Innlent

Mikill viðbúnaður útaf hugsanlegum hryðjuverkum

Yfirvöld í Belgíu hafa ákveðið að herða refsingar þegar kemur að hryðjuverkastarfsemi.
Yfirvöld í Belgíu hafa ákveðið að herða refsingar þegar kemur að hryðjuverkastarfsemi. Vísir/AFP
Mikill viðbúnaður er í Þýskalandi, Belgíu og Frakklandi útaf hugsanlegum hryðjuverkum og hafa hermenn verið kallaðir út til að aðstoða lögreglu.

Tuttugu hafa verið handteknir og þar af er búið að ákæra fimm í Belgíu fyrir að tengjast hryðjuverkahópum.

Yfirvöld í Belgíu hafa ákveðið að herða refsingar þegar kemur að hryðjuverkastarfsemi og afturkalla ríkisborgarrétt þeirra sem tengjast slíkri starfsemi. Öryggisgæsla hefur einnig verið hert í Bretlandi og öðrum Evrópulöndum.

Bandaríkjamenn og Bretar hafa ákveðið að setja á laggirnar sérstakan aðgerðarhóp í baráttunni gegn hryðjuverkum en greint var frá þessu á sameiginlegum blaðamannafundi David Cameron forsætisráðherra Bretlands og Barack Obama, Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×