Handbolti

Lesendur Vísis spá fyrir um úrslitin í Svíaleiknum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Strákarnir okkar ætla sér sigur á Svíum í kvöld. Hér eru þeir á opnunarhátíðinni á fimmtudagskvöldið.
Strákarnir okkar ætla sér sigur á Svíum í kvöld. Hér eru þeir á opnunarhátíðinni á fimmtudagskvöldið. Vísir/eva björk
Strákarnir okkar í karlalandsliði Íslands í handbolta hefja leik á HM í Katar í dag þegar þeir mæta Svíum. Reikna má með jöfnum leik en takist þér að spá rétt fyrir um úrslitin í leiknum áttu von á góðum vinning.

Fylgjendur okkar á Facebook eiga þess kost að vinna sér inn áskrift í einn mánuð að sportpakka Stöðvar 2 spái þeir rétt fyrir um lokatölur leiksins gegn Svíum sem hefst klukkan 18. Spáin þarf að fara fram á Facebook-síðu sportsins, smellið hér.

Sjá einnig:HM-vefur Vísis kominn í loftið

Katarfararnir Björn Sigurðs, Eiríkur Stefán og Arnar Björnsson.Vísir/Eva Björk
Arnar Björnsson, Björn Sigurðsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson eru staddir í Katar fyrir hönd Íþróttadeildar 365 og flytja fréttir af gangi mála ytra. Þeir eru virkir á Snapchat (sport365) þar sem lesendur fá að fylgjast með því hvað er í gangi á bak við tjöldin.

Bein textalýsing verður frá öllum leikjum Íslands auk þess sem Tómas Þór Þórðarson mun halda úti handvarpinu á meðan á móti stendur. Upphitunarþáttinn er í heild sinni hér að neðan.





Þá verða allir leikir Íslands gerðir upp í HM kvöldunum á Stöð 2 Sport þar sem sérfræðingar á borð við Guðjón Guðmundsson og Kristján Arason fara yfir frammistöðu Íslands frá A til Ö.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Tengdar fréttir

Ísland fær brasilíska dómara í kvöld

Það verður væntanlega hart tekist á þegar Ísland og Svíþjóð mætast á HM í kvöld og það kemur í hlut dómara frá Brasilíu að hafa stjórn á hlutunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×