Austurríska landsliðið tapaði naumlega fyrir Króatíu í fyrsta leik sínum á HM í handbolta í Katar. Króatíska liðið vann á endanum tveggja marka sigur eftir hörku leik, 32-30.
Króatar voru með frumkvæðið allan leikinn en austurríska liðið náði nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark og þar á meðal tuttugu sekúndum fyrir leikslok.
Króatar komust strax í 3-0 í upphafi leiks, komust í 11-6 og voru síðan þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13.
Dómararnir frá Makedóníu voru langt frá því að hjálpa Patreki og strákunum hans á lokasprettinum í leiknum.
Viktor Szilagyi og Robert Weber skoruðu báðir sjö mörk fyrir austurríska liðið en Ivan Cupic var markahæstur hjá Króatíu með ellefu mörk.
Strákarnir hans Patreks stóðu í Króötum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn



Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



