Annar sigur hjá Degi og félögum | Pólland marði Argentínu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2015 17:53 Steffen Weinhold reynir að brjótast í gegnum vörn Rússa. vísir/getty Tveimur leikjum er lokið í D-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu byrja vel á mótinu en þeir fylgdu sigrinum á Pólverjum á föstudaginn eftir með því að leggja Rússland að velli í dag.Sjá einnig: Umfjöllun Arnars Björnssonar um leik Þýskalands og Rússlands. Rússar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum með fjórum mörkum, 9-13. Þrátt fyrir þetta var markvarslan hjá Þýskalandi betri, auk þess sem Rússarnir fengu fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik. Þjóðverjar byrjuðu seinni hálfleikinn betur, skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum hans og jöfnuðu í 14-14. Þá kom ágætis kafli hjá Rússum sem komust tveimur mörkum yfir, 15-17. En með góðum leik náðu þeir þýsku yfirhöndinni og þeir voru þremur mörkum yfir, 27-24, þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum. Rússarnir voru ekki hættir, skoruðu tvö mörk í röð og fengu tækifæri til að jafna leikinn í lokasókninni, einum fleiri. Pavel Atman kastaði boltanum hins vegar út af og Þjóðverjar fögnuðu góðu sigri. Lokatölur 27-26, Þýskalandi í vil. Uwe Gensheimer átti stórleik í liði Þýskalands með níu mörk en félagi hans í hægra horninu, Patrik Groetzki, skoraði sex. Konstantin Igropulo og Timur Dibirov voru markahæstir í liði Rússa með sex mörk hvor. Í hinum leikjum unnu Pólverjar torsóttan eins marka sigur á Argentínumönnum, 23-24. Sigurinn var nauðsynlegur fyrir Pólland sem tapaði fyrir Þýskalandi í fyrsta leik sínum í riðlinum. Pólverjar byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af fyrri hálfleik. En Argentínumenn gefast ekki svo glatt upp eins og þeir sýndu gegn Danmörku á föstudaginn. Þeir jöfnuðu metin í 10-10 og aftur í 11-11. Federico Fernandez sá svo til þess að Argentína leiddi í leikhléi þegar hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Jafnt var á öllum tölum framan af seinni hálfleik en Pólverjar sigu fram úr á lokakaflanum og unnu að lokum með einu marki. Það mátti þó ekki tæpara standa en Argentínumenn skoruðu tvö mörk á lokamínútunni og minnkuðu muninn í eitt mark. Michal Jurecki var markahæstur í liði Póllands með sjö mörk en Krzystof Lijewski kom næstur með fimm. Diego Simonet skoraði mest fyrir Argentínu, eða sjö mörk. Klukkan 18:00 mætast svo Sádí-Arabía og Danmörk í þriðja og síðasta leik dagsins í riðlinum. HM 2015 í Katar Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Sjá meira
Tveimur leikjum er lokið í D-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu byrja vel á mótinu en þeir fylgdu sigrinum á Pólverjum á föstudaginn eftir með því að leggja Rússland að velli í dag.Sjá einnig: Umfjöllun Arnars Björnssonar um leik Þýskalands og Rússlands. Rússar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum með fjórum mörkum, 9-13. Þrátt fyrir þetta var markvarslan hjá Þýskalandi betri, auk þess sem Rússarnir fengu fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik. Þjóðverjar byrjuðu seinni hálfleikinn betur, skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum hans og jöfnuðu í 14-14. Þá kom ágætis kafli hjá Rússum sem komust tveimur mörkum yfir, 15-17. En með góðum leik náðu þeir þýsku yfirhöndinni og þeir voru þremur mörkum yfir, 27-24, þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum. Rússarnir voru ekki hættir, skoruðu tvö mörk í röð og fengu tækifæri til að jafna leikinn í lokasókninni, einum fleiri. Pavel Atman kastaði boltanum hins vegar út af og Þjóðverjar fögnuðu góðu sigri. Lokatölur 27-26, Þýskalandi í vil. Uwe Gensheimer átti stórleik í liði Þýskalands með níu mörk en félagi hans í hægra horninu, Patrik Groetzki, skoraði sex. Konstantin Igropulo og Timur Dibirov voru markahæstir í liði Rússa með sex mörk hvor. Í hinum leikjum unnu Pólverjar torsóttan eins marka sigur á Argentínumönnum, 23-24. Sigurinn var nauðsynlegur fyrir Pólland sem tapaði fyrir Þýskalandi í fyrsta leik sínum í riðlinum. Pólverjar byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af fyrri hálfleik. En Argentínumenn gefast ekki svo glatt upp eins og þeir sýndu gegn Danmörku á föstudaginn. Þeir jöfnuðu metin í 10-10 og aftur í 11-11. Federico Fernandez sá svo til þess að Argentína leiddi í leikhléi þegar hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Jafnt var á öllum tölum framan af seinni hálfleik en Pólverjar sigu fram úr á lokakaflanum og unnu að lokum með einu marki. Það mátti þó ekki tæpara standa en Argentínumenn skoruðu tvö mörk á lokamínútunni og minnkuðu muninn í eitt mark. Michal Jurecki var markahæstur í liði Póllands með sjö mörk en Krzystof Lijewski kom næstur með fimm. Diego Simonet skoraði mest fyrir Argentínu, eða sjö mörk. Klukkan 18:00 mætast svo Sádí-Arabía og Danmörk í þriðja og síðasta leik dagsins í riðlinum.
HM 2015 í Katar Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða