Boða aðgerðir gegn Evrópubúum sem slást í lið með öfgamönnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. janúar 2015 19:23 Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra Þýskalands var meðal þeirra sem sótti fundinn í Brussel í dag. Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að berjast sérstaklega gegn öfgamönnum úr röðum múslima sem hafa farið frá Evrópu til Sýrlands eða Íraks og snúið til baka. Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hittust á sérstökum fundi í Brussel í dag til að ræða ástandið í austurhluta Úkraínu og möguleg viðbrögð við hryðjuverkaárásunum í París í síðustu viku.Gera það sem þörf krefur „Við erum öll ákveðin í að gera það sem þörf krefur til að halda Evrópu öruggri fyrir hryðjuverkaógninni. Í dag tölum við um vandann sem fylgir öfgasinnuðum íslamistum og hvernig við bregðumst við í vinnu okkar gegn hryðjuverkum. Við munum skoða tilteknar leiðir sem hjálpa okkur að gæta öryggis okkar, eins og farþegalista innan Evrópu. Það er mikilvægt,“ sagði Philip Hammond utanríkisráðherra Bretlands áður en fundurinn hófst í Brussel í dag í samtali við Reuters. Athygli hefur vakið að Said og Cherif Kouachi, bræðurnir sem báru ábyrgð á árás á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo, hlutu þjálfun hjá Al-Kaída í Jemen og sneru svo aftur til Frakklands. Bæði frönsk og bandarísk stjórnvöld höfðu vitneskju um þetta. Á fundinum ræddu utanríkisráðherrarnir að innleiða þyrfti betri verklagsreglur við landamæraeftirlit aðildarríkjanna með það fyrir augum að taka harðar á borgurum ríkja ESB sem færu til dæmis til Sýrlands og Írak til að starfa við hliða öfgamanna og sneru svo aftur. „Ég vona að Evrópuþingið breyti afstöðu sinni hvða það varðar og leyfi skráningu farþega innan Evrópu og einnig í samstarfi við aðra, eins og Bandaríkin og Kanada. Aðferðin er fyrst og fremst þessi skipti á upplýsingum,“ sagði Didier Reynders utanríkisráðherra Belgíu eftir fundinn. Stöðvuðu mótmælafund Pegida vegna hryðjuverkahættu Í dag ákvað lögreglan í Saxlandi í Þýskalandi að banna mótmælafund Pegida hreyfingarinnar í Dresden, höfuðborg Saxlands vegna hryðjuverkaógnar. Pegida var stofnuð í október í fyrra og hefur það markmið að berjast gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að berjast sérstaklega gegn öfgamönnum úr röðum múslima sem hafa farið frá Evrópu til Sýrlands eða Íraks og snúið til baka. Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hittust á sérstökum fundi í Brussel í dag til að ræða ástandið í austurhluta Úkraínu og möguleg viðbrögð við hryðjuverkaárásunum í París í síðustu viku.Gera það sem þörf krefur „Við erum öll ákveðin í að gera það sem þörf krefur til að halda Evrópu öruggri fyrir hryðjuverkaógninni. Í dag tölum við um vandann sem fylgir öfgasinnuðum íslamistum og hvernig við bregðumst við í vinnu okkar gegn hryðjuverkum. Við munum skoða tilteknar leiðir sem hjálpa okkur að gæta öryggis okkar, eins og farþegalista innan Evrópu. Það er mikilvægt,“ sagði Philip Hammond utanríkisráðherra Bretlands áður en fundurinn hófst í Brussel í dag í samtali við Reuters. Athygli hefur vakið að Said og Cherif Kouachi, bræðurnir sem báru ábyrgð á árás á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo, hlutu þjálfun hjá Al-Kaída í Jemen og sneru svo aftur til Frakklands. Bæði frönsk og bandarísk stjórnvöld höfðu vitneskju um þetta. Á fundinum ræddu utanríkisráðherrarnir að innleiða þyrfti betri verklagsreglur við landamæraeftirlit aðildarríkjanna með það fyrir augum að taka harðar á borgurum ríkja ESB sem færu til dæmis til Sýrlands og Írak til að starfa við hliða öfgamanna og sneru svo aftur. „Ég vona að Evrópuþingið breyti afstöðu sinni hvða það varðar og leyfi skráningu farþega innan Evrópu og einnig í samstarfi við aðra, eins og Bandaríkin og Kanada. Aðferðin er fyrst og fremst þessi skipti á upplýsingum,“ sagði Didier Reynders utanríkisráðherra Belgíu eftir fundinn. Stöðvuðu mótmælafund Pegida vegna hryðjuverkahættu Í dag ákvað lögreglan í Saxlandi í Þýskalandi að banna mótmælafund Pegida hreyfingarinnar í Dresden, höfuðborg Saxlands vegna hryðjuverkaógnar. Pegida var stofnuð í október í fyrra og hefur það markmið að berjast gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira