The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2015 15:50 Hlauparar þurfa að fara í gegnum fjórar stöðvar þar sem litpúðri er kastað í þau. Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins, en því verður skvett á þátttakendur í The Color Run by Alvogen hlaupinu, sem verður haldið í fyrsta sinn á Íslandi þann 6. Júní næstkomandi. Hlaupið er ekki hefðbundið, þar sem mestu skiptir að koma í mark á sem skemmstum tíma heldur sé það upplifun og skemmtun þátttakenda sem er í fyrirrúmi. Einkennisorð viðburðarins eru Heilsa, Hamingja og Tjáningarfrelsi einstaklingsins. Hlaupið er fimm kílómetra langt og fara hlauparar í gegnum litastöðvar á kílómeters fresti. Þar taka starfsmenn hlaupsins á móti þeim og kasta yfir þau einhverjum ákveðnum lit, sem unninn er úr kartöflumjöli. Skráning í hlaupið hefur verið framar björtustu vonum samkvæmt tilkynningu og þar segir að það stefni í mikinn fjölda hlaupara. Forsala á viðburðinn fór fram í lok nóvember og kláruðust allir forsölumiðar á fjórum dögum. Almenn miðasala hófst eftir það. „Það er greinilegt að fólk hefur gífurlegan áhuga á þessu hlaupi. Eftir að forsölunni lauk settum við jólatilboð í gang sem gekk alveg ótrúlega vel“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, einn aðstandanda hlaupsins og bætir við að það stefni í að uppselt verði í viðburðinn, bara spurning hvenær miðarnir klárast. „Það er gott fyrir okkur að vita núna hversu mikil þátttakan verður því við þurfum að panta litapúðrið frá Indlandi og það koma 6 tonn til landsins á næstunni.“Fyrst hlaupið í Bandaríkjunum Fyrsta litahlaupið fór fram í Phoenix í Arizona árið 2012. Það var Bandaríkjamaðurinn Travis Snyder sem kom þessu hlaupi á laggirnar til að hvetja bæði atvinnu- og áhugahlaupara til að hlaupa saman til gamans ásamt því að sameina Holy hátíðina á Indlandi en þaðan kemur liturinn. Sex þúsund manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu en áður en árið kláraðist höfðu 600.000 þátttakendur hlaupið í 50 borgum í Norður Ameríku og núna hefur hlaupið farið fram víðsvegar í Suður Ameríku, Evrópu, Suður Afríku og Ástralíu. „Það geta allir tekið þátt í hlaupinu, bæði atvinnuhlauparar, áhugahlauparar og fólk sem hleypur aldrei en vill bara skemmta sér og sínum með því að vera með. Öll fjölskyldan getur tekið þátt því að það er ekkert aldurstakmark eða önnur skilyrði. Reyndar er skilyrði að hlaupa í hvítu til þess að allir litirnir fái að njóta sín sem mest,“ segir Davíð.Þetta er í fyrsta sinn sem hlaupið er á Íslandi. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins, en því verður skvett á þátttakendur í The Color Run by Alvogen hlaupinu, sem verður haldið í fyrsta sinn á Íslandi þann 6. Júní næstkomandi. Hlaupið er ekki hefðbundið, þar sem mestu skiptir að koma í mark á sem skemmstum tíma heldur sé það upplifun og skemmtun þátttakenda sem er í fyrirrúmi. Einkennisorð viðburðarins eru Heilsa, Hamingja og Tjáningarfrelsi einstaklingsins. Hlaupið er fimm kílómetra langt og fara hlauparar í gegnum litastöðvar á kílómeters fresti. Þar taka starfsmenn hlaupsins á móti þeim og kasta yfir þau einhverjum ákveðnum lit, sem unninn er úr kartöflumjöli. Skráning í hlaupið hefur verið framar björtustu vonum samkvæmt tilkynningu og þar segir að það stefni í mikinn fjölda hlaupara. Forsala á viðburðinn fór fram í lok nóvember og kláruðust allir forsölumiðar á fjórum dögum. Almenn miðasala hófst eftir það. „Það er greinilegt að fólk hefur gífurlegan áhuga á þessu hlaupi. Eftir að forsölunni lauk settum við jólatilboð í gang sem gekk alveg ótrúlega vel“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, einn aðstandanda hlaupsins og bætir við að það stefni í að uppselt verði í viðburðinn, bara spurning hvenær miðarnir klárast. „Það er gott fyrir okkur að vita núna hversu mikil þátttakan verður því við þurfum að panta litapúðrið frá Indlandi og það koma 6 tonn til landsins á næstunni.“Fyrst hlaupið í Bandaríkjunum Fyrsta litahlaupið fór fram í Phoenix í Arizona árið 2012. Það var Bandaríkjamaðurinn Travis Snyder sem kom þessu hlaupi á laggirnar til að hvetja bæði atvinnu- og áhugahlaupara til að hlaupa saman til gamans ásamt því að sameina Holy hátíðina á Indlandi en þaðan kemur liturinn. Sex þúsund manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu en áður en árið kláraðist höfðu 600.000 þátttakendur hlaupið í 50 borgum í Norður Ameríku og núna hefur hlaupið farið fram víðsvegar í Suður Ameríku, Evrópu, Suður Afríku og Ástralíu. „Það geta allir tekið þátt í hlaupinu, bæði atvinnuhlauparar, áhugahlauparar og fólk sem hleypur aldrei en vill bara skemmta sér og sínum með því að vera með. Öll fjölskyldan getur tekið þátt því að það er ekkert aldurstakmark eða önnur skilyrði. Reyndar er skilyrði að hlaupa í hvítu til þess að allir litirnir fái að njóta sín sem mest,“ segir Davíð.Þetta er í fyrsta sinn sem hlaupið er á Íslandi.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira