Aron Pálmars: Spilum yfirleitt vel á móti Frökkum Arnar Björnsson í Katar skrifar 20. janúar 2015 10:00 Aron Pálmarsson. Vísir/Eva Björk Aron Pálmarsson lék vel með íslenska landsliðinu í sigrinum á Alsír í fyrrakvöldi. Hann vakti lengi fram eftir um kvöldið til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og Green Bay Packers í ameríska fótboltanum. „Við gátum andað aðeins léttar eftir leikinn. Við vissum að þetta yrði þolinmæðisverk gegn Alsír og við komum sterkir til leiks í seinni hálfleik," sagði Aron í samtali við Arnar Björnsson.Það gengur ekki að byrja jafn illa gegn sterkum Frökkum? „Nei heldur betur ekki. Þeir hefðu verið búnir að klára leikinn eftir 10 mínútur ef þetta hefði verið leikur á móti þeim. Við þurfum að vera einbeittari í dauðafærunum gegn þeim. Ég hefði verið miklu stressaðri ef okkur hefði ekki tekist að komast í gegnum þessa vörn hjá Alsír. Við erum með það reynt lið að við látum ekki einhvern markvörð rústa okkur svona jafn illa," sagði Aron. Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk þegar Íslendingar mættu Frökkum á HM á Spáni fyrir tveimur árum. Þórir Ólafsson, sem ekki var valinn í landsliðið, var markahæstur með 7 mörk. Frakkar unnu 30-28 í hörkuleik í 16 liða úrslitunum en féllu úr leik í 8 liða úrslitum þegar þeir töpuðu með 7 marka mun fyrir Króötum. Í leiknum gegn Íslendingum skoraði Samuel Honrubia 7 mörk, Michaël Giougu skoraði 6 og William Accambray var með 5 en þeir eru allir í franska liðinu í Katar. „Við erum alltaf vel stemmdir á móti Frökkum og spilum yfirleitt vel á móti þeim. Þeir hafa alltaf átt í smá erfiðleikum með okkur og við unnum þá á Ólympíuleikunum 2012. Við ætlum í leikinn til að vinna og nýtum tímann vel til að skipuleggja þann leik. Markmiðið er að ná í 2 stig. Fyrirfram eru þeir taldir sterkastir á þessu móti. En það er klárlega allt hægt og með okkar gæði og að þeir eigi kannski ekki sinn allra besta leik þá getum við alveg náð í 2 stig þar," sagði Aron.Er auðveldara að skora framhjá Omeyer núna en fyrir nokkrum árum? „Ég hef lítið séð til hans undanfarin tvö ár. Hann er maður stóru leikjanna og elskar að spila á þessum mótum og vill spila alla leiki, sérstaklega á stórmótunum. Ég ætla ekkert að fara að vanmeta hann fyrir leikinn á morgun. Ég býst við honum eins góðum og alltaf," sagði Aron en það má sjá allt viðtal Arnars við hann hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Aron Pálmarsson lék vel með íslenska landsliðinu í sigrinum á Alsír í fyrrakvöldi. Hann vakti lengi fram eftir um kvöldið til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og Green Bay Packers í ameríska fótboltanum. „Við gátum andað aðeins léttar eftir leikinn. Við vissum að þetta yrði þolinmæðisverk gegn Alsír og við komum sterkir til leiks í seinni hálfleik," sagði Aron í samtali við Arnar Björnsson.Það gengur ekki að byrja jafn illa gegn sterkum Frökkum? „Nei heldur betur ekki. Þeir hefðu verið búnir að klára leikinn eftir 10 mínútur ef þetta hefði verið leikur á móti þeim. Við þurfum að vera einbeittari í dauðafærunum gegn þeim. Ég hefði verið miklu stressaðri ef okkur hefði ekki tekist að komast í gegnum þessa vörn hjá Alsír. Við erum með það reynt lið að við látum ekki einhvern markvörð rústa okkur svona jafn illa," sagði Aron. Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk þegar Íslendingar mættu Frökkum á HM á Spáni fyrir tveimur árum. Þórir Ólafsson, sem ekki var valinn í landsliðið, var markahæstur með 7 mörk. Frakkar unnu 30-28 í hörkuleik í 16 liða úrslitunum en féllu úr leik í 8 liða úrslitum þegar þeir töpuðu með 7 marka mun fyrir Króötum. Í leiknum gegn Íslendingum skoraði Samuel Honrubia 7 mörk, Michaël Giougu skoraði 6 og William Accambray var með 5 en þeir eru allir í franska liðinu í Katar. „Við erum alltaf vel stemmdir á móti Frökkum og spilum yfirleitt vel á móti þeim. Þeir hafa alltaf átt í smá erfiðleikum með okkur og við unnum þá á Ólympíuleikunum 2012. Við ætlum í leikinn til að vinna og nýtum tímann vel til að skipuleggja þann leik. Markmiðið er að ná í 2 stig. Fyrirfram eru þeir taldir sterkastir á þessu móti. En það er klárlega allt hægt og með okkar gæði og að þeir eigi kannski ekki sinn allra besta leik þá getum við alveg náð í 2 stig þar," sagði Aron.Er auðveldara að skora framhjá Omeyer núna en fyrir nokkrum árum? „Ég hef lítið séð til hans undanfarin tvö ár. Hann er maður stóru leikjanna og elskar að spila á þessum mótum og vill spila alla leiki, sérstaklega á stórmótunum. Ég ætla ekkert að fara að vanmeta hann fyrir leikinn á morgun. Ég býst við honum eins góðum og alltaf," sagði Aron en það má sjá allt viðtal Arnars við hann hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira