Hafliði fæddist án fóta en er orðinn að fótboltastrák Bjarki Ármannsson skrifar 18. janúar 2015 12:00 "Ekki ákveða hvað börnin okkar geta og geta ekki,“ skrifar Ebba Guðný Guðmundsdóttir. Vísir/Ernir „The moral of the story ... ekki ákveða hvað börnin okkar geta og geta ekki, hverju þau hafa áhuga á, hverju þau vilja. Þau finna út úr því sjálf, allt er hægt þegar áhugi og vilji eru til staðar.“Þetta skrifar Ebba Guðný Guðmundsdóttir matreiðslukona á Facebook í gær við myndband af syni hennar, Hafliða Hafþórssyni, að spila knattspyrnu með félögum sínum. Hafliði er níu ára en hann fæddist fótalaus og notast við stoðtækjafætur frá Össuri. Ebba rifjar það upp í færslu sinni að hún og maður hennar grínuðust með það á meðgöngunni að þau ættu von á „fótboltastrák,“ áður en þau komust að því að sonur þeirra myndi fæðast án fóta. „Þegar sónarsérfræðingurinn sagði við mig og Hadda að við ættum von á dreng hvíslaði Haddi að mér „fótboltastrákur“ og brosti,“ skrifar Ebba Guðný. „Ég brosti líka. Örfáum mínútum síðar fengum við að vita að engir fætur sæjust – drengurinn okkar var ekki með neina fætur. Við töluðum aldrei aftur um fótboltastrákinn.“ Eins og sést í myndbandinu átti Hafliði svo sannarlega eftir að verða að fótboltastrák. Hann gekkst undir aðgerð ellefu mánaða gamall þar sem vansköpuðu fætur hans voru fjarlægðir, en saga hans var sögð í Íslandi í dag árið 2011. Rúmum mánuði síðan fékk Hafliði svo sína fyrstu gervifætur og hefur fjölskyldan ekki litið um öxl síðan. „Í dag er Hafliði níu ára og hefur mestan áhuga á fótbolta,“ skrifar Ebba. „Hann elskar fótbolta, veit allt um fótbolta, horfir á fótbolta og spilar fótbolta eins mikið og hann getur. Þannig að eftir allt saman er hann orðinn fótboltastrákur eins og pabbi hans sagði í sónarnum.“ Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„The moral of the story ... ekki ákveða hvað börnin okkar geta og geta ekki, hverju þau hafa áhuga á, hverju þau vilja. Þau finna út úr því sjálf, allt er hægt þegar áhugi og vilji eru til staðar.“Þetta skrifar Ebba Guðný Guðmundsdóttir matreiðslukona á Facebook í gær við myndband af syni hennar, Hafliða Hafþórssyni, að spila knattspyrnu með félögum sínum. Hafliði er níu ára en hann fæddist fótalaus og notast við stoðtækjafætur frá Össuri. Ebba rifjar það upp í færslu sinni að hún og maður hennar grínuðust með það á meðgöngunni að þau ættu von á „fótboltastrák,“ áður en þau komust að því að sonur þeirra myndi fæðast án fóta. „Þegar sónarsérfræðingurinn sagði við mig og Hadda að við ættum von á dreng hvíslaði Haddi að mér „fótboltastrákur“ og brosti,“ skrifar Ebba Guðný. „Ég brosti líka. Örfáum mínútum síðar fengum við að vita að engir fætur sæjust – drengurinn okkar var ekki með neina fætur. Við töluðum aldrei aftur um fótboltastrákinn.“ Eins og sést í myndbandinu átti Hafliði svo sannarlega eftir að verða að fótboltastrák. Hann gekkst undir aðgerð ellefu mánaða gamall þar sem vansköpuðu fætur hans voru fjarlægðir, en saga hans var sögð í Íslandi í dag árið 2011. Rúmum mánuði síðan fékk Hafliði svo sína fyrstu gervifætur og hefur fjölskyldan ekki litið um öxl síðan. „Í dag er Hafliði níu ára og hefur mestan áhuga á fótbolta,“ skrifar Ebba. „Hann elskar fótbolta, veit allt um fótbolta, horfir á fótbolta og spilar fótbolta eins mikið og hann getur. Þannig að eftir allt saman er hann orðinn fótboltastrákur eins og pabbi hans sagði í sónarnum.“
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira