslamska ríkisins Nýtt myndband af manninum sem myrti fimm manneskjur í París hefur litið dagsins ljós. 11. janúar 2015 11:36 Boumeddiene sést í öryggismyndavél í Tyrklandi Talið er að Hayat Boumeddiene sé nú að finna í Sýrlandi. 12. janúar 2015 17:28 Enginn virðist vilja lík árásarmannanna Fjölskyldur Kouachi bræðranna og Amedy Coulibaly hafa ekki beðið um jarðarfarir. 16. janúar 2015 12:36 Minntist fórnarlambanna með þremur litum í brjóstvasanum Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í París með því að mæta með þrjá penna í brjóstvasanum á samstöðufundinn í París í gær. 12. janúar 2015 18:09 Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31 Ungur maður bjargaði fólki í gíslatökunni í París Lokaði fólk inn í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar og kom því þannig í öruggt skjól. 10. janúar 2015 23:38 Framtíð skops: Langtímaáhrif morðanna á ritstjórn Charlie Hebdo Málþing á vegum Námsbrautar í menningarfræði við Háskóla Íslands fer fram á föstudaginn í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, og stendur yfir frá 12-13. 14. janúar 2015 11:07 Reyndu að kveikja í skrifstofum dagblaðs Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið tvo menn sem reyndu að kveikja í skrifstofum dagblaðs sem hefur endurbirt myndir frá Charlie Hebdo. 11. janúar 2015 10:36 Al-Qaeda lýsir yfir ábyrgð á árásinni á Hebdo Yfirmaður hryðjuverkasamtakana í Jemen segir þá hafa valið skotmarkið, fjármagnað árásina og skipulagt hana. 14. janúar 2015 11:00 Þrjár milljónir skopmynda af Múhameð á morgun Charlie Hebdo kemur út á morgun í 3 milljón eintökum en í því verða myndir af Múhameð spámanni. 13. janúar 2015 07:21 Hert öryggisgæsla í Frakklandi Her- og lögreglumenn verða sýnilegri í Frakklandi og munu koma til með að gæta mögulegra skotmarka. 12. janúar 2015 10:14 Nýtt myndband af Kouachi-bræðrunum: Héngu úr bíl og skutu á lögreglu Búið er að birta nýtt myndband sem sýnir bræðurna Chérif og Said Kouachi skömmu eftir árásirnar á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í síðustu viku. 13. janúar 2015 18:48 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Evrópusambandið (ESB) boðar samvinnuverkefni með múslimaríkjum í kjölfar árásanna á húsnæði tímaritsins Charlie Hebdo í París. Meðal annars er stefnt að því að bæta arabískukunnáttu Evrópubúa. Federica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB, greindi frá þessu í tilkynningu til fjölmiðla í Brussel í dag. Hún gaf þó lítið upp um það hvað nákvæmlega mun felast í aðgerðunum, sem eiga að koma í veg fyrir frekari hryðjuverk með því að auka samvinnu við þau ríki þar sem múslimar eru í meirihluta.BBC greinir frá. Sautján manns létu lífið í tveimur árásunum í París fyrr í mánuðinum en árásarmennirnir tengdust samtökum í Miðausturlöndum. Með voðaverkunum sögðust þeir vera að „hefna“ fyrir skopteikningar Charlie Hebdo af Múhameð, helsta spámanni íslamstrúar.Sjá einnig: Reyna að fá eintök af Charlie Hebdo í Eymundsson Mogherini sagði að verkefnum yrði hrint af stað á næstunni í samstarfi við Tyrkland, Egyptaland, Jemen, Alsír og Persaflóaríkin til að auka upplýsingaflæði milli landa og leggja enn frekari áherslu á að koma í veg fyrir fjárveitingar til hryðjuverkasamtaka. „Ég vil bæta úr samskiptum okkar við arabískumælandi fólk nú þegar, bæði innan ESB og utan,“ sagði hún um tungumálaframtakið fyrirhugaða. „Við þurfum að auka færni okkar í að tala og skrifa arabísku og að hlusta á þau skilaboð sem berast úr arabísku samfélagi.“
Tengdar fréttir Skopmyndir af Múhameð spámanni í næsta tölublaði Charlie Hebdo Charlie Hebdo kemur út næsta miðvikudag í að minnsta kosti milljón eintökum. 12. janúar 2015 14:46 Amedy Coulibaly segist vera á vegum Íslamska ríkisins Nýtt myndband af manninum sem myrti fimm manneskjur í París hefur litið dagsins ljós. 11. janúar 2015 11:36 Boumeddiene sést í öryggismyndavél í Tyrklandi Talið er að Hayat Boumeddiene sé nú að finna í Sýrlandi. 12. janúar 2015 17:28 Enginn virðist vilja lík árásarmannanna Fjölskyldur Kouachi bræðranna og Amedy Coulibaly hafa ekki beðið um jarðarfarir. 16. janúar 2015 12:36 Minntist fórnarlambanna með þremur litum í brjóstvasanum Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í París með því að mæta með þrjá penna í brjóstvasanum á samstöðufundinn í París í gær. 12. janúar 2015 18:09 Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31 Ungur maður bjargaði fólki í gíslatökunni í París Lokaði fólk inn í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar og kom því þannig í öruggt skjól. 10. janúar 2015 23:38 Framtíð skops: Langtímaáhrif morðanna á ritstjórn Charlie Hebdo Málþing á vegum Námsbrautar í menningarfræði við Háskóla Íslands fer fram á föstudaginn í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, og stendur yfir frá 12-13. 14. janúar 2015 11:07 Reyndu að kveikja í skrifstofum dagblaðs Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið tvo menn sem reyndu að kveikja í skrifstofum dagblaðs sem hefur endurbirt myndir frá Charlie Hebdo. 11. janúar 2015 10:36 Al-Qaeda lýsir yfir ábyrgð á árásinni á Hebdo Yfirmaður hryðjuverkasamtakana í Jemen segir þá hafa valið skotmarkið, fjármagnað árásina og skipulagt hana. 14. janúar 2015 11:00 Þrjár milljónir skopmynda af Múhameð á morgun Charlie Hebdo kemur út á morgun í 3 milljón eintökum en í því verða myndir af Múhameð spámanni. 13. janúar 2015 07:21 Hert öryggisgæsla í Frakklandi Her- og lögreglumenn verða sýnilegri í Frakklandi og munu koma til með að gæta mögulegra skotmarka. 12. janúar 2015 10:14 Nýtt myndband af Kouachi-bræðrunum: Héngu úr bíl og skutu á lögreglu Búið er að birta nýtt myndband sem sýnir bræðurna Chérif og Said Kouachi skömmu eftir árásirnar á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í síðustu viku. 13. janúar 2015 18:48 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Skopmyndir af Múhameð spámanni í næsta tölublaði Charlie Hebdo Charlie Hebdo kemur út næsta miðvikudag í að minnsta kosti milljón eintökum. 12. janúar 2015 14:46
Amedy Coulibaly segist vera á vegum Íslamska ríkisins Nýtt myndband af manninum sem myrti fimm manneskjur í París hefur litið dagsins ljós. 11. janúar 2015 11:36
Boumeddiene sést í öryggismyndavél í Tyrklandi Talið er að Hayat Boumeddiene sé nú að finna í Sýrlandi. 12. janúar 2015 17:28
Enginn virðist vilja lík árásarmannanna Fjölskyldur Kouachi bræðranna og Amedy Coulibaly hafa ekki beðið um jarðarfarir. 16. janúar 2015 12:36
Minntist fórnarlambanna með þremur litum í brjóstvasanum Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í París með því að mæta með þrjá penna í brjóstvasanum á samstöðufundinn í París í gær. 12. janúar 2015 18:09
Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31
Ungur maður bjargaði fólki í gíslatökunni í París Lokaði fólk inn í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar og kom því þannig í öruggt skjól. 10. janúar 2015 23:38
Framtíð skops: Langtímaáhrif morðanna á ritstjórn Charlie Hebdo Málþing á vegum Námsbrautar í menningarfræði við Háskóla Íslands fer fram á föstudaginn í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, og stendur yfir frá 12-13. 14. janúar 2015 11:07
Reyndu að kveikja í skrifstofum dagblaðs Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið tvo menn sem reyndu að kveikja í skrifstofum dagblaðs sem hefur endurbirt myndir frá Charlie Hebdo. 11. janúar 2015 10:36
Al-Qaeda lýsir yfir ábyrgð á árásinni á Hebdo Yfirmaður hryðjuverkasamtakana í Jemen segir þá hafa valið skotmarkið, fjármagnað árásina og skipulagt hana. 14. janúar 2015 11:00
Þrjár milljónir skopmynda af Múhameð á morgun Charlie Hebdo kemur út á morgun í 3 milljón eintökum en í því verða myndir af Múhameð spámanni. 13. janúar 2015 07:21
Hert öryggisgæsla í Frakklandi Her- og lögreglumenn verða sýnilegri í Frakklandi og munu koma til með að gæta mögulegra skotmarka. 12. janúar 2015 10:14
Nýtt myndband af Kouachi-bræðrunum: Héngu úr bíl og skutu á lögreglu Búið er að birta nýtt myndband sem sýnir bræðurna Chérif og Said Kouachi skömmu eftir árásirnar á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í síðustu viku. 13. janúar 2015 18:48