„Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2015 10:36 Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin hafi notað debetkort sveitarfélagsins alls 14 sinnum. Vísir „Ég notaði náttúrulega aldrei orðið fjárdráttur í neinu sem ég sagði en þegar menn taka fé úr sveitarstjórn og færa það inn á persónulega reikninga, nota debetkort sveitarfélagsins til innkaupa og greiða fyrir veitingahúsareikninga... Ja, það getur vel verið að það heiti eitthvað annað en fjárdráttur,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, aðspurður um tilkynningu Björgvins G. Sigurðssonar þar sem hann hafnar ásökunum um að hafa dregið sér fé frá hreppnum.Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar. Egill segir að Björgvin hafi notað debetkort sveitarfélagsins alls 14 sinnum. Hann hafi til að mynda keypt myndavél fyrir um 50-60.000 sem Björgvin segir að hafi meðal annars átt að nota fyrir heimasíðu sveitarfélagsins. Egill segir hins vegar að umrædd myndavél hafi aldrei sést á skrifstofum sveitarfélagsins. Aðrar færslur á debetkortinu hafi svo verið ýmis útgjöld til heimilisins; matarinnkaup og bensínkostnaður. „Þetta er bara svona það sem venjulegur launamaður þarf að kaupa. Mjólk, hangikjöt, grænar baunir, kattamatur. Ásahreppur hefur aldrei átt kött og hefur ekkert með kattamat að gera.“Það verði skoðað hjá sveitarfélaginu á næstunni hvort málið verði kært til lögreglu.Mynd/Lögreglan á HvolsvelliVel getur verið að málið verði kært til lögreglu Varðandi fyrirframgreidd laun sem Björgvin fékk þann 20. nóvember segir Egill: „Hann gerði það upp á eigin spýtur. Á skrifstofu sveitarfélagsins eru ákveðnar reglur um útgjöld sem greidd eru beint af skrifstofunni. Hann millifærir þetta sjálfur sem hann á ekki að gera þannig að hann er ekki með neina heimild fyrir þessu, hvorki hjá oddvita né gjaldkera. Þessi færsla kemur svo ekki ljós fyrr en núna við áramótauppgjör.“ Ekki hefur tíðkast hjá Ásahreppi að greiða starfsfólki laun fyrirfram, að sögn Egils. „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn. Menn taka sér ekki ókeypis lán þar þegar þeim vantar pening. Það þurfa að vera mjög ríkar ástæður fyrir slíkum fyrirfram greiðslum og utanumhald utan um það.“ Egill segir að það geti vel verið að Björgvin hafi ætlað sér að endurgreiða féð og hann efist í raun ekki um það. Sú áætlun hafi hins vegar ekki verið komin fram. Egill segist líta málið mjög alvarlegum augum og svo geti vel farið að það verði kært til lögreglu. Það verði skoðað af sveitarstjórninni nú í vikunni. Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
„Ég notaði náttúrulega aldrei orðið fjárdráttur í neinu sem ég sagði en þegar menn taka fé úr sveitarstjórn og færa það inn á persónulega reikninga, nota debetkort sveitarfélagsins til innkaupa og greiða fyrir veitingahúsareikninga... Ja, það getur vel verið að það heiti eitthvað annað en fjárdráttur,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, aðspurður um tilkynningu Björgvins G. Sigurðssonar þar sem hann hafnar ásökunum um að hafa dregið sér fé frá hreppnum.Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar. Egill segir að Björgvin hafi notað debetkort sveitarfélagsins alls 14 sinnum. Hann hafi til að mynda keypt myndavél fyrir um 50-60.000 sem Björgvin segir að hafi meðal annars átt að nota fyrir heimasíðu sveitarfélagsins. Egill segir hins vegar að umrædd myndavél hafi aldrei sést á skrifstofum sveitarfélagsins. Aðrar færslur á debetkortinu hafi svo verið ýmis útgjöld til heimilisins; matarinnkaup og bensínkostnaður. „Þetta er bara svona það sem venjulegur launamaður þarf að kaupa. Mjólk, hangikjöt, grænar baunir, kattamatur. Ásahreppur hefur aldrei átt kött og hefur ekkert með kattamat að gera.“Það verði skoðað hjá sveitarfélaginu á næstunni hvort málið verði kært til lögreglu.Mynd/Lögreglan á HvolsvelliVel getur verið að málið verði kært til lögreglu Varðandi fyrirframgreidd laun sem Björgvin fékk þann 20. nóvember segir Egill: „Hann gerði það upp á eigin spýtur. Á skrifstofu sveitarfélagsins eru ákveðnar reglur um útgjöld sem greidd eru beint af skrifstofunni. Hann millifærir þetta sjálfur sem hann á ekki að gera þannig að hann er ekki með neina heimild fyrir þessu, hvorki hjá oddvita né gjaldkera. Þessi færsla kemur svo ekki ljós fyrr en núna við áramótauppgjör.“ Ekki hefur tíðkast hjá Ásahreppi að greiða starfsfólki laun fyrirfram, að sögn Egils. „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn. Menn taka sér ekki ókeypis lán þar þegar þeim vantar pening. Það þurfa að vera mjög ríkar ástæður fyrir slíkum fyrirfram greiðslum og utanumhald utan um það.“ Egill segir að það geti vel verið að Björgvin hafi ætlað sér að endurgreiða féð og hann efist í raun ekki um það. Sú áætlun hafi hins vegar ekki verið komin fram. Egill segist líta málið mjög alvarlegum augum og svo geti vel farið að það verði kært til lögreglu. Það verði skoðað af sveitarstjórninni nú í vikunni.
Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00
Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48