Lindberg: Tala ekki íslensku við Gumma Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 17. janúar 2015 21:45 Vísir/AFP Hans Lindberg var vitaskuld svekktur með jafnteflið gegn Argentínu líkt og aðrir leikmenn danska landsliðsins. Vísir hitti á hann eftir blaðamannafund liðsins á Hilton-hótelinu í Doha. Lindberg, sem á ættir að rekja til Íslands, talar fína íslensku þó hann vilji helst ekki kannast við það sjálfur. Hann baðst því undan því að viðtalið færi fram á íslensku og var ákveðið að skipta yfir í þýsku en Lindberg hefur spilað með HSV Hamburg undanfarin átta ár. „Úrslitin voru auðvitað mikil vonbrigði og við erum ekki ánægður með frammistöðuna. En mótið er langt og við getum enn snúið þessu okkur í hag. En svona viljum við ekki spila sem lið og við viljum gera miklu betur,“ sagði Lindberg. „Argentína er lið sem hefur verið í sífelldri þróun og er stöðugt að bæta sig. Argentínumenn geta verið afar óþægilegur andstæðingur og hættulegur ef maður kemst ekki í takt við leikinn, eins og gerðist hjá okkur í gær.“ Hann segir að það hafi ekki mikið breyst síðan að Guðmundur tók við danska landsliðinu af Ulrik Wilbæk á síðasta ári. „Við horfum meira á myndbandsupptökur en áður. Við vissum að Guðmundur notar myndböndin mjög mikið og því kom það ekkert á óvart. Hann er frábær í að undirbúa leikskipulag liðsins en þess fyrir utan hafa nokkur smáatriði bæst við með tilkomu Guðmundar. Varnarleikurinn er aðeins öðruvísi en áður og þess háttar.“ Lindberg á sjálfur ættir að rekja til Íslands en foreldrar hans eru íslenskir. Hann hefur þó búið alla tíð í Danmörku og telur sig vitaskuld danskan í húð og hár. „Það er kannski einn og hálfur Íslendingur í danska liðinu,“ viðurkennir hann þó. „Við tölum þó ekki saman á íslensku. Foreldrar mínir töluðu þó á íslensku við hann þegar þau hittust í vor.“ „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið Guðmund í danska liðið. Ég hafði bara heyrt góða hluti um hann en Niklas Landin þekkir hann vel frá Rhein-Neckar Löwen og hafði ekkert nema gott um hann að segja.“ „Gummi er búinn að sanna sig sem einn besti þjálfari heimsins.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45 Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Sjá meira
Hans Lindberg var vitaskuld svekktur með jafnteflið gegn Argentínu líkt og aðrir leikmenn danska landsliðsins. Vísir hitti á hann eftir blaðamannafund liðsins á Hilton-hótelinu í Doha. Lindberg, sem á ættir að rekja til Íslands, talar fína íslensku þó hann vilji helst ekki kannast við það sjálfur. Hann baðst því undan því að viðtalið færi fram á íslensku og var ákveðið að skipta yfir í þýsku en Lindberg hefur spilað með HSV Hamburg undanfarin átta ár. „Úrslitin voru auðvitað mikil vonbrigði og við erum ekki ánægður með frammistöðuna. En mótið er langt og við getum enn snúið þessu okkur í hag. En svona viljum við ekki spila sem lið og við viljum gera miklu betur,“ sagði Lindberg. „Argentína er lið sem hefur verið í sífelldri þróun og er stöðugt að bæta sig. Argentínumenn geta verið afar óþægilegur andstæðingur og hættulegur ef maður kemst ekki í takt við leikinn, eins og gerðist hjá okkur í gær.“ Hann segir að það hafi ekki mikið breyst síðan að Guðmundur tók við danska landsliðinu af Ulrik Wilbæk á síðasta ári. „Við horfum meira á myndbandsupptökur en áður. Við vissum að Guðmundur notar myndböndin mjög mikið og því kom það ekkert á óvart. Hann er frábær í að undirbúa leikskipulag liðsins en þess fyrir utan hafa nokkur smáatriði bæst við með tilkomu Guðmundar. Varnarleikurinn er aðeins öðruvísi en áður og þess háttar.“ Lindberg á sjálfur ættir að rekja til Íslands en foreldrar hans eru íslenskir. Hann hefur þó búið alla tíð í Danmörku og telur sig vitaskuld danskan í húð og hár. „Það er kannski einn og hálfur Íslendingur í danska liðinu,“ viðurkennir hann þó. „Við tölum þó ekki saman á íslensku. Foreldrar mínir töluðu þó á íslensku við hann þegar þau hittust í vor.“ „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið Guðmund í danska liðið. Ég hafði bara heyrt góða hluti um hann en Niklas Landin þekkir hann vel frá Rhein-Neckar Löwen og hafði ekkert nema gott um hann að segja.“ „Gummi er búinn að sanna sig sem einn besti þjálfari heimsins.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45 Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Sjá meira
Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13
Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49
Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45
Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45
Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða