Eins og kom fram á fótbolti.net fyrr í dag er Gary Martin, framherji KR og markahæsti leikmaður Íslandsmótsins á síðasta sumar, á leið til Belgíu.
Samkvæmt heimildum Vísis heitir liðið, sem Martin er á leið til, Mouscron-Péruwelz. Það er í 12. sæti belgísku úrvalsdeildarinnar af 16 liðum.
Vegna tilvonandi vistaskipta framherjans verður Gary Martin ekki í leikmannahópi KR í kvöld þegar liðið mætir Fylki klukkan 19.00 í fyrsta leik liðanna í Reykjavíkurmótinu.
Mouscron-Péruwelz var stofnað árið 2010 úr rústum R.E. Mouscron sem fór á hausinn árið áður. Það er nýliði í efstu deild.
Gary Martin hefur verið lykilmaður hjá KR síðan hann kom til liðsins á miðju sumri 2012, en hann varð bikarmeistari með liðinu í tvígang og Íslandsmeistari árið 2013.
Gary Martin á leið til Mouscron - spilar ekki með KR í kvöld

Tengdar fréttir

Frederiksen og Bödker sömdu við KR
KR gekk í dag frá samningum við tvo Dani. Einn sóknarmann og einn markvarðarþjálfara.