Hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. janúar 2015 18:45 Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum. Forsögu málsins má rekja til október 2010 þegar gengið var frá samningi um að fyrirtækið DataCell myndi sjá um rekstur greiðslugáttar fyrir Sunshine Press Production, rekstraraðila uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, til að taka á móti styrktargreiðslum frá velunnurum Wikileaks. Valitor lokaði greiðslugáttinni 8. júlí 2011 án fyrirvara eftir að styrktargreiðslur fyrir Wikileaks tóku að flæða inn í gáttina. Með dómi Hæstaréttar frá 24. apríl 2013 var viðurkennt að það hafi verið ólögmæt ráðstöfun af hálfu Valitor að loka á greiðslur til Wikileaks án fyrirvara og fyrirtækinu var gert skylt, að viðlögðum dagsektum, að opna fyrir greiðslugáttina að nýju. Fyrirtækin, Datacell og Sunshine Press Productions fengu Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóra Landsbankans til að reikna út ætlað tjón vegna ráðstöfunar Valitors og var niðurstaða útreikninga Sigurjóns að tónið gæti verið á bilinu 1 - 8 milljarðar króna meðan gáttin var lokuð. Í 65. gr. laga um gjaldþrotaskipti er heimild til að krefjast gjaldþrotaskipta á búi skuldara ef hann hefur ekki orðið við greiðsluáskorun með yfirlýsingu um gjaldfærni. Greiðsluáskorun var send Valitor hinn 18. júní 2013 án þess að fyrirtækið brygðist við og greiðsluáskorun á grundvelli gjaldþrotalaga var síðan send hinn 15. desember síðastliðinn. Þá var skorað á félagið að greiða kröfuna innan þriggja vikna. Jafnframt var skorað á félagið að lýsa því yfir innan sama frests að félagið væri fært um að greiða kröfuna en að öðrum kosti mætti búast við að krafist yrði gjaldþrotaskipta á búi félagsins. Eigið fé Valitors samkvæmt síðasta birta ársreikningi fyrirtækisins frá árinu 2013 er 7,5 milljarðar króna. Skaðabótakrafa fyrirtækjanna tveggja hljóðar upp á 10,3 milljarða króna með vöxtum en um er að ræða ítrustu kröfu vegna ætlaðs tjóns. Því er ljóst að krafan er talsvert hærri en sem nemur öllu eigin fé Valitors. Í kröfu um gjaldþrotaskipti segir: „Skiptabeiðendur byggja á því að gjaldþrotaskipti á búi félagsins séu óumflýjanleg enda er ljóst að hlutafélagið Valitor getur ekki, miðað við fyrirliggjandi gögn greitt skuld sína við skiptabeiðendur, þegar að því kemur.“ Ekki eru þekkt dæmi um það hér á landi að farið hafi verið fram á gjaldþrotaskipti yfir greiðslumiðlunarfyrirtækjum eins og Valitor og óljóst hvaða áhrif slík beiðni hefur á rekstur fyrirtækisins. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors.Samhliða kröfu um gjaldþrotaskipti hefur Datacell stefnt Valitor til greiðslu skaðabótanna og er fyrirtaka í málinu næsta fimmtudag.Geta ekki sýnt fram á neinar tekjur yfir tímabil ætlaðs tjóns Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors segir að fyrirtækinu hafi ekki borist nein skaðabótakrafa sem mark sé á takandi. Þess vegna hafi Valitor ekki viljað semja til þessa þrátt fyrir að það liggi fyrir dómur um að fyrirtækinu hafi verið óheimilt að loka greiðslugáttinni. „Ársreikningar Datacell og Sunshine Press Productions fyrir þetta tímabil sem Datacell var í þjónustu við Valitor bera það ekki með sér að félagið hafi haft neinar tekjur þá. Sunshine Press Productions, sem sagt er reka Wikileaks, hefur aldrei haft neinar tekjur. Það er mjög merkilegt að félög sem hafa aldrei haft neinar tekjur, jafnvel á þeim tíma þegar greiðslugáttin var opin, hafi orðið fyrir tjóni sem nemur milljörðum króna,“ segir Sigurður. Hann segir jafnframt ágreining um hvaða matsmann eigi að dómkveðja í málinu. Sigurður segir að vissulega sé það alvarlegur hlutur að lögð hafi verið fram beiðni um gjaldþrotaskipti. Hins vegar muni hún ekki hafa teljandi áhrif á rekstur Valitors. „Ég held að þetta muni ekki setja reksturinn úr skorðum, svona krafa sem er ekki studd neinum rökum. Ég fæ ekki séð að nokkur dómstóll á Íslandi geti fallist á svona gjaldþrotabeiðni.“ Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum. Forsögu málsins má rekja til október 2010 þegar gengið var frá samningi um að fyrirtækið DataCell myndi sjá um rekstur greiðslugáttar fyrir Sunshine Press Production, rekstraraðila uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, til að taka á móti styrktargreiðslum frá velunnurum Wikileaks. Valitor lokaði greiðslugáttinni 8. júlí 2011 án fyrirvara eftir að styrktargreiðslur fyrir Wikileaks tóku að flæða inn í gáttina. Með dómi Hæstaréttar frá 24. apríl 2013 var viðurkennt að það hafi verið ólögmæt ráðstöfun af hálfu Valitor að loka á greiðslur til Wikileaks án fyrirvara og fyrirtækinu var gert skylt, að viðlögðum dagsektum, að opna fyrir greiðslugáttina að nýju. Fyrirtækin, Datacell og Sunshine Press Productions fengu Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóra Landsbankans til að reikna út ætlað tjón vegna ráðstöfunar Valitors og var niðurstaða útreikninga Sigurjóns að tónið gæti verið á bilinu 1 - 8 milljarðar króna meðan gáttin var lokuð. Í 65. gr. laga um gjaldþrotaskipti er heimild til að krefjast gjaldþrotaskipta á búi skuldara ef hann hefur ekki orðið við greiðsluáskorun með yfirlýsingu um gjaldfærni. Greiðsluáskorun var send Valitor hinn 18. júní 2013 án þess að fyrirtækið brygðist við og greiðsluáskorun á grundvelli gjaldþrotalaga var síðan send hinn 15. desember síðastliðinn. Þá var skorað á félagið að greiða kröfuna innan þriggja vikna. Jafnframt var skorað á félagið að lýsa því yfir innan sama frests að félagið væri fært um að greiða kröfuna en að öðrum kosti mætti búast við að krafist yrði gjaldþrotaskipta á búi félagsins. Eigið fé Valitors samkvæmt síðasta birta ársreikningi fyrirtækisins frá árinu 2013 er 7,5 milljarðar króna. Skaðabótakrafa fyrirtækjanna tveggja hljóðar upp á 10,3 milljarða króna með vöxtum en um er að ræða ítrustu kröfu vegna ætlaðs tjóns. Því er ljóst að krafan er talsvert hærri en sem nemur öllu eigin fé Valitors. Í kröfu um gjaldþrotaskipti segir: „Skiptabeiðendur byggja á því að gjaldþrotaskipti á búi félagsins séu óumflýjanleg enda er ljóst að hlutafélagið Valitor getur ekki, miðað við fyrirliggjandi gögn greitt skuld sína við skiptabeiðendur, þegar að því kemur.“ Ekki eru þekkt dæmi um það hér á landi að farið hafi verið fram á gjaldþrotaskipti yfir greiðslumiðlunarfyrirtækjum eins og Valitor og óljóst hvaða áhrif slík beiðni hefur á rekstur fyrirtækisins. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors.Samhliða kröfu um gjaldþrotaskipti hefur Datacell stefnt Valitor til greiðslu skaðabótanna og er fyrirtaka í málinu næsta fimmtudag.Geta ekki sýnt fram á neinar tekjur yfir tímabil ætlaðs tjóns Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors segir að fyrirtækinu hafi ekki borist nein skaðabótakrafa sem mark sé á takandi. Þess vegna hafi Valitor ekki viljað semja til þessa þrátt fyrir að það liggi fyrir dómur um að fyrirtækinu hafi verið óheimilt að loka greiðslugáttinni. „Ársreikningar Datacell og Sunshine Press Productions fyrir þetta tímabil sem Datacell var í þjónustu við Valitor bera það ekki með sér að félagið hafi haft neinar tekjur þá. Sunshine Press Productions, sem sagt er reka Wikileaks, hefur aldrei haft neinar tekjur. Það er mjög merkilegt að félög sem hafa aldrei haft neinar tekjur, jafnvel á þeim tíma þegar greiðslugáttin var opin, hafi orðið fyrir tjóni sem nemur milljörðum króna,“ segir Sigurður. Hann segir jafnframt ágreining um hvaða matsmann eigi að dómkveðja í málinu. Sigurður segir að vissulega sé það alvarlegur hlutur að lögð hafi verið fram beiðni um gjaldþrotaskipti. Hins vegar muni hún ekki hafa teljandi áhrif á rekstur Valitors. „Ég held að þetta muni ekki setja reksturinn úr skorðum, svona krafa sem er ekki studd neinum rökum. Ég fæ ekki séð að nokkur dómstóll á Íslandi geti fallist á svona gjaldþrotabeiðni.“
Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira